Facebook hagnaðist um 480 milljarða króna í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2016 15:45 Vísir/EPA Tekjur Facebook allt árið 2015 jukust um 44 prósent á milli ára og voru 17,93 milljarðar dala, eða um 2.300 milljarðar króna. Hagnaður Facebook í fyrra var 3,69 milljarðar dala eða um 480 milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins er langt umfram væntingar sérfræðinga. Þetta kemur fram í uppgjörstölum Facebook fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs. „2015 var frábært ár fyrir Facebook. Samfélag okkar hélt áfram að stækka og efnahagur okkar þrífst vel. Við héldum áfram að fjárfesta í leiðum til að þjóna samfélagi okkar betur, að stækka viðskiptasvið okkar og að tengja saman heiminn,“ sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.Hér má sjá yfirlit yfir tekjur og hagnað Facebook undanfarinna ára.Þrátt fyrir reglulegar spár um að ungt fólk sé að forðast Facebook og að notendum hljóti að fara að fækka virðist það ekki gerast. Mark Zuckerberg birti í gær yfirlit yfir notendafjölda samfélagsmiðla Facebook og eru virkir notendur Facebook í mánuði hverjum nú 1,59 milljarðar. 900 milljónir nota Whats App, 800 milljónir nota Messenger og 400 milljónir nota Instagram.We just announced our quarterly results and shared an update on our community's progress to connect the world. Our...Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, January 27, 2016 Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tekjur Facebook allt árið 2015 jukust um 44 prósent á milli ára og voru 17,93 milljarðar dala, eða um 2.300 milljarðar króna. Hagnaður Facebook í fyrra var 3,69 milljarðar dala eða um 480 milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins er langt umfram væntingar sérfræðinga. Þetta kemur fram í uppgjörstölum Facebook fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs. „2015 var frábært ár fyrir Facebook. Samfélag okkar hélt áfram að stækka og efnahagur okkar þrífst vel. Við héldum áfram að fjárfesta í leiðum til að þjóna samfélagi okkar betur, að stækka viðskiptasvið okkar og að tengja saman heiminn,“ sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.Hér má sjá yfirlit yfir tekjur og hagnað Facebook undanfarinna ára.Þrátt fyrir reglulegar spár um að ungt fólk sé að forðast Facebook og að notendum hljóti að fara að fækka virðist það ekki gerast. Mark Zuckerberg birti í gær yfirlit yfir notendafjölda samfélagsmiðla Facebook og eru virkir notendur Facebook í mánuði hverjum nú 1,59 milljarðar. 900 milljónir nota Whats App, 800 milljónir nota Messenger og 400 milljónir nota Instagram.We just announced our quarterly results and shared an update on our community's progress to connect the world. Our...Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, January 27, 2016
Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira