Inn- og útflutningur gæti stöðvast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2016 20:00 Allur inn- og útflutningur til og frá landinu stöðvast uppúr helginni náist ekki samningar við yfirmenn á farskipum fyrir þann tíma. Kjaradeila þeirra er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna samþykktu bæði í byrjun mánaðarins að boða til verkfalls skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra á kaupskipum í millilandasiglingum. Verkfallið skellur á miðnætti á mánudaginn ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Verkfallið nær til fimm skipa Eimskips og tveggja skipa Samskipa. Fundað hefur verið stíft í kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins undanfarið. Í dag hittust svo samninganefndir vélstjóra og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Fundurinn reyndist árangurslaus og var nýr ekki boðaður fyrr en á mánudaginn. „Eins og hlutirnir eru að ganga núna þá gengur þetta mjög hægt og svo sem ekkert í kortunum sem að bendir til þess að annað en að þetta blessaða verkfall skelli á miðnætti 1. febrúar,“ segir Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Guðmundur segir mikið bera á milli deiluaðila og margra mánaða viðræður litlu hafa skilað. Hann segir verkfallið koma til með að hafa mikil áhrif þar sem allur inn- og útflutningur til og frá landinu stöðvast ef til þess kemur. „Ég held að áhrifin verði mjög fljót að segja til sín,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Verkfall 2016 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Allur inn- og útflutningur til og frá landinu stöðvast uppúr helginni náist ekki samningar við yfirmenn á farskipum fyrir þann tíma. Kjaradeila þeirra er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna samþykktu bæði í byrjun mánaðarins að boða til verkfalls skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra á kaupskipum í millilandasiglingum. Verkfallið skellur á miðnætti á mánudaginn ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Verkfallið nær til fimm skipa Eimskips og tveggja skipa Samskipa. Fundað hefur verið stíft í kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins undanfarið. Í dag hittust svo samninganefndir vélstjóra og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Fundurinn reyndist árangurslaus og var nýr ekki boðaður fyrr en á mánudaginn. „Eins og hlutirnir eru að ganga núna þá gengur þetta mjög hægt og svo sem ekkert í kortunum sem að bendir til þess að annað en að þetta blessaða verkfall skelli á miðnætti 1. febrúar,“ segir Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Guðmundur segir mikið bera á milli deiluaðila og margra mánaða viðræður litlu hafa skilað. Hann segir verkfallið koma til með að hafa mikil áhrif þar sem allur inn- og útflutningur til og frá landinu stöðvast ef til þess kemur. „Ég held að áhrifin verði mjög fljót að segja til sín,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira