Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 96-66 | Haukar höfðu engin svör gegn meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 21. janúar 2016 22:00 Pavel Ermolinskij sækir á Finn Atla Magnússon. Vísir/harpa ásgeirsdóttir KR vann mjög svo öruggan sigur á Haukum, 96-66, þegar liðin mættust í 14. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum jafnaði KR Keflavík að stigum á toppi deildarinnar en bæði lið eru nú með 22 stig. Keflavík, sem er í toppsætinu með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn KR, á þó leik til góða gegn Njarðvík á morgun. Haukar hafa hins vegar tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og miðað við frammistöðuna í kvöld er það ekki að fara að breytast. Haukarnir eru komnir niður í 6. sæti og þurfa að taka sig taki ætli þeir sér að tryggja sér heimavallarétt í úrslitakeppninni. KR-ingar byrjuðu leikinn af fítonskrafti og eftir þriggja og hálfs mínútna leik var staðan orðin 18-2, meisturum í vil. Eftir það var á brattann að sækja fyrir gestina sem voru í tómum vandræðum í 1. leikhluta. Pavel Ermolinskij var mjög beittur í byrjun leiks og skoraði átta af 18 fyrstu stigum KR-inga. Ægir Þór Steinarsson var líka vel tengdur en hann var með sjö stig og fimm stoðsendingar í fyrri hálfleik. Þá voru heimamenn sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu úr 46% skota sinna þaðan í fyrri hálfleik. Haukarnir voru hins vegar heillum horfnir, hittu ekki neitt, töpuðu boltanum of oft og spiluðu enga vörn. Og til að bæta gráu ofan á svart fengu bæði Brandon Mobley og Emil Barja sína þriðju villu strax í 1. leikhluta. Sá síðarnefndi krækti sér í sína fjórðu villu í 2. leikhluta og var því lítill þátttakandi í leiknum. Emil var stigalaus í leiknum og tapaði fimm boltum. Staðan eftir 1. leikhluta var 30-11 og allt stefndi í auðveldan dag á skrifstofunni hjá KR-ingum. Haukar bættu ráð sitt í 2. leikhluta sem þeir unnu 21-17. Það munaði því 15 stigum, 47-32, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir þennan mikla mun hafði Michael Craion hægt um sig í liði KR en þessi öflugi miðherji skoraði aðeins fjögur stig og tók eitt frákast í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, spiluðu fína vörn og takturinn datt úr sóknarleik KR-inga. Gestirnir náðu að minnka muninn í níu stig, 52-43, en þá kom frábær 9-1 kafli hjá heimamönnum sem juku muninn í 17 stig, 61-44. Þá var björninn unninn. KR leiddi með 13 stigum, 64-51, eftir 3. leikhluta og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. KR skoraði tíu fyrstu stigin í 4. leikhluta og vann að lokum 30 stiga sigur, 96-66. Pavel átti frábæran leik í liði Íslandsmeistaranna og var grátlega nálægt því að ná þrennu. Pavel skoraði alls 11 stig, tók 14 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Annars var heildarbragurinn á liði KR-inga góður en sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í kvöld. Craion var þeirra stigahæstur með 17 stig en þau komu flest í 4. leikhluta. Brynjar Þór Björnsson gerði 14 stig stig og Ægir átti skínandi leik með níu stig og 10 stoðsendingar. Helgi Már Magnússon stóð einnig fyrir sínu með 14 stig og átta fráköst. Mobley og Kári Jónsson skoruðu 15 stig hvor fyrir Hauka en sóknarleikur liðsins í leiknum í kvöld var ekki til útflutnings. KR-Haukar 96-66 (30-11, 17-21, 17-19, 32-15) KR: Michael Craion 17/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 14/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 14, Pavel Ermolinskij 11/14 fráköst/9 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 10/5 fráköst, Darri Hilmarsson 10, Ægir Þór Steinarsson 9/10 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 6/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 3, Vilhjálmur Kári Jensson 2. Haukar: Brandon Mobley 15/6 fráköst, Kári Jónsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 11/6 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 10, Kristinn Marinósson 8/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5, Kristinn Jónasson 2/5 fráköst.Finnur ræðir við sína menn.vísir/harpa ásgeirsdóttirFinnur: Vissi ekkert hvað Pavel var með margar stoðsendingar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, gat leyft sér að brosa eftir 30 stiga sigur sinna manna, 96-66, á Haukum í kvöld. KR-ingar byrjuðu leikinn frábærlega, komust fljótlega í 18-2 og voru alltaf í bílstjórasætinu. "Fyrsti leikhlutinn var frábær. Við hikstuðum aðeins síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og í byrjun þess seinni en hugurinn var kannski kominn á mánudaginn," sagði Finnur en þá mæta KR-ingar Grindvíkingum í undanúrslitum Powerade-bikarsins. "Á þessum kafla sem við vorum ekki að skora fengum við fín skot sem fóru ekki niður. Svo datt eitt og þetta er fljótt að gerast. Við erum með gríðarlega góða skotmenn og ef við finnum skot fyrir þá erum við í góðum málum." Finnur kvaðst einnig ánægður með varnarleikinn í kvöld, sem og í allan vetur. "Ég er gríðarlega ánægður með varnarleikinn og það gerðu allir sitt og börðust. Það munar líka um Helga (Má Magnússon) og Pavel (Ermolinskij) sem komu með flottan kraft og reynslu inn í vörnina. Varnarleikurinn hefur verið góður í vetur," sagði Finnur. Umræddan Pavel vantaði aðeins eina stoðsendingu til að ná svokallaðri þrennu þegar Finnur tók hann af velli undir lok leiks. En hefði þjálfarinn ekki átt að leyfa Pavel að klára leikinn og ná þrennunni? "Ég vissi ekkert hvað hann var með margar stoðsendingar," sagði Finnur og hló. "Og ef ég hefði vitað það var það ekki það sem við vorum að spá í. Við vorum með góða forystu, hann að stíga upp úr meiðslum og stórleikur á mánudaginn," sagði Finnur að lokum.Ívar og lærisveinar hans hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.vísir/harpa ásgeirsdóttirÍvar: Það eina góða við janúar er að honum fer að ljúka Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sagði slaka byrjun á leiknum gegn KR hafi verið banabiti sinna manna sem töpuðu með 30 stigum, 96-66, í DHL-höllinni í kvöld. "Við byrjuðum mjög illa og vorum ekki tilbúnir í þessi átök sem voru á fyrstu mínútunum í þessum leik. Við bökkuðum frá þeim og brutum vitlaus af okkur," sagði Ívar um þessa martraðarbyrjun Hauka sem voru 16 stigum undir, 18-2, eftir þrjár og hálfa mínútu af leiknum. "Það er hlutur sem er okkur þjálfurunum að kenna, að vera ekki betur undirbúnir undir þetta. Við vorum búnir að tala um að þetta yrðu slagsmál en við vorum bara ekki tilbúnir í þau," sagði Ívar hreinskilinn. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu að minnka muninn í níu stig. En KR svaraði með 9-1 kafla og gekk þá í raun frá leiknum. "Við sýndum gríðarlegan karakter að koma til baka en það kostaði mikla orku," sagði Ívar en hvað vantaði til að ná að minnka muninn enn frekar í byrjun seinni hálfleiks? "Við stjórnuðum hraðanum í leiknum á þessum kafla sem við minnkuðum muninn. En síðan fórum við að reyna að svara þristunum þeirra strax í staðinn fyrir að halda ró okkar og halda áfram að spila okkar leik. Við vorum aðeins of bráðir." Haukar lentu í miklum villuvandræðum í leiknum en Brandon Mobley og Emil Barja voru komnir með þrjár villur hvor strax í 1. leikhluta. "Þeir brutu vitlaust af sér og létu KR-ingana fara í taugararnar á sér. Við þurfum að læra af þessu," sagði Ívar en hans menn hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. "Janúar-mánuður er okkur ekki hliðhollur. Ég held að við höfum tapað fjórum leikjum í röð á svipuðum tíma í fyrra. Eina gleðiefnið í janúar er að honum fer að ljúka," sagði Ívar að endingu.Bein lýsing: KR - HaukarTweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Körfubolti Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
KR vann mjög svo öruggan sigur á Haukum, 96-66, þegar liðin mættust í 14. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum jafnaði KR Keflavík að stigum á toppi deildarinnar en bæði lið eru nú með 22 stig. Keflavík, sem er í toppsætinu með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn KR, á þó leik til góða gegn Njarðvík á morgun. Haukar hafa hins vegar tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og miðað við frammistöðuna í kvöld er það ekki að fara að breytast. Haukarnir eru komnir niður í 6. sæti og þurfa að taka sig taki ætli þeir sér að tryggja sér heimavallarétt í úrslitakeppninni. KR-ingar byrjuðu leikinn af fítonskrafti og eftir þriggja og hálfs mínútna leik var staðan orðin 18-2, meisturum í vil. Eftir það var á brattann að sækja fyrir gestina sem voru í tómum vandræðum í 1. leikhluta. Pavel Ermolinskij var mjög beittur í byrjun leiks og skoraði átta af 18 fyrstu stigum KR-inga. Ægir Þór Steinarsson var líka vel tengdur en hann var með sjö stig og fimm stoðsendingar í fyrri hálfleik. Þá voru heimamenn sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu úr 46% skota sinna þaðan í fyrri hálfleik. Haukarnir voru hins vegar heillum horfnir, hittu ekki neitt, töpuðu boltanum of oft og spiluðu enga vörn. Og til að bæta gráu ofan á svart fengu bæði Brandon Mobley og Emil Barja sína þriðju villu strax í 1. leikhluta. Sá síðarnefndi krækti sér í sína fjórðu villu í 2. leikhluta og var því lítill þátttakandi í leiknum. Emil var stigalaus í leiknum og tapaði fimm boltum. Staðan eftir 1. leikhluta var 30-11 og allt stefndi í auðveldan dag á skrifstofunni hjá KR-ingum. Haukar bættu ráð sitt í 2. leikhluta sem þeir unnu 21-17. Það munaði því 15 stigum, 47-32, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir þennan mikla mun hafði Michael Craion hægt um sig í liði KR en þessi öflugi miðherji skoraði aðeins fjögur stig og tók eitt frákast í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, spiluðu fína vörn og takturinn datt úr sóknarleik KR-inga. Gestirnir náðu að minnka muninn í níu stig, 52-43, en þá kom frábær 9-1 kafli hjá heimamönnum sem juku muninn í 17 stig, 61-44. Þá var björninn unninn. KR leiddi með 13 stigum, 64-51, eftir 3. leikhluta og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. KR skoraði tíu fyrstu stigin í 4. leikhluta og vann að lokum 30 stiga sigur, 96-66. Pavel átti frábæran leik í liði Íslandsmeistaranna og var grátlega nálægt því að ná þrennu. Pavel skoraði alls 11 stig, tók 14 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Annars var heildarbragurinn á liði KR-inga góður en sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í kvöld. Craion var þeirra stigahæstur með 17 stig en þau komu flest í 4. leikhluta. Brynjar Þór Björnsson gerði 14 stig stig og Ægir átti skínandi leik með níu stig og 10 stoðsendingar. Helgi Már Magnússon stóð einnig fyrir sínu með 14 stig og átta fráköst. Mobley og Kári Jónsson skoruðu 15 stig hvor fyrir Hauka en sóknarleikur liðsins í leiknum í kvöld var ekki til útflutnings. KR-Haukar 96-66 (30-11, 17-21, 17-19, 32-15) KR: Michael Craion 17/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 14/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 14, Pavel Ermolinskij 11/14 fráköst/9 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 10/5 fráköst, Darri Hilmarsson 10, Ægir Þór Steinarsson 9/10 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 6/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 3, Vilhjálmur Kári Jensson 2. Haukar: Brandon Mobley 15/6 fráköst, Kári Jónsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 11/6 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 10, Kristinn Marinósson 8/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5, Kristinn Jónasson 2/5 fráköst.Finnur ræðir við sína menn.vísir/harpa ásgeirsdóttirFinnur: Vissi ekkert hvað Pavel var með margar stoðsendingar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, gat leyft sér að brosa eftir 30 stiga sigur sinna manna, 96-66, á Haukum í kvöld. KR-ingar byrjuðu leikinn frábærlega, komust fljótlega í 18-2 og voru alltaf í bílstjórasætinu. "Fyrsti leikhlutinn var frábær. Við hikstuðum aðeins síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og í byrjun þess seinni en hugurinn var kannski kominn á mánudaginn," sagði Finnur en þá mæta KR-ingar Grindvíkingum í undanúrslitum Powerade-bikarsins. "Á þessum kafla sem við vorum ekki að skora fengum við fín skot sem fóru ekki niður. Svo datt eitt og þetta er fljótt að gerast. Við erum með gríðarlega góða skotmenn og ef við finnum skot fyrir þá erum við í góðum málum." Finnur kvaðst einnig ánægður með varnarleikinn í kvöld, sem og í allan vetur. "Ég er gríðarlega ánægður með varnarleikinn og það gerðu allir sitt og börðust. Það munar líka um Helga (Má Magnússon) og Pavel (Ermolinskij) sem komu með flottan kraft og reynslu inn í vörnina. Varnarleikurinn hefur verið góður í vetur," sagði Finnur. Umræddan Pavel vantaði aðeins eina stoðsendingu til að ná svokallaðri þrennu þegar Finnur tók hann af velli undir lok leiks. En hefði þjálfarinn ekki átt að leyfa Pavel að klára leikinn og ná þrennunni? "Ég vissi ekkert hvað hann var með margar stoðsendingar," sagði Finnur og hló. "Og ef ég hefði vitað það var það ekki það sem við vorum að spá í. Við vorum með góða forystu, hann að stíga upp úr meiðslum og stórleikur á mánudaginn," sagði Finnur að lokum.Ívar og lærisveinar hans hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.vísir/harpa ásgeirsdóttirÍvar: Það eina góða við janúar er að honum fer að ljúka Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sagði slaka byrjun á leiknum gegn KR hafi verið banabiti sinna manna sem töpuðu með 30 stigum, 96-66, í DHL-höllinni í kvöld. "Við byrjuðum mjög illa og vorum ekki tilbúnir í þessi átök sem voru á fyrstu mínútunum í þessum leik. Við bökkuðum frá þeim og brutum vitlaus af okkur," sagði Ívar um þessa martraðarbyrjun Hauka sem voru 16 stigum undir, 18-2, eftir þrjár og hálfa mínútu af leiknum. "Það er hlutur sem er okkur þjálfurunum að kenna, að vera ekki betur undirbúnir undir þetta. Við vorum búnir að tala um að þetta yrðu slagsmál en við vorum bara ekki tilbúnir í þau," sagði Ívar hreinskilinn. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu að minnka muninn í níu stig. En KR svaraði með 9-1 kafla og gekk þá í raun frá leiknum. "Við sýndum gríðarlegan karakter að koma til baka en það kostaði mikla orku," sagði Ívar en hvað vantaði til að ná að minnka muninn enn frekar í byrjun seinni hálfleiks? "Við stjórnuðum hraðanum í leiknum á þessum kafla sem við minnkuðum muninn. En síðan fórum við að reyna að svara þristunum þeirra strax í staðinn fyrir að halda ró okkar og halda áfram að spila okkar leik. Við vorum aðeins of bráðir." Haukar lentu í miklum villuvandræðum í leiknum en Brandon Mobley og Emil Barja voru komnir með þrjár villur hvor strax í 1. leikhluta. "Þeir brutu vitlaust af sér og létu KR-ingana fara í taugararnar á sér. Við þurfum að læra af þessu," sagði Ívar en hans menn hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. "Janúar-mánuður er okkur ekki hliðhollur. Ég held að við höfum tapað fjórum leikjum í röð á svipuðum tíma í fyrra. Eina gleðiefnið í janúar er að honum fer að ljúka," sagði Ívar að endingu.Bein lýsing: KR - HaukarTweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Körfubolti Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira