Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Guðbjörg Lára Másdóttir og Sigmar Aron Ómarsson skrifar 28. janúar 2016 11:12 Siggi skráði sig í Háskóla Íslands beint eftir stúdentsprófið. Hann mætir samviskusamlega í tíma, enda ekki langt að fara frá íbúðinni hans á stúdentagörðunum. Fjárhagsstaðan er því miður ekki eins og best verður á kosið og því er Siggi háður námslánum frá LÍN, rétt eins og svo margir aðrir. Siggi hefur gaman af náminu sínu og gengur vel stemmdur inn í fyrstu prófatörnina. Eins og svo oft áður er vetur í desember, bærinn fyllist af snjó og göturnar breytast í óumbeðið skautasvell. Á leið sinni heim frá Þjóðarbókhlöðunni þarf Siggi að þvera Suðurgötuna. Hann lítur til beggja hliða en einhver er að drífa sig aðeins of mikið, nær ekki að bremsa í tæka tíð og síðan er allt svart. Siggi vaknar í sjúkrarúmi á Landspítalanum og er tjáð að hann hafi brotnað á nokkrum stöðum og hlotið þungt höfuðhögg, hugsanlega heilahristing. Nú er útlitið svart. Siggi á að mæta í próf daginn eftir en varla fer hann að taka próf í þessu ástandi, rúmliggjandi maðurinn. Hann neyðist því til að hringja sig inn veikan og fær lækninn sinn til að skrifa upp á vottorð fyrir sig. Um miðjan janúar fær Siggi bréf frá LÍN, hann stóðst ekki námsframvindukröfur sjóðsins og fær námslánin sín því ekki greidd út. Sigga er brugðið, enda eru námslánin grundvöllur þess að hann eigi í sig og á. Daginn eftir berst honum bréf frá Félagsstofnun stúdenta þar sem segir að skv. þeirra gögnum hafi hann ekki skilað þeim 18 einingum á haustönn sem eru forsenda áframhaldandi veru hans á stúdentagörðunum. Ekki hafði hann órað fyrir því að hálkan á Suðurgötunni gæti haft svona afdrifarík áhrif á líf eins háskólastúdents. „Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix. Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Siggi skráði sig í Háskóla Íslands beint eftir stúdentsprófið. Hann mætir samviskusamlega í tíma, enda ekki langt að fara frá íbúðinni hans á stúdentagörðunum. Fjárhagsstaðan er því miður ekki eins og best verður á kosið og því er Siggi háður námslánum frá LÍN, rétt eins og svo margir aðrir. Siggi hefur gaman af náminu sínu og gengur vel stemmdur inn í fyrstu prófatörnina. Eins og svo oft áður er vetur í desember, bærinn fyllist af snjó og göturnar breytast í óumbeðið skautasvell. Á leið sinni heim frá Þjóðarbókhlöðunni þarf Siggi að þvera Suðurgötuna. Hann lítur til beggja hliða en einhver er að drífa sig aðeins of mikið, nær ekki að bremsa í tæka tíð og síðan er allt svart. Siggi vaknar í sjúkrarúmi á Landspítalanum og er tjáð að hann hafi brotnað á nokkrum stöðum og hlotið þungt höfuðhögg, hugsanlega heilahristing. Nú er útlitið svart. Siggi á að mæta í próf daginn eftir en varla fer hann að taka próf í þessu ástandi, rúmliggjandi maðurinn. Hann neyðist því til að hringja sig inn veikan og fær lækninn sinn til að skrifa upp á vottorð fyrir sig. Um miðjan janúar fær Siggi bréf frá LÍN, hann stóðst ekki námsframvindukröfur sjóðsins og fær námslánin sín því ekki greidd út. Sigga er brugðið, enda eru námslánin grundvöllur þess að hann eigi í sig og á. Daginn eftir berst honum bréf frá Félagsstofnun stúdenta þar sem segir að skv. þeirra gögnum hafi hann ekki skilað þeim 18 einingum á haustönn sem eru forsenda áframhaldandi veru hans á stúdentagörðunum. Ekki hafði hann órað fyrir því að hálkan á Suðurgötunni gæti haft svona afdrifarík áhrif á líf eins háskólastúdents. „Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix. Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun