Serbinn Novak Djokovic sigraði breska tenniskappann Andy Murray í úrslitaleik Opna ástralska meistarmótsins í tennis en Djokovic vann úrslitaeinvígið nokkuð öruggt 3-0 (6:1, 7-5, 7-6).
Djokovic byrjaði leikinn vel og leiddi allt frá fyrstu mínútu en Murray náði sér ekki á strik í fyrsta settinu. Murray náði að halda í við Djokovic í öðru og þriðja settinu en náði ekki að stela setti og þurfti því að sætta sig við 0-3 tap.
Djokovic sem er efstur á heimslistanum í tennis var að tryggja sér titilinn í sjötta sinn en þetta var ellefta risamótið sem hann vinnur.
Jafnaði Djokovic með því met hins ástralska Roy Emerson sem stóð uppi sem sigurvegari sex sinnum á Opna ástralska mótinu á árunum 1961-1967.
Var þetta í fimmta skiptið sem hinn breski Murray tapaði í úrslitaleik Opna ástralska og annað árið í röð gegn Djokovic en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum á þessu sögufræga móti.
Djokovic vann Opna ástralska í sjötta sinn | Jafnaði met Emerson
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn
