Verkfall flugvirkja geti haft alvarleg áhrif á starfsemi og framtíðarplön WOW sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2016 13:12 "Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. vísir/gva Tímaspursmál er hvenær verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu mun hafa áhrif á áætlunarflug flugfélagsins WOW air, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa félagsins. Verkfall flugvirkja hefur nú staðið yfir í að verða tvær vikur. „Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins árið 2016. Á þessu ári þarf WOW air að skrá fimm nýjar vélar og eru þrjár í raun komnar á tímapressu þar sem margir nýir áfangastaðir munu bætast við áætlunina núna í vor,“ segir Svanhvít. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir verkfallið ekki hafa haft áhrif enn sem komið er. „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur og ekki ljóst hver þau yrðu. Það er ekkert sem er fyrirséð, engar truflanir eða röskun á flugi. En auðvitað er vinna þessara manna nauðsynleg til þess að halda eðlilegri flugstarfsemi gangandi,“ segir hann. Flugvirkjar Samgöngustofu, sem eru sex talsins, lögðu niður störf 11. janúar síðastliðinn. Um er að ræða ótímabundið verkfall en þeir hafa verið samningslausir í tæp 27 ár. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær lítið hafa miðað í samningsátt. Síðasti fundur í deilunni var á þriðjudag og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Á vef Samgöngustofu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á starfsemi íslenskra flugrekenda innanlands eða utan, en dragist það á langinn geti það skert afmarkaða þjónustu stofnunarinnar við þá. Að öðru leyti sé öll starfsemi og afgreiðsla Samgöngustofu með venjubundnum hætti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40 Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Tímaspursmál er hvenær verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu mun hafa áhrif á áætlunarflug flugfélagsins WOW air, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa félagsins. Verkfall flugvirkja hefur nú staðið yfir í að verða tvær vikur. „Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins árið 2016. Á þessu ári þarf WOW air að skrá fimm nýjar vélar og eru þrjár í raun komnar á tímapressu þar sem margir nýir áfangastaðir munu bætast við áætlunina núna í vor,“ segir Svanhvít. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir verkfallið ekki hafa haft áhrif enn sem komið er. „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur og ekki ljóst hver þau yrðu. Það er ekkert sem er fyrirséð, engar truflanir eða röskun á flugi. En auðvitað er vinna þessara manna nauðsynleg til þess að halda eðlilegri flugstarfsemi gangandi,“ segir hann. Flugvirkjar Samgöngustofu, sem eru sex talsins, lögðu niður störf 11. janúar síðastliðinn. Um er að ræða ótímabundið verkfall en þeir hafa verið samningslausir í tæp 27 ár. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær lítið hafa miðað í samningsátt. Síðasti fundur í deilunni var á þriðjudag og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Á vef Samgöngustofu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á starfsemi íslenskra flugrekenda innanlands eða utan, en dragist það á langinn geti það skert afmarkaða þjónustu stofnunarinnar við þá. Að öðru leyti sé öll starfsemi og afgreiðsla Samgöngustofu með venjubundnum hætti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40 Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40
Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37