Á snjóbretti á götum New York Finnur Thorlacius skrifar 25. janúar 2016 12:19 Í öllum þeim snjó sem kyngt hefur niður á austurströnd Bandaríkjanna um helgina er náttúrulega kjörið að draga fram brimbrettið og láta draga sig á öflugum jeppa á keðjum um götur New York. Það fannst honum að minnsta kosti þessum ævintýramanni. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að það finnst líka mörgum gangandi vegfarendum í New York sem fögnuðu honum ákaft á leið sinni gegnum Manhattan. Í lok mynskeiðsins má þó sjá að ekki voru allir eins hrifnir af uppátækinu, en þar sést hvar brettabrunarinn fer framhjá lögreglubíl sem samstundis kveikir á sírenunum og leggur á stað á eftir honum. Stundum verður lífið bara að vera skemmtilegt og vonandi fannst lögreglumönnunum það líka. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Í öllum þeim snjó sem kyngt hefur niður á austurströnd Bandaríkjanna um helgina er náttúrulega kjörið að draga fram brimbrettið og láta draga sig á öflugum jeppa á keðjum um götur New York. Það fannst honum að minnsta kosti þessum ævintýramanni. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að það finnst líka mörgum gangandi vegfarendum í New York sem fögnuðu honum ákaft á leið sinni gegnum Manhattan. Í lok mynskeiðsins má þó sjá að ekki voru allir eins hrifnir af uppátækinu, en þar sést hvar brettabrunarinn fer framhjá lögreglubíl sem samstundis kveikir á sírenunum og leggur á stað á eftir honum. Stundum verður lífið bara að vera skemmtilegt og vonandi fannst lögreglumönnunum það líka.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent