Aðalsögupersónan í "The Blind Side" bara einum leik frá sínum öðrum Súper Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 23:30 Michael Oher á góðri stundu með Cam Newton og öðrum liðsfélaga. Vísir/Getty Michael Oher er leikmaður NFL-liðsins Carolina Panthers og hefur átt mjög flott tímabil eins og félagar hans í liðinu. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur leikmaður þá verður hann líklega alltaf frægari fyrir annað. Michael Oher er nefnilega aðalsögupersónan í kvikmyndinni „The Blind Side" sem var gerð um uppvaxtarár hans og leið hans inn í NFL en leikkonan Sandra Bullock fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi Oher. Myndin kom út árið 2009 og var mjög vinsæl en ekki spillti fyrir vinsældunum að Sandra Bullock fékk Óskarinn. Michael Oher var þá kominn í NFL-lið Baltimore Ravens þar sem hann varð meistari árið 2013. Michael Oher yfirgaf Baltimore Ravens í kjölfar titilsins 2013 og spilaði í eitt ár með Tennessee Titans áður en hann kom til Carolina Panthers. Carolina Panthers hefur slegið í gegn á þessu tímabil og þykir líklegt til að fara alla leið í ár enda vann liðið 15 af 16 leikjum sínum í deildarkeppni ameríska fótboltans. Michael Oher helst starf inn á vellinum er að passa upp á það að komist enginn að leikstjórnandanum Cam Newton. Cam Newton hefur átt frábært tímabil og verður líklega kosinn besti leikmaður deildarinnar. Oher spilar vinstra megin en það birtist skemmtileg grein inn á ESPN um Oher og samskipti hans við Mike Remmers sem spilar svipaða stöðu og Oher en bara hægra megin við leikstjórnandann. Michael Oher er nefnilega orðinn frekar þreyttur á því að það séu allir að tala um kvikmyndina „The Blind Side" við hann og hann hefur líka talað um að þó að myndin sé sannsöguleg þá hafi margt verið fært í stílinn. Það er heldur ekki að hjálpa til að liðsfélagarnir í Carolina Panthers hafa verið að stríða honum á myndinni og það frá fyrsta degi. Mike Remmers, liðsfélagi hans, er aftur á móti gríðarlegur aðdáandi myndarinnar og kann hana nánast utan af. Hann notar því hvert tækifæri til að fara með línur úr myndinni, tala um hana og horfa á hana. Remmers er líka að senda Oher smáskilaboð með myndbrotum, setningum og staðreyndum um myndina. Það er bara enginn meiri aðdáandi „The Blind Side" en hann. Mike Remmers er svo mikill aðdáandi að það var ekki möguleiki fyrir Michael Oher að fá treyjunúmerið sitt, 74, þegar hann kom til Carolina Panthers. Michael Oher hafði alltaf spilað í númer 74 en varð að sætta sig við að fara í númer 73 af því Remmers vildi spila númer 74 eins og Oher gerði í uppáhaldsmyndinni hans. Það er hægt að lesa þessa skemmtilegu grein ESPN um Michael Oher og Mike Remmers með því að smella hér. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.00 á sunnudaginn en á undan verður sýndur leikur Denver Broncos og New England Patriots sem hefst klukkan 20.00. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Michael Oher er leikmaður NFL-liðsins Carolina Panthers og hefur átt mjög flott tímabil eins og félagar hans í liðinu. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur leikmaður þá verður hann líklega alltaf frægari fyrir annað. Michael Oher er nefnilega aðalsögupersónan í kvikmyndinni „The Blind Side" sem var gerð um uppvaxtarár hans og leið hans inn í NFL en leikkonan Sandra Bullock fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi Oher. Myndin kom út árið 2009 og var mjög vinsæl en ekki spillti fyrir vinsældunum að Sandra Bullock fékk Óskarinn. Michael Oher var þá kominn í NFL-lið Baltimore Ravens þar sem hann varð meistari árið 2013. Michael Oher yfirgaf Baltimore Ravens í kjölfar titilsins 2013 og spilaði í eitt ár með Tennessee Titans áður en hann kom til Carolina Panthers. Carolina Panthers hefur slegið í gegn á þessu tímabil og þykir líklegt til að fara alla leið í ár enda vann liðið 15 af 16 leikjum sínum í deildarkeppni ameríska fótboltans. Michael Oher helst starf inn á vellinum er að passa upp á það að komist enginn að leikstjórnandanum Cam Newton. Cam Newton hefur átt frábært tímabil og verður líklega kosinn besti leikmaður deildarinnar. Oher spilar vinstra megin en það birtist skemmtileg grein inn á ESPN um Oher og samskipti hans við Mike Remmers sem spilar svipaða stöðu og Oher en bara hægra megin við leikstjórnandann. Michael Oher er nefnilega orðinn frekar þreyttur á því að það séu allir að tala um kvikmyndina „The Blind Side" við hann og hann hefur líka talað um að þó að myndin sé sannsöguleg þá hafi margt verið fært í stílinn. Það er heldur ekki að hjálpa til að liðsfélagarnir í Carolina Panthers hafa verið að stríða honum á myndinni og það frá fyrsta degi. Mike Remmers, liðsfélagi hans, er aftur á móti gríðarlegur aðdáandi myndarinnar og kann hana nánast utan af. Hann notar því hvert tækifæri til að fara með línur úr myndinni, tala um hana og horfa á hana. Remmers er líka að senda Oher smáskilaboð með myndbrotum, setningum og staðreyndum um myndina. Það er bara enginn meiri aðdáandi „The Blind Side" en hann. Mike Remmers er svo mikill aðdáandi að það var ekki möguleiki fyrir Michael Oher að fá treyjunúmerið sitt, 74, þegar hann kom til Carolina Panthers. Michael Oher hafði alltaf spilað í númer 74 en varð að sætta sig við að fara í númer 73 af því Remmers vildi spila númer 74 eins og Oher gerði í uppáhaldsmyndinni hans. Það er hægt að lesa þessa skemmtilegu grein ESPN um Michael Oher og Mike Remmers með því að smella hér. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.00 á sunnudaginn en á undan verður sýndur leikur Denver Broncos og New England Patriots sem hefst klukkan 20.00.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira