Haukur fjórum sekúndum á undan Magnúsi í kappátinu | Gera út um þetta í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 16:00 Magnús Þór Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Einn af leikjum tímabilsins í körfuboltanum fer fram í kvöld þegar topplið Keflavíkur tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Domino´s deild karla í uppgjöri Reykjanesbæjarliðanna. Keflavík er á toppnum og með sex stigum meira en Njarðvíkingar. Það er ljóst að með sigri verður Keflavíkurliðið bæði með átta stiga forskot á Njarðvík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar verða því að vinna í kvöld ætli þeir sér eitt af efstu sætunum og þeir mæta nú til leiks með nýjan Bandaríkjamann sem heitir Jeremy Martez Atkinson og spilaði með Stjörnunni í fyrra. „El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur er mikill viðburður í Reykjanesbæ og vefsíðan suðurnes.net hitaði upp fyrir leikinn með því að segja frá kappáts- og spurningarkeppni Njarðvíkingsins Hauks Helga Pálssonar og Keflvíkingsins Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík hélt á dögunum. Það er mikill munur á reynslu kappanna af „El Classico” slag Keflavíkur og Njarðvíkur. Magnús Þór hefur tekið þátt í 60 slíkum leikjum og með báðum liðum en Haukur Helgi er að fara spila í fyrsta sinn í Reykjanesbæjarslagnum. Þeir Haukur og Magnús hófu „Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús. Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur en hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur. Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0. „Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld og það í beinni á Stöð 2 Sport. „Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum," segir líka í fréttinni á suðurnes.net. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum hefst klukkan 19.00. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Einn af leikjum tímabilsins í körfuboltanum fer fram í kvöld þegar topplið Keflavíkur tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Domino´s deild karla í uppgjöri Reykjanesbæjarliðanna. Keflavík er á toppnum og með sex stigum meira en Njarðvíkingar. Það er ljóst að með sigri verður Keflavíkurliðið bæði með átta stiga forskot á Njarðvík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar verða því að vinna í kvöld ætli þeir sér eitt af efstu sætunum og þeir mæta nú til leiks með nýjan Bandaríkjamann sem heitir Jeremy Martez Atkinson og spilaði með Stjörnunni í fyrra. „El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur er mikill viðburður í Reykjanesbæ og vefsíðan suðurnes.net hitaði upp fyrir leikinn með því að segja frá kappáts- og spurningarkeppni Njarðvíkingsins Hauks Helga Pálssonar og Keflvíkingsins Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík hélt á dögunum. Það er mikill munur á reynslu kappanna af „El Classico” slag Keflavíkur og Njarðvíkur. Magnús Þór hefur tekið þátt í 60 slíkum leikjum og með báðum liðum en Haukur Helgi er að fara spila í fyrsta sinn í Reykjanesbæjarslagnum. Þeir Haukur og Magnús hófu „Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús. Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur en hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur. Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0. „Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld og það í beinni á Stöð 2 Sport. „Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum," segir líka í fréttinni á suðurnes.net. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum hefst klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira