"Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2016 16:17 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sig andsnúinn afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptaþvingana gegn Rússum á þingi í morgun. Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.Birgitta Jónsdóttir þingmaður.Vísir/Stefán„Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. Janúar síðastliðinn, þar sem fjallaði um viðskiptabannið, segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar aur og lygum en því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá hæstvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur,“ sagði hann. Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar. Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni. Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk. Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðisBergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipaBjarndal ehf, 50.000 kr., LögfræðiþjónustaGröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiHáteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýraHenson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutumHótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustuLýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feitiNesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýraOSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiRekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiSjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfaraVísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipaVSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðingaÞorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sig andsnúinn afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptaþvingana gegn Rússum á þingi í morgun. Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.Birgitta Jónsdóttir þingmaður.Vísir/Stefán„Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. Janúar síðastliðinn, þar sem fjallaði um viðskiptabannið, segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar aur og lygum en því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá hæstvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur,“ sagði hann. Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar. Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni. Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk. Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðisBergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipaBjarndal ehf, 50.000 kr., LögfræðiþjónustaGröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiHáteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýraHenson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutumHótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustuLýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feitiNesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýraOSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiRekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiSjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfaraVísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipaVSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðingaÞorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra
Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira