Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 13:28 Formaður Samfylkingarinnar segir þingflokk hennar ekki standa að baki frumvarpi þingflokksformannsins og fyrrverandi frambjóðanda í formannsembætti um afnám verðtryggingarinnar. Þingmennirnir leggi frumvarpið fram í eigin nafni og verði sjálfir að skýra ástæður sínar fyrir því en frumvarpið samræmist ekki stefnu Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni flokksins á síðasta landsfundi, lögðu fram frumvarp á Alþingi í gær um afnám verðtryggingarinnar. Árni Páll brást strax við og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið.Er það ekki svolítið neyðarleg staða fyrir formann þegar þingflokksformaður og fyrrverandi kandidat í formannsembætti leggja svona frumvarp fram? „Nei, nei. Það er vítt til lofts og veggja í Samfylkingunni og rúmast þar ólíkar skoðanir. Þau eru þessarar skoðunar og vilja leggja þetta frumvarp fram og hafa til þess stjórnarskrárvarinn rétt sem þingmenn,“ segir Árni Páll. Hins vegar sé frumvarpið ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar og hann telji það ekki rökrétta leið að banna fólki að taka verðtryggð lán. Stefna flokksins sé hins vegar skýr og hann tali fyrir henni.Og hún er nákvæmlega hver? „Hún er sú að við viljum auka vægi óverðtryggðra lána. Við viljum auka valfrelsi fólks í lánamálum,“ segir formaðurinn. Samfylkingin vilji losna við verðtrygginguna með upptöku alvöru gjaldmiðils sem væri gjaldgengur bæði innan og utan landsteinanna. „Höfuðvandamálið er krónan sem kallar á gallaðar varnarleiðir eins og verðtryggingin óneitanlega er. Hún er dýr, hún er óhagkvæm fyrir fólkið í landinu. En hún er nauðvörn í ljósi þess hversu krónan er veik. Vandamálið er krónan og við þurfum að losna við hana,“ segir Árni Páll. Frumvörp eru tekin fyrir í þingflokkum áður en þau eru lögð fram og segir Árni að framlagning frumvarpsins hafi verið rædd í þingflokknum. „Það var tekið og rætt þar og hefur verið rætt þar nokkrum sinnum,“ segir hann.Sumir hafa haldið því fram að þau séu að leggja fram frumvarpið í einhvers konar pólitískum klókindum til þess að stríða framsóknarmönnum sem hafa boðað frumvarp sem þetta? „Það er auðvitað full ástæða til að framsóknarmenn svari því hvað þeir meini raunverulega með því þegar þeir lofa þjóðinni afnámi verðtryggingar og banni við verðtryggingu. En koma ekki með nein þingmál um það. Það er bara þeirra að svara þvi. Svo held ég að flutningsmenn sjálfir eigi að fá að útskýra sitt frumvarp, tala fyrir því og útskýra hvað þeim gangi til með því,“ segir Árni Páll Árnason. Stjórnmálavísir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir þingflokk hennar ekki standa að baki frumvarpi þingflokksformannsins og fyrrverandi frambjóðanda í formannsembætti um afnám verðtryggingarinnar. Þingmennirnir leggi frumvarpið fram í eigin nafni og verði sjálfir að skýra ástæður sínar fyrir því en frumvarpið samræmist ekki stefnu Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni flokksins á síðasta landsfundi, lögðu fram frumvarp á Alþingi í gær um afnám verðtryggingarinnar. Árni Páll brást strax við og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið.Er það ekki svolítið neyðarleg staða fyrir formann þegar þingflokksformaður og fyrrverandi kandidat í formannsembætti leggja svona frumvarp fram? „Nei, nei. Það er vítt til lofts og veggja í Samfylkingunni og rúmast þar ólíkar skoðanir. Þau eru þessarar skoðunar og vilja leggja þetta frumvarp fram og hafa til þess stjórnarskrárvarinn rétt sem þingmenn,“ segir Árni Páll. Hins vegar sé frumvarpið ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar og hann telji það ekki rökrétta leið að banna fólki að taka verðtryggð lán. Stefna flokksins sé hins vegar skýr og hann tali fyrir henni.Og hún er nákvæmlega hver? „Hún er sú að við viljum auka vægi óverðtryggðra lána. Við viljum auka valfrelsi fólks í lánamálum,“ segir formaðurinn. Samfylkingin vilji losna við verðtrygginguna með upptöku alvöru gjaldmiðils sem væri gjaldgengur bæði innan og utan landsteinanna. „Höfuðvandamálið er krónan sem kallar á gallaðar varnarleiðir eins og verðtryggingin óneitanlega er. Hún er dýr, hún er óhagkvæm fyrir fólkið í landinu. En hún er nauðvörn í ljósi þess hversu krónan er veik. Vandamálið er krónan og við þurfum að losna við hana,“ segir Árni Páll. Frumvörp eru tekin fyrir í þingflokkum áður en þau eru lögð fram og segir Árni að framlagning frumvarpsins hafi verið rædd í þingflokknum. „Það var tekið og rætt þar og hefur verið rætt þar nokkrum sinnum,“ segir hann.Sumir hafa haldið því fram að þau séu að leggja fram frumvarpið í einhvers konar pólitískum klókindum til þess að stríða framsóknarmönnum sem hafa boðað frumvarp sem þetta? „Það er auðvitað full ástæða til að framsóknarmenn svari því hvað þeir meini raunverulega með því þegar þeir lofa þjóðinni afnámi verðtryggingar og banni við verðtryggingu. En koma ekki með nein þingmál um það. Það er bara þeirra að svara þvi. Svo held ég að flutningsmenn sjálfir eigi að fá að útskýra sitt frumvarp, tala fyrir því og útskýra hvað þeim gangi til með því,“ segir Árni Páll Árnason.
Stjórnmálavísir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira