Aldrei selst fleiri Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 14:12 Lamborghini Huracán. Í fyrra seldi ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini fleiri bíla en nokkurntíma áður. Ekki teldist salan þó mikil í samanburði við marga aðra bílaframleiðendum, en heildarsalan var 3.245 bílar. Það er þó gott betur en árið áður en þá seldust 2.530 bílar, sem einnig var met. Það þýðir 28,3% aukning í sölu milli ára og þeirri aukningu náðu fáir bílaframleiðendur í fyrra. Árið í ár lítur einnig vel út og nýlega bætti Lamborghini við 30 starfsmönnum svo mögulegt verði að hafa við eftirspurn eftir bílum þeirra. Í fyrra réði Lamborghini 150 nýja starfsmenn og fór þá starfsmannafjöldinn uppí 1.300 manns. Næstu ár er gert ráð fyrir því að Lamborghini muni bæta við 500 starfsmönnum og að verksmiðjur þess muni stækka úr 80.000 fermetrum í 150.000. Nú framleiðir Lamborghini aðeins bílgerðirnar Aventador og Huracán en mun bæta nýrri bílgerð við árið 2018, þ.e. jeppa og fær hann heitið Urus. Þegar hann verður kominn til sögunnar áætlar Stephan Winkelmann, forstjóri Lamborghini, að fyrirtækið selji 5-6.000 bíla á ári. Lamborghini er eitt af fjölmörgum bílamerkjum innan Volkswagen bílasamstæðunnar. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent
Í fyrra seldi ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini fleiri bíla en nokkurntíma áður. Ekki teldist salan þó mikil í samanburði við marga aðra bílaframleiðendum, en heildarsalan var 3.245 bílar. Það er þó gott betur en árið áður en þá seldust 2.530 bílar, sem einnig var met. Það þýðir 28,3% aukning í sölu milli ára og þeirri aukningu náðu fáir bílaframleiðendur í fyrra. Árið í ár lítur einnig vel út og nýlega bætti Lamborghini við 30 starfsmönnum svo mögulegt verði að hafa við eftirspurn eftir bílum þeirra. Í fyrra réði Lamborghini 150 nýja starfsmenn og fór þá starfsmannafjöldinn uppí 1.300 manns. Næstu ár er gert ráð fyrir því að Lamborghini muni bæta við 500 starfsmönnum og að verksmiðjur þess muni stækka úr 80.000 fermetrum í 150.000. Nú framleiðir Lamborghini aðeins bílgerðirnar Aventador og Huracán en mun bæta nýrri bílgerð við árið 2018, þ.e. jeppa og fær hann heitið Urus. Þegar hann verður kominn til sögunnar áætlar Stephan Winkelmann, forstjóri Lamborghini, að fyrirtækið selji 5-6.000 bíla á ári. Lamborghini er eitt af fjölmörgum bílamerkjum innan Volkswagen bílasamstæðunnar.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent