Besta tenniskona heims, Serena Williams, er komin í úrslit á opna ástralska mótinu.
Williams vann auðveldan sigur, 6-0 og 6-4, á Agnieszka Radwanska í undanúrslitunum í nótt.
Williams vann þrjú af fjórum stóru mótunum á síðasta ári en menn voru óvissir um getu hennar fyrir þetta mót.
Hún hafði ekki spilað síðan í undanúrslitum á US Open og hnéð á henni var sagt ekki vera nógu gott. Hún er líka orðin 34 ára og margir héldu að hennar tími væri að verða liðin.
Hún skreið í gegnum fyrsta leikinn í Ástralíu en hefur síðan verið í miklu stuði og ekki tapað einu setti.
Vinni hún úrslitaleikinn gegn Angelique Kerber þá mun hún jafna met Steffi Graf og vinna sinn 22. risatitil.
Einum sigri frá meti Steffi Graf
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn
