Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2016 18:00 Nýleg aldursgreining vestur-íslensks fornleifafræðings á helli undir Eyjafjöllum hefur reynst vera olía á eld deilna meðal fræðimanna um fyrstu byggð á Íslandi. Hún gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. Þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hófu fyrir þrjátíu árum að rannsaka manngerða hella á Suðurlandi. Margir hafa tengt þá dvöl írskra munka á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Krossar með keltnesk einkenni á hellisveggjum þykja benda til papa en fram til þessa hefur ekki tekist að sanna að hellarnir hafi verið grafnir fyrir hið hefbundna landnámsártal 874, né hefur verið hægt að sýna fram á að þeir séu verk einsetumunka.Kenningar eru um að papar hafi grafið hella á Suðurlandi.Teikning/Jakob Jóhannsson.Aldursgreining á útgreftri Kverkarhellis við Seljalandsfoss gæti hins vegar breytt Íslandssögunni. Vestur-íslenskur fornleifafræðingur, Kristján Ahronson, birti síðastliðið vor niðurstöður aldursgreiningar á því hvenær jarðefnum var mokað út úr hellinum og telur hann að hellirinn hafi verið grafinn út af mönnum fyrir árið 800. Aðrir fornleifafræðingar, þar á meðal Guðrún Sveinbjarnardóttir, hafa gagnrýnt niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Það voru engin merki á þessum svokallaða útmokstri um að þar hefðu komið menn að. Þetta gæti þessvegna alveg eins hafa verið bara hrun úr berginu. Mér finnst þetta ekki vera næg sönnun þess að þessi hrúga þarna fyrir utan sé af mannavöldum,“ sagði Guðrún. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.Og fornleifafræðingarnir eru gagnrýndir fyrir að hafna aldursgreiningu Kristjáns. „Því var vísað á bug á alveg undarlega fljótfærinn hátt. Ég er alveg undrandi að fornleifafræðingar skuli gera þetta,“ sagði Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Hann er á réttri leið og ég er ekki í vafa um að þessi tímasetning hans er mjög nærri lagi,“ sagði Páll.Páll Theodórsson eðlisfræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kristján Ahronson þarf að færa betri sönnur á sínar kenningar. Hann þarf að fara út í þessa nákvæmari rannsókn, sem hann hefur talað um að fara í. Fram að þeim tíma verða alltaf dregnar í efa hans niðurstöður,“ sagði Árni Hjartarson. „Þannig að efin eru býsna mörg. En ef hann hefur rétt fyrir sér, og ef þetta er allt saman rétt hjá honum, þá er hann svo sannarlega búinn að brjóta blað,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur. Þeir Árni og Guðmundur, ásamt Hallgerði Gísladóttur sagnfræðingi, gáfu út bók fyrir aldarfjórðungi um manngerða hella á Íslandi. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2. Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Sjá meira
Nýleg aldursgreining vestur-íslensks fornleifafræðings á helli undir Eyjafjöllum hefur reynst vera olía á eld deilna meðal fræðimanna um fyrstu byggð á Íslandi. Hún gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. Þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hófu fyrir þrjátíu árum að rannsaka manngerða hella á Suðurlandi. Margir hafa tengt þá dvöl írskra munka á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Krossar með keltnesk einkenni á hellisveggjum þykja benda til papa en fram til þessa hefur ekki tekist að sanna að hellarnir hafi verið grafnir fyrir hið hefbundna landnámsártal 874, né hefur verið hægt að sýna fram á að þeir séu verk einsetumunka.Kenningar eru um að papar hafi grafið hella á Suðurlandi.Teikning/Jakob Jóhannsson.Aldursgreining á útgreftri Kverkarhellis við Seljalandsfoss gæti hins vegar breytt Íslandssögunni. Vestur-íslenskur fornleifafræðingur, Kristján Ahronson, birti síðastliðið vor niðurstöður aldursgreiningar á því hvenær jarðefnum var mokað út úr hellinum og telur hann að hellirinn hafi verið grafinn út af mönnum fyrir árið 800. Aðrir fornleifafræðingar, þar á meðal Guðrún Sveinbjarnardóttir, hafa gagnrýnt niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Það voru engin merki á þessum svokallaða útmokstri um að þar hefðu komið menn að. Þetta gæti þessvegna alveg eins hafa verið bara hrun úr berginu. Mér finnst þetta ekki vera næg sönnun þess að þessi hrúga þarna fyrir utan sé af mannavöldum,“ sagði Guðrún. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.Og fornleifafræðingarnir eru gagnrýndir fyrir að hafna aldursgreiningu Kristjáns. „Því var vísað á bug á alveg undarlega fljótfærinn hátt. Ég er alveg undrandi að fornleifafræðingar skuli gera þetta,“ sagði Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Hann er á réttri leið og ég er ekki í vafa um að þessi tímasetning hans er mjög nærri lagi,“ sagði Páll.Páll Theodórsson eðlisfræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kristján Ahronson þarf að færa betri sönnur á sínar kenningar. Hann þarf að fara út í þessa nákvæmari rannsókn, sem hann hefur talað um að fara í. Fram að þeim tíma verða alltaf dregnar í efa hans niðurstöður,“ sagði Árni Hjartarson. „Þannig að efin eru býsna mörg. En ef hann hefur rétt fyrir sér, og ef þetta er allt saman rétt hjá honum, þá er hann svo sannarlega búinn að brjóta blað,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur. Þeir Árni og Guðmundur, ásamt Hallgerði Gísladóttur sagnfræðingi, gáfu út bók fyrir aldarfjórðungi um manngerða hella á Íslandi. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2.
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“