Aldrei selst fleiri Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 14:12 Lamborghini Huracán. Í fyrra seldi ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini fleiri bíla en nokkurntíma áður. Ekki teldist salan þó mikil í samanburði við marga aðra bílaframleiðendum, en heildarsalan var 3.245 bílar. Það er þó gott betur en árið áður en þá seldust 2.530 bílar, sem einnig var met. Það þýðir 28,3% aukning í sölu milli ára og þeirri aukningu náðu fáir bílaframleiðendur í fyrra. Árið í ár lítur einnig vel út og nýlega bætti Lamborghini við 30 starfsmönnum svo mögulegt verði að hafa við eftirspurn eftir bílum þeirra. Í fyrra réði Lamborghini 150 nýja starfsmenn og fór þá starfsmannafjöldinn uppí 1.300 manns. Næstu ár er gert ráð fyrir því að Lamborghini muni bæta við 500 starfsmönnum og að verksmiðjur þess muni stækka úr 80.000 fermetrum í 150.000. Nú framleiðir Lamborghini aðeins bílgerðirnar Aventador og Huracán en mun bæta nýrri bílgerð við árið 2018, þ.e. jeppa og fær hann heitið Urus. Þegar hann verður kominn til sögunnar áætlar Stephan Winkelmann, forstjóri Lamborghini, að fyrirtækið selji 5-6.000 bíla á ári. Lamborghini er eitt af fjölmörgum bílamerkjum innan Volkswagen bílasamstæðunnar. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent
Í fyrra seldi ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini fleiri bíla en nokkurntíma áður. Ekki teldist salan þó mikil í samanburði við marga aðra bílaframleiðendum, en heildarsalan var 3.245 bílar. Það er þó gott betur en árið áður en þá seldust 2.530 bílar, sem einnig var met. Það þýðir 28,3% aukning í sölu milli ára og þeirri aukningu náðu fáir bílaframleiðendur í fyrra. Árið í ár lítur einnig vel út og nýlega bætti Lamborghini við 30 starfsmönnum svo mögulegt verði að hafa við eftirspurn eftir bílum þeirra. Í fyrra réði Lamborghini 150 nýja starfsmenn og fór þá starfsmannafjöldinn uppí 1.300 manns. Næstu ár er gert ráð fyrir því að Lamborghini muni bæta við 500 starfsmönnum og að verksmiðjur þess muni stækka úr 80.000 fermetrum í 150.000. Nú framleiðir Lamborghini aðeins bílgerðirnar Aventador og Huracán en mun bæta nýrri bílgerð við árið 2018, þ.e. jeppa og fær hann heitið Urus. Þegar hann verður kominn til sögunnar áætlar Stephan Winkelmann, forstjóri Lamborghini, að fyrirtækið selji 5-6.000 bíla á ári. Lamborghini er eitt af fjölmörgum bílamerkjum innan Volkswagen bílasamstæðunnar.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent