Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 89-100 | Meistararnir sóttu tvö stig til Njarðvíkur Sveinn Ólafur Magnússon í Ljónagryfjunni skrifar 28. janúar 2016 20:45 Haukur Helgi Pálsson í baráttunni gegn KR. vísir/ernir KR er komið á topp Domino's-deildar karla, að minnsta kosti í sólarhring, eftir sigur á Njarðvík suður með sjó í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu KR-ingar að síga fram úr með góðri frammistöðu í þeim síðari. Með sigrinum fór KR í 24 stig en Keflavík getur endurheimt toppsætið með sigri á botnliði Hattar á Egilsstöðum annað kvöld. Síðast þegar þessi lið mættust spilaði Haukur Helgi Pálsson sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík og átti fínan leik. ÍR-ingurinn Oddur Rúnar Kristjánsson hafði einnig bæst í hóp þeirra grænklæddu sem og bandaríski leikmaðurinn Jeremy Atkinson. Þannig að Njarðvík mætir með breytt lið frá því liðið spilaði síðast í deildinni við KR. Jafnt var með liðunum í upphafi leiks og skiptust liðin á að skora. Bæði lið spiluðu hraða sóknir og höfðu menn mislagðar hendur oft á tíðum. KR náði þægilegu forskoti þegar nokkuð var liðið á fyrsta leikhluta og Njarðvíkingum leist ekki á blikuna og tóku leikhlé. Leikhléið virkaði vel á leikmenn Njarðvíkur og það tók þá aðeins nokkrar sóknir að jafna. KR náðu þó að halda haus og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 22-26 KR í vil. Í öðrum leikhluta KR settu þá í annan gír og náðu 12 stiga forskoti. Njarðvíkingar voru ekki að baki dottnir og náðu að koma sér aftur inni í leikinn með þriggja stiga körfum. Á þessum kafla var Maciej Baginski allt í öllu hjá Njarðvík og setti niður meðal annars þrjá þrista í röð. Fyrri hálfleikur var nokkuð sveiflukendur KR náði forystu en Njarðvíkingar neituðu að gefast upp og þegar fyrri hálfleik lauk munaði aðeins einu stigi á liðunum, 48-49 fyrir KR. Liðin byrjuðu seinni hálfleik að sama krafti og í fyrri. Liðin skiptust á að skora en lítið var um varir hjá báðum liðum, KR var þó alltaf skrefi á undan. Njarðvíkingar héldur sér inni í leiknum og misstu KR aldrei langt fram úr sér. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 70-74 fyrir KR. Njarðvíkingar byrjuðu betur í fjórða leikhluta og komust þrem stigum yfir en Adam var ekki lengi í paradís. Með öguðum sóknarleik sigu KR-ingar fram úr og létu forystuna aldrei af hendi. Njarðvíkingar fóru að flýta sér í sókninni, voru óagaðir, og gerðu mikið af mistökum. KR-ingar léku álagið og lönduðu sigri 89-100. Pavel Ermolinskij steig upp undir lokin og skoraði átta stig í röð en hann hefði haft hægt um sig framan af í leiknum. Bestir í sigurlið KR voru þeir Michael Craion með 28 stig og 14 fráköst, sem var reyndar í sérflokki. Aðrir sem stóðu fyrir sínu voru þeir Darri Hilmarsson, Ægir Þór Steinarsson og áður nefndi Pavel Ermolinskij. Hjá Njarðvíkingum stóð Logi Gunnarsson fyrir sýnu ásamt þeim Maciej Baginski, og Jeremy Atkinson. Haukur Helgi Pálsson var stiga hæðstur í liði Njarðvíkinga með 23 stig en hann spila vel sérstaklega í fyrri hálfleik.Njarðvík-KR 89-100 (22-26, 26-23, 22-25, 19-26)Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 23/4 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 18/8 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/5 fráköst, Logi Gunnarsson 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 9/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 3/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.KR: Michael Craion 28/14 fráköst/7 stolnir, Darri Hilmarsson 17/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 12/6 fráköst/14 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 10, Jón Hrafn Baldvinsson 9, Brynjar Þór Björnsson 7, Snorri Hrafnkelsson 4.Ægir Þór: Við keyrðum á þá í lokin og náðum auðveldum körfum Ægir Þór Steinarsson, leikmaður KR, var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna í kvöld. Ægir Þór spilaði vel í kvöld og stjórnaði sóknarleik KR-inga af mikilli röggsemi. „Þetta var hörkuleikur og er gaman en jaframt erfitt að spila hérna. Maður þarf að vera með fókus allan leikinn og við náðum að spila góða vörn í lokin. Við keyrðum á þá í lokin og náðum auðveldum körfum.“ „Við settum niður nokkur stór skot undir lokin og liðið barðist vel á þessum kafla í leiknum. Liðsheildin skapaið þennan sigur í kvöld.“ KR-ingar náðu nokkrum sinnum forskoti í leiknum en Njarðvíkingar komu alltaf til baka nema undir lokin. „Þetta er búið að einkenna okkar leik svolítið. Við spiluðum vel framan af svo missum við dampinn en við verðum að vinna í því að spila vel í lengri tíma í leikjum, það er að koma“Logi: Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik Logi Gunnarson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði vel í liði heimamanna í kvöld. Logi skoraði 18 stig í leiknum og spilaði góða vörn. Hann var ekki ánægður með að liðð fékk á sig 100 stig á heimavelli. „100 stig á heimavelli er ekki gott þetta er með því mesta sem við höfum fengið á okkur í vetur hérna. Við koðnuðum niður í fjórðaleikhluta og létum þá ýta okkur út úr okkar aðgerðum. Það verður að viðurkennast að við vorum ekki nógu sterkir í hausnum í lokin.“ „Leikurinn sveiflaðist fram og til baka en við sýndum að við getum spilað með KR-ingum alveg fram í lokin. Á móti KR er það ekki nóg, það verður að klára leikina og þeir sigu fram úr og unnu leikinn.“ Njarðvíkingar hafa verið að spila vel uppá síðkastið og unnu meðal annars Keflavík á útivelli ísíðasta leik. „Við höfum verið að spila vel með tilkomu nýrra leikmanna og náðum að spila vel á móti toppliði á föstudaginn en töpuðum í dag á móti öðru topplið. Það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, sérstaklega á heimavelli í ljósi þess að við gátum gert betur. Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik og við munum gera það“ sagði Logi að lokum.Finnur Freyr: Ánægður með sigurinn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld þrátt fyrir að liðið spilaði ekki vel í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn þó að við höfðum ekki spilað neitt sérstaklega vel. Við voru frekar þungir í leiknum en við náðum að sigla þessum sigri heim á loka mínútunum. Ég er mjög sáttur við það.“ „Þeir settu stór skot allan leikinn og við náðum að stoppa það undir lokin. Við fórum þá að setja stór skot í lok fjórða leikhluta en það var aðallega varnarleikurinn sem við náðum upp í lokin.“ Njarðvíkingar áttu nokkur risaskot sem héldu þeim inni í leiknum. „Njarðvík hefur frábæra leikmenn og góða skotmenn í nánast öllum stöðum. Á móti svoleiðis liði má ekkert slaka á því þeir eru fljótir að refsa. Njarðvík er eitt af hættulegustu sóknarliðum í Domino´s-deildinni“ sagði Finnur Freyr glaður með að hafa sótt tvö stig í Njarðvíkunar.Friðrik Ingi: Við erum ekki komnir þangað sem við viljum með liðið Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki glaður með úrslitin í kvöld en liðið spilaði þó vel mest allan leikinn. „Okkur vantaði betri aga undir lok leiksins. Við fórum að gera eitthvað annað en búið var að leggja upp með og hafði gengi vel hjá liðinu. Menn voru á vitlausum stöðum, þeir ýttu okkur úr stöðu og menn voru ekki nógu klókir.“ „Við erum alveg inni í leiknum þegar skammt er eftir af leiknum en það koma augnablik í leiknum þar sem sést að við erum ekki komnir þangað sem við viljum með liðið. Nýir leikmenn eru enn að fóta sig í liðinu og við verðum að vera þolinmóðir.“ sagði Friðrik Ingi daufur í dálkinn eftir tap sinna manna í kvöld á heimavelli á móti KR.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
KR er komið á topp Domino's-deildar karla, að minnsta kosti í sólarhring, eftir sigur á Njarðvík suður með sjó í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu KR-ingar að síga fram úr með góðri frammistöðu í þeim síðari. Með sigrinum fór KR í 24 stig en Keflavík getur endurheimt toppsætið með sigri á botnliði Hattar á Egilsstöðum annað kvöld. Síðast þegar þessi lið mættust spilaði Haukur Helgi Pálsson sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík og átti fínan leik. ÍR-ingurinn Oddur Rúnar Kristjánsson hafði einnig bæst í hóp þeirra grænklæddu sem og bandaríski leikmaðurinn Jeremy Atkinson. Þannig að Njarðvík mætir með breytt lið frá því liðið spilaði síðast í deildinni við KR. Jafnt var með liðunum í upphafi leiks og skiptust liðin á að skora. Bæði lið spiluðu hraða sóknir og höfðu menn mislagðar hendur oft á tíðum. KR náði þægilegu forskoti þegar nokkuð var liðið á fyrsta leikhluta og Njarðvíkingum leist ekki á blikuna og tóku leikhlé. Leikhléið virkaði vel á leikmenn Njarðvíkur og það tók þá aðeins nokkrar sóknir að jafna. KR náðu þó að halda haus og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 22-26 KR í vil. Í öðrum leikhluta KR settu þá í annan gír og náðu 12 stiga forskoti. Njarðvíkingar voru ekki að baki dottnir og náðu að koma sér aftur inni í leikinn með þriggja stiga körfum. Á þessum kafla var Maciej Baginski allt í öllu hjá Njarðvík og setti niður meðal annars þrjá þrista í röð. Fyrri hálfleikur var nokkuð sveiflukendur KR náði forystu en Njarðvíkingar neituðu að gefast upp og þegar fyrri hálfleik lauk munaði aðeins einu stigi á liðunum, 48-49 fyrir KR. Liðin byrjuðu seinni hálfleik að sama krafti og í fyrri. Liðin skiptust á að skora en lítið var um varir hjá báðum liðum, KR var þó alltaf skrefi á undan. Njarðvíkingar héldur sér inni í leiknum og misstu KR aldrei langt fram úr sér. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 70-74 fyrir KR. Njarðvíkingar byrjuðu betur í fjórða leikhluta og komust þrem stigum yfir en Adam var ekki lengi í paradís. Með öguðum sóknarleik sigu KR-ingar fram úr og létu forystuna aldrei af hendi. Njarðvíkingar fóru að flýta sér í sókninni, voru óagaðir, og gerðu mikið af mistökum. KR-ingar léku álagið og lönduðu sigri 89-100. Pavel Ermolinskij steig upp undir lokin og skoraði átta stig í röð en hann hefði haft hægt um sig framan af í leiknum. Bestir í sigurlið KR voru þeir Michael Craion með 28 stig og 14 fráköst, sem var reyndar í sérflokki. Aðrir sem stóðu fyrir sínu voru þeir Darri Hilmarsson, Ægir Þór Steinarsson og áður nefndi Pavel Ermolinskij. Hjá Njarðvíkingum stóð Logi Gunnarsson fyrir sýnu ásamt þeim Maciej Baginski, og Jeremy Atkinson. Haukur Helgi Pálsson var stiga hæðstur í liði Njarðvíkinga með 23 stig en hann spila vel sérstaklega í fyrri hálfleik.Njarðvík-KR 89-100 (22-26, 26-23, 22-25, 19-26)Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 23/4 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 18/8 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/5 fráköst, Logi Gunnarsson 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 9/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 3/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.KR: Michael Craion 28/14 fráköst/7 stolnir, Darri Hilmarsson 17/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 12/6 fráköst/14 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 10, Jón Hrafn Baldvinsson 9, Brynjar Þór Björnsson 7, Snorri Hrafnkelsson 4.Ægir Þór: Við keyrðum á þá í lokin og náðum auðveldum körfum Ægir Þór Steinarsson, leikmaður KR, var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna í kvöld. Ægir Þór spilaði vel í kvöld og stjórnaði sóknarleik KR-inga af mikilli röggsemi. „Þetta var hörkuleikur og er gaman en jaframt erfitt að spila hérna. Maður þarf að vera með fókus allan leikinn og við náðum að spila góða vörn í lokin. Við keyrðum á þá í lokin og náðum auðveldum körfum.“ „Við settum niður nokkur stór skot undir lokin og liðið barðist vel á þessum kafla í leiknum. Liðsheildin skapaið þennan sigur í kvöld.“ KR-ingar náðu nokkrum sinnum forskoti í leiknum en Njarðvíkingar komu alltaf til baka nema undir lokin. „Þetta er búið að einkenna okkar leik svolítið. Við spiluðum vel framan af svo missum við dampinn en við verðum að vinna í því að spila vel í lengri tíma í leikjum, það er að koma“Logi: Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik Logi Gunnarson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði vel í liði heimamanna í kvöld. Logi skoraði 18 stig í leiknum og spilaði góða vörn. Hann var ekki ánægður með að liðð fékk á sig 100 stig á heimavelli. „100 stig á heimavelli er ekki gott þetta er með því mesta sem við höfum fengið á okkur í vetur hérna. Við koðnuðum niður í fjórðaleikhluta og létum þá ýta okkur út úr okkar aðgerðum. Það verður að viðurkennast að við vorum ekki nógu sterkir í hausnum í lokin.“ „Leikurinn sveiflaðist fram og til baka en við sýndum að við getum spilað með KR-ingum alveg fram í lokin. Á móti KR er það ekki nóg, það verður að klára leikina og þeir sigu fram úr og unnu leikinn.“ Njarðvíkingar hafa verið að spila vel uppá síðkastið og unnu meðal annars Keflavík á útivelli ísíðasta leik. „Við höfum verið að spila vel með tilkomu nýrra leikmanna og náðum að spila vel á móti toppliði á föstudaginn en töpuðum í dag á móti öðru topplið. Það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, sérstaklega á heimavelli í ljósi þess að við gátum gert betur. Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik og við munum gera það“ sagði Logi að lokum.Finnur Freyr: Ánægður með sigurinn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld þrátt fyrir að liðið spilaði ekki vel í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn þó að við höfðum ekki spilað neitt sérstaklega vel. Við voru frekar þungir í leiknum en við náðum að sigla þessum sigri heim á loka mínútunum. Ég er mjög sáttur við það.“ „Þeir settu stór skot allan leikinn og við náðum að stoppa það undir lokin. Við fórum þá að setja stór skot í lok fjórða leikhluta en það var aðallega varnarleikurinn sem við náðum upp í lokin.“ Njarðvíkingar áttu nokkur risaskot sem héldu þeim inni í leiknum. „Njarðvík hefur frábæra leikmenn og góða skotmenn í nánast öllum stöðum. Á móti svoleiðis liði má ekkert slaka á því þeir eru fljótir að refsa. Njarðvík er eitt af hættulegustu sóknarliðum í Domino´s-deildinni“ sagði Finnur Freyr glaður með að hafa sótt tvö stig í Njarðvíkunar.Friðrik Ingi: Við erum ekki komnir þangað sem við viljum með liðið Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki glaður með úrslitin í kvöld en liðið spilaði þó vel mest allan leikinn. „Okkur vantaði betri aga undir lok leiksins. Við fórum að gera eitthvað annað en búið var að leggja upp með og hafði gengi vel hjá liðinu. Menn voru á vitlausum stöðum, þeir ýttu okkur úr stöðu og menn voru ekki nógu klókir.“ „Við erum alveg inni í leiknum þegar skammt er eftir af leiknum en það koma augnablik í leiknum þar sem sést að við erum ekki komnir þangað sem við viljum með liðið. Nýir leikmenn eru enn að fóta sig í liðinu og við verðum að vera þolinmóðir.“ sagði Friðrik Ingi daufur í dálkinn eftir tap sinna manna í kvöld á heimavelli á móti KR.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira