Lífeyri aldraðra haldið niðri i 11 mánuði! Björgvin Guðmundsson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6% árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris náði ekki að jafna þá hækkun. Meira hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015. Samt urðu meiri almennar launahækkanir á árinu 2015 en átt höfðu sér stað um langt skeið. En þó var lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum eins og það væri kreppa í landinu. Bankastjóri Landsbankans sagði, að það væri komið góðæri á ný og ráðherrar töluðu ítrekað um að allir hagvísar væru hagstæðir. Ráðherrarnir töluðu fjálglega um hagstætt samkomulag um uppgjör slitabúa föllnu bankanna, sem mundi bæta afkomu þjóðarbúsins mikið en aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir við neinn bata í þjóðarbúskapnum. Frá febrúar árið 2015 var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri og óbreyttum!14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015 tóku gildi nýir kjarasamningar launafólks í Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og VR. Samkvæmt þessum samningum hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% og ákveðið var, að laun mundu hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Meðaltalshækkun 12 nýrra kjarasamninga var 14%. Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum. Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40% hækkun á 3 árum. Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar. Samkvæmt lögum á við ákvörðun um hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun. Miðað við þær miklu launahækkanir, sem samið var um 2015 og ákvæði laga um launaþróun virðist krafa eldri borgara um 14,5% hækkun hafa verið eðlileg. Útreikningar fjármálaráðuneytisins um 9,7% hækkun eru hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann enda voru þeir byggðir á áætlunum um launahækkanir en ekki rauntölum og þær áætlanir voru gerðar áður en samningar voru undirritaðir.Hækkun um áramót of lítil Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl. áramót, er allt of lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun, eða frá 1. mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hækkun til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.Lífeyrir alltof lágur Eftir hækkunina 1. janúar 2016 er lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, kr. 206 þúsund á mánuð eftir skatt. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi þarf að leigja húsnæði er húsaleigan talsvert á annað hundrað þúsund á mánuði. Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum, mat, fatnaði, rafmagni, síma, tölvukostnaði, rekstri bifreiðar eða öðrum samgöngukostnaði, ef ekki er um bifreið að ræða, lyfjum, lækniskostnaði o.fl. Engin leið er að standa undir öllum þessum útgjöldum með þessum lága lífeyri og því verða lífeyrisþegar að sleppa einhverjum af þessum útgjaldaliðum. Slíkt er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Það verður að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að stórhækka hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Sjá meira
Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6% árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris náði ekki að jafna þá hækkun. Meira hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015. Samt urðu meiri almennar launahækkanir á árinu 2015 en átt höfðu sér stað um langt skeið. En þó var lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum eins og það væri kreppa í landinu. Bankastjóri Landsbankans sagði, að það væri komið góðæri á ný og ráðherrar töluðu ítrekað um að allir hagvísar væru hagstæðir. Ráðherrarnir töluðu fjálglega um hagstætt samkomulag um uppgjör slitabúa föllnu bankanna, sem mundi bæta afkomu þjóðarbúsins mikið en aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir við neinn bata í þjóðarbúskapnum. Frá febrúar árið 2015 var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri og óbreyttum!14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015 tóku gildi nýir kjarasamningar launafólks í Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og VR. Samkvæmt þessum samningum hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% og ákveðið var, að laun mundu hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Meðaltalshækkun 12 nýrra kjarasamninga var 14%. Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum. Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40% hækkun á 3 árum. Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar. Samkvæmt lögum á við ákvörðun um hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun. Miðað við þær miklu launahækkanir, sem samið var um 2015 og ákvæði laga um launaþróun virðist krafa eldri borgara um 14,5% hækkun hafa verið eðlileg. Útreikningar fjármálaráðuneytisins um 9,7% hækkun eru hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann enda voru þeir byggðir á áætlunum um launahækkanir en ekki rauntölum og þær áætlanir voru gerðar áður en samningar voru undirritaðir.Hækkun um áramót of lítil Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl. áramót, er allt of lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun, eða frá 1. mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hækkun til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.Lífeyrir alltof lágur Eftir hækkunina 1. janúar 2016 er lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, kr. 206 þúsund á mánuð eftir skatt. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi þarf að leigja húsnæði er húsaleigan talsvert á annað hundrað þúsund á mánuði. Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum, mat, fatnaði, rafmagni, síma, tölvukostnaði, rekstri bifreiðar eða öðrum samgöngukostnaði, ef ekki er um bifreið að ræða, lyfjum, lækniskostnaði o.fl. Engin leið er að standa undir öllum þessum útgjöldum með þessum lága lífeyri og því verða lífeyrisþegar að sleppa einhverjum af þessum útgjaldaliðum. Slíkt er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Það verður að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að stórhækka hann.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun