Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Atli ísleifsson skrifar 28. janúar 2016 13:14 Ferðamaður slasaðist alvarlega við köfun í Silfru. vísir/pjetur Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru síðastliðinn þriðjudag er látin. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að hún hafi verið 26 ára, búsett í Bandaríkjunum. „Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins með aðstoð Tæknideildar lögreglunnar og Sérsveit ríkislögreglustjóra. „Ekki verður hægt að segja með vissu hvað olli slysinu fyrr en niðurstöður tæknirannsóknar og annarra þátta liggja endanlega fyrir,“ segir í færslu lögreglu. Bannað er að kafa í Silfru á meira en átján metra dýpi. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að konan hafi ekki farið á mikið dýpi. „Hún virðist hafa lent í einhverju sogi eða niðurstreymi, hefur mögulega farið inn í sprungu og verið svolítið falin. Á botninum lágu hylki og eitthvað fleira.“Við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Konan var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og með leiðsögumann með sér. Leiðsögumaðurinn og annar úr hópi kafara náðu konunni upp af botninum. „Við rannsökum hvers vegna hún sökk, hvað gerðist, hvort farið var eftir reglum og hvort búnaðurinn hafi verið í lagi. Tæknideild lögreglunnar fer yfir búnaðinn,“ segir Þorgrímur Óli og vill ekki gefa upp um hvaða ferðaþjónustufyrirtæki var að ræða.Ekki fyrsta slysið Þetta er ekki í fyrsta skipti sem köfunarslys verður í Silfru, þetta er í raun þriðja alvarlega slysið á síðustu sex árum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir hátt á þriðja tug þúsunda ferðamanna kafa í Silfru á ári og segir mikilvægt að nú setjist allir aðilar, sem hafi aðkomu að þessum málum, niður og ræði það hvort herða þurfi reglur vegna köfunar í gjánni. „Það þarf að fara vandlega yfir þetta, hvort það þurfi frekari fjöldatakmarkanir eða strangari reglur. Við þurfum hreinlega að endurmeta stöðuna og skoða það hvort þetta er stöðugt sama hættan sem veldur slysum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið í morgun.Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru er látin. Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru síð...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 28 January 2016 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan enn mjög þungt haldin Lögreglan á Suðurlandi er með málið til rannsóknar og ræðir nú við vitni. 27. janúar 2016 11:14 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru síðastliðinn þriðjudag er látin. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að hún hafi verið 26 ára, búsett í Bandaríkjunum. „Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins með aðstoð Tæknideildar lögreglunnar og Sérsveit ríkislögreglustjóra. „Ekki verður hægt að segja með vissu hvað olli slysinu fyrr en niðurstöður tæknirannsóknar og annarra þátta liggja endanlega fyrir,“ segir í færslu lögreglu. Bannað er að kafa í Silfru á meira en átján metra dýpi. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að konan hafi ekki farið á mikið dýpi. „Hún virðist hafa lent í einhverju sogi eða niðurstreymi, hefur mögulega farið inn í sprungu og verið svolítið falin. Á botninum lágu hylki og eitthvað fleira.“Við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Konan var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og með leiðsögumann með sér. Leiðsögumaðurinn og annar úr hópi kafara náðu konunni upp af botninum. „Við rannsökum hvers vegna hún sökk, hvað gerðist, hvort farið var eftir reglum og hvort búnaðurinn hafi verið í lagi. Tæknideild lögreglunnar fer yfir búnaðinn,“ segir Þorgrímur Óli og vill ekki gefa upp um hvaða ferðaþjónustufyrirtæki var að ræða.Ekki fyrsta slysið Þetta er ekki í fyrsta skipti sem köfunarslys verður í Silfru, þetta er í raun þriðja alvarlega slysið á síðustu sex árum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir hátt á þriðja tug þúsunda ferðamanna kafa í Silfru á ári og segir mikilvægt að nú setjist allir aðilar, sem hafi aðkomu að þessum málum, niður og ræði það hvort herða þurfi reglur vegna köfunar í gjánni. „Það þarf að fara vandlega yfir þetta, hvort það þurfi frekari fjöldatakmarkanir eða strangari reglur. Við þurfum hreinlega að endurmeta stöðuna og skoða það hvort þetta er stöðugt sama hættan sem veldur slysum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið í morgun.Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru er látin. Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru síð...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 28 January 2016
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan enn mjög þungt haldin Lögreglan á Suðurlandi er með málið til rannsóknar og ræðir nú við vitni. 27. janúar 2016 11:14 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08
Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00
Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00
Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan enn mjög þungt haldin Lögreglan á Suðurlandi er með málið til rannsóknar og ræðir nú við vitni. 27. janúar 2016 11:14
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent