Ríkar heimildir til fjártöku af útlendingum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2016 20:30 Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. Þá má gera farseðla þeirra upptæka og almennt er kannað hvað þeir hafa á sér af peningum þegar þeir koma til Íslands. Lög sem samþykkt voru á danska þjóðþinginu um upptöku verðmæta flóttafólks þykja mjög umdeild á heimsvísu en þau þykja ómannúðleg og grimmdarleg. Sambærilegar heimildir eru hins vegar í íslensku útlendingalögunum sem lögfest voru 2002. Í 34. grein útlendingalaga segir: „Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því.“ Í 56. grein segir: „Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum.“ Það má gera fjárnám vegna kröfunnar og hún getur jafnframt verið grundvöllur frávísunar ef viðkomandi kemur aftur til Íslands síðar. Lögreglunni er heimilt að haldleggja farseðla sem finnast í fórum útlendings og peninga til að greiða kröfu vegna brottför og gæslu. Þetta gildir hins vegar ekki um mál sem varða Dyflinnar-tilskipunina, það er þegar hælisleitandi er endursendur til þess lands sem hann kom fyrst til inn á Schengen-svæðinu. Ívar Þór Jóhannsson lögmaður hefur gætt hagsmuna hælisleitenda í málum hjá Útlendingastofnun. „Mín reynsla er sú að þeir aðilar sem leita hingað eftir hæli eru yfirleitt að flýja einhvers konar neyð og eru þá slippir og snauðir þegar þeir koma hingað. Þannig að í raun reynir lítið á ákvæðin. En þar fyrir utan hef ég ekki rekið mig á að stjórnvöld hafi verið að beita þessum ákvæðum neitt markvisst. Hælisleitendur eru inntir eftir því hvort þeir séu með fjármuni eða eitthvað slíkt en ekki að þeim sé ráðstafað eftir þessum heimildum,“ segir Ívar Þór. Flóttamenn Tengdar fréttir Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17 Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49 Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00 Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. Þá má gera farseðla þeirra upptæka og almennt er kannað hvað þeir hafa á sér af peningum þegar þeir koma til Íslands. Lög sem samþykkt voru á danska þjóðþinginu um upptöku verðmæta flóttafólks þykja mjög umdeild á heimsvísu en þau þykja ómannúðleg og grimmdarleg. Sambærilegar heimildir eru hins vegar í íslensku útlendingalögunum sem lögfest voru 2002. Í 34. grein útlendingalaga segir: „Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því.“ Í 56. grein segir: „Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum.“ Það má gera fjárnám vegna kröfunnar og hún getur jafnframt verið grundvöllur frávísunar ef viðkomandi kemur aftur til Íslands síðar. Lögreglunni er heimilt að haldleggja farseðla sem finnast í fórum útlendings og peninga til að greiða kröfu vegna brottför og gæslu. Þetta gildir hins vegar ekki um mál sem varða Dyflinnar-tilskipunina, það er þegar hælisleitandi er endursendur til þess lands sem hann kom fyrst til inn á Schengen-svæðinu. Ívar Þór Jóhannsson lögmaður hefur gætt hagsmuna hælisleitenda í málum hjá Útlendingastofnun. „Mín reynsla er sú að þeir aðilar sem leita hingað eftir hæli eru yfirleitt að flýja einhvers konar neyð og eru þá slippir og snauðir þegar þeir koma hingað. Þannig að í raun reynir lítið á ákvæðin. En þar fyrir utan hef ég ekki rekið mig á að stjórnvöld hafi verið að beita þessum ákvæðum neitt markvisst. Hælisleitendur eru inntir eftir því hvort þeir séu með fjármuni eða eitthvað slíkt en ekki að þeim sé ráðstafað eftir þessum heimildum,“ segir Ívar Þór.
Flóttamenn Tengdar fréttir Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17 Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49 Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00 Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17
Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49
Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00
Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24
Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56