Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2016 18:12 Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Því hafi bankinn talið að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum bankans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum þar brugðist er við fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitins í gær um sölu á eignarhlut Landsbankans í Borgun. Samkeppniseftirlitið sagðist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fallist ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans hafi alfarið verið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins.Þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu Í tilkynningunni frá Landsbankanum segir að Samkeppniseftirlitið hafi sett þrýsting á að eignarhaldi kortafyrirtækjanna yrði breytt þannig að aðeins einn banki væri í eigendahópi hvers fyrirtækis. Þessi afstaða Samkeppniseftirlitsins hafi komið mjög skýrt fram í byrjun árs 2013. „Í mars 2013 kynnti Samkeppniseftirlitið Landsbankanum það frummat sitt að brot hefðu átt sér stað á samkeppnislögum að því er varðaði aðkomu Landsbankans að greiðslukortafyrirtækjum. Það var frummat eftirlitsins að í því samhengi væri sérstaklega varhugavert að eignarhald greiðslukortafyrirtækja væri sameiginlegt og að nauðsynlegt væri að beita úrræðum er lytu að skipulagi markaðar til þess að uppræta samkeppnisvandamál sem væru til staðar á greiðslukortamarkaði. Í samskiptum Landsbankans við Samkeppniseftirlitið á árinu 2014 ítrekaði eftirlitið þessa afstöðu sína. Af hálfu Landsbankans var því ljóst að Samkeppniseftirlitið lagði mikla áherslu á að gerðar yrðu breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjunum. Samkeppniseftirlitið lagði ekki fyrir bankann hvernig útfæra ætti söluskilmála eða viðskiptakjör vegna sölu bankans á hlutum sínum í kortafyrirtækjunum. Hins vegar hafði framangreind afstaða Samkeppniseftirlitsins til sameiginlegs eignarhalds veruleg áhrif á ákvörðun bankans um að selja hluti sína í fyrirtækjunum og var að mati bankans lykilatriði í lausn málsins. Staða Landsbankans í Valitor og Borgun var veik, enda var bankinn minnihlutaeigandi í báðum félögum. Hinir bankarnir gátu verið með háða stjórnarmenn í Valitor og Borgun en Landsbankinn aðeins með óháða stjórnarmenn. Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu þessa fyrirtækja og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Landsbankinn taldi í ljósi stöðu sinnar að hans hagsmunum væri best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Landsbankinn hafði takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2008. Landsbankinn gat t.d. ekki séð ýmsar upplýsingar um umfang viðskipta við einstaka samstarfsaðila Borgunar, enda þótti það viðkvæmt út frá samkeppnissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Bankasýslumenn boðaðir á fund fjárlaganefndar Fulltrúar Bankasýslunnar eiga að upplýsa hvernig eigendastefnu Bankasýslunnar hafi verið framfylgt á undanförnum misserum og hvernig það verði gert í framtíðinni. 22. janúar 2016 17:44 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Því hafi bankinn talið að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum bankans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum þar brugðist er við fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitins í gær um sölu á eignarhlut Landsbankans í Borgun. Samkeppniseftirlitið sagðist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fallist ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans hafi alfarið verið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins.Þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu Í tilkynningunni frá Landsbankanum segir að Samkeppniseftirlitið hafi sett þrýsting á að eignarhaldi kortafyrirtækjanna yrði breytt þannig að aðeins einn banki væri í eigendahópi hvers fyrirtækis. Þessi afstaða Samkeppniseftirlitsins hafi komið mjög skýrt fram í byrjun árs 2013. „Í mars 2013 kynnti Samkeppniseftirlitið Landsbankanum það frummat sitt að brot hefðu átt sér stað á samkeppnislögum að því er varðaði aðkomu Landsbankans að greiðslukortafyrirtækjum. Það var frummat eftirlitsins að í því samhengi væri sérstaklega varhugavert að eignarhald greiðslukortafyrirtækja væri sameiginlegt og að nauðsynlegt væri að beita úrræðum er lytu að skipulagi markaðar til þess að uppræta samkeppnisvandamál sem væru til staðar á greiðslukortamarkaði. Í samskiptum Landsbankans við Samkeppniseftirlitið á árinu 2014 ítrekaði eftirlitið þessa afstöðu sína. Af hálfu Landsbankans var því ljóst að Samkeppniseftirlitið lagði mikla áherslu á að gerðar yrðu breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjunum. Samkeppniseftirlitið lagði ekki fyrir bankann hvernig útfæra ætti söluskilmála eða viðskiptakjör vegna sölu bankans á hlutum sínum í kortafyrirtækjunum. Hins vegar hafði framangreind afstaða Samkeppniseftirlitsins til sameiginlegs eignarhalds veruleg áhrif á ákvörðun bankans um að selja hluti sína í fyrirtækjunum og var að mati bankans lykilatriði í lausn málsins. Staða Landsbankans í Valitor og Borgun var veik, enda var bankinn minnihlutaeigandi í báðum félögum. Hinir bankarnir gátu verið með háða stjórnarmenn í Valitor og Borgun en Landsbankinn aðeins með óháða stjórnarmenn. Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu þessa fyrirtækja og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Landsbankinn taldi í ljósi stöðu sinnar að hans hagsmunum væri best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Landsbankinn hafði takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2008. Landsbankinn gat t.d. ekki séð ýmsar upplýsingar um umfang viðskipta við einstaka samstarfsaðila Borgunar, enda þótti það viðkvæmt út frá samkeppnissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Bankasýslumenn boðaðir á fund fjárlaganefndar Fulltrúar Bankasýslunnar eiga að upplýsa hvernig eigendastefnu Bankasýslunnar hafi verið framfylgt á undanförnum misserum og hvernig það verði gert í framtíðinni. 22. janúar 2016 17:44 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47
Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34
Bankasýslumenn boðaðir á fund fjárlaganefndar Fulltrúar Bankasýslunnar eiga að upplýsa hvernig eigendastefnu Bankasýslunnar hafi verið framfylgt á undanförnum misserum og hvernig það verði gert í framtíðinni. 22. janúar 2016 17:44
Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00