„Nær allt fór úrskeiðis við síðustu einkavæðingu“ Sæunn Gísladóttir skrifar 20. janúar 2016 08:00 Valgerður Sverrisdóttir handsalar sölu á Búnaðarbankanum. Geir H. Haarde og Ólafur Ólafsson fylgjast spenntir með. Fréttablaðið/GVA „Ég held að lykillinn að því að einkavæðingin gangi almennilega sé að það sé nokkurn veginn ljóst hvaða umhverfi fjármálakerfinu verður boðið á næstu árum, þ.e.a.s. hvers konar bankakerfi við stefnum að og hvaða umgjörð rekstur þess fær,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi flytur erindi um hvað við getum lært af fyrri einkavæðingu bankanna og hvað beri að varast nú þegar ríkið mun selja hluta af Landsbankanum og Íslandsbanka á næstu misserum á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag.Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valgarður„Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem hægt var í fyrri einkavæðingunni. Ferlið var ekki gagnsætt. Leikreglurnar voru ekki ljósar í upphafi og voru kannski ekki einu sinni eðlilegar,“ segir Gylfi. Gylfi telur líklegt að einhver hluti í Landsbanka eða Íslandsbanka verði seldur fljótlega, annaðhvort á þessu ári eða því næsta, en telur ólíklegt að stór hluti þeirra verði seldur á stuttum tíma, alla vega hérlendis. „Ég held að það sé langskynsamlegast að gera þetta í skrefum sem geta tekið einhver ár, það liggur ekki á.“ Gylfi segir að fjölda spurninga sé ósvarað, til dæmis hvort fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir, hvort hömlur verði settar á eignarhald einstakra fjárfesta, og hvaða kröfur verða gerðar til eiginfjár fjármálafyrirtækja. „Ég held að það verði að svara þeim svo að fólk viti hvað það sé að selja eða kaupa.“ Hann telur það lykilatriði að þeir sem kaupa hluta í banka á móti ríkinu viti hvort ríkið ætli sér að halda afganginum til frambúðar eða hvort þetta sé fyrsta skref í átt að fullri einkavæðingu. Gylfi telur erlent eignarhald mjög líklegt. „Ég held að það hljóti að koma til, og væri af ýmsum ástæðum jákvætt skref, að menn reyni að selja einn banka að einhverju leyti eða mestu leyti til útlanda.“ Gylfi telur að fleiri spurningum sé enn ósvarað sem verði ekki svarað á fundinum, bæði hvað varðar gjaldmiðilsmál og umfang fjármálakerfisins. „Spurningin er hversu umsvifamikið fjármálakerfi við þurfum eða viljum. Öll Vesturlönd eru að glíma við að fjármálakerfin hafa vaxið mjög hratt áratugum saman, en það hefur enginn fundið almennilega leið til að takast á við það.“ Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
„Ég held að lykillinn að því að einkavæðingin gangi almennilega sé að það sé nokkurn veginn ljóst hvaða umhverfi fjármálakerfinu verður boðið á næstu árum, þ.e.a.s. hvers konar bankakerfi við stefnum að og hvaða umgjörð rekstur þess fær,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi flytur erindi um hvað við getum lært af fyrri einkavæðingu bankanna og hvað beri að varast nú þegar ríkið mun selja hluta af Landsbankanum og Íslandsbanka á næstu misserum á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag.Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valgarður„Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem hægt var í fyrri einkavæðingunni. Ferlið var ekki gagnsætt. Leikreglurnar voru ekki ljósar í upphafi og voru kannski ekki einu sinni eðlilegar,“ segir Gylfi. Gylfi telur líklegt að einhver hluti í Landsbanka eða Íslandsbanka verði seldur fljótlega, annaðhvort á þessu ári eða því næsta, en telur ólíklegt að stór hluti þeirra verði seldur á stuttum tíma, alla vega hérlendis. „Ég held að það sé langskynsamlegast að gera þetta í skrefum sem geta tekið einhver ár, það liggur ekki á.“ Gylfi segir að fjölda spurninga sé ósvarað, til dæmis hvort fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir, hvort hömlur verði settar á eignarhald einstakra fjárfesta, og hvaða kröfur verða gerðar til eiginfjár fjármálafyrirtækja. „Ég held að það verði að svara þeim svo að fólk viti hvað það sé að selja eða kaupa.“ Hann telur það lykilatriði að þeir sem kaupa hluta í banka á móti ríkinu viti hvort ríkið ætli sér að halda afganginum til frambúðar eða hvort þetta sé fyrsta skref í átt að fullri einkavæðingu. Gylfi telur erlent eignarhald mjög líklegt. „Ég held að það hljóti að koma til, og væri af ýmsum ástæðum jákvætt skref, að menn reyni að selja einn banka að einhverju leyti eða mestu leyti til útlanda.“ Gylfi telur að fleiri spurningum sé enn ósvarað sem verði ekki svarað á fundinum, bæði hvað varðar gjaldmiðilsmál og umfang fjármálakerfisins. „Spurningin er hversu umsvifamikið fjármálakerfi við þurfum eða viljum. Öll Vesturlönd eru að glíma við að fjármálakerfin hafa vaxið mjög hratt áratugum saman, en það hefur enginn fundið almennilega leið til að takast á við það.“
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira