NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 10:00 Alex Smith, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fagnar sigri. Vísir/Getty Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Kansas City Chiefs vann ekki aðeins fyrsta sigurinn í úrslitakeppninni í ár heldur vann liðið einnig fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni frá árinu 1994 eða í 22 ár. Liðið var líka að spila á heimavelli Houston Texans sem gerðu þessi úrslit enn vandræðalegri fyrir Texasbúana. Kansas City Chiefs vann Houston Oilers 16. janúar 1994 en hafði frá þeim tíma tapað sjö leikjum í röð í úrslitakeppni. Svipmyndir frá leiknum. Kansas City Chiefs byrjaði tímabilið illa og tapaði 5 af fyrstu 6 leikjum sínum. Liðið snéri hinsvegar við blaðinu, vann tíu síðustu leiki sína í deildarkeppninni og bætti ellefta sigrinum í röð við í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Brian Hoyer, leikstjórnandi Houston-liðsins, átti skelfilegan dag, tapaði fjórum boltum í fyrri hálfleiknum og einum til viðbótar í þeim síðar. Það sem meira er sóknin hans skoraði ekki eitt stig allan leikinn. Kansas City fékk algjöra draumabyrjun þegar Knile Davis skilaði upphafssparki Houston Texans alla leið og var búinn að skora snertimark eftir aðeins ellefu sekúndna leik. Sóknin hjá Kansas City skoraði ekki snertimark í fyrri hálfleiknum en var engu að síður 13-0 yfir þökk sé tveimur vallarmörkum. Í seinni hálfleiknum fór sóknin að skila snertimörkum líka en á sama tíma stoppaði vörnin allar tilraunir Houston-liðsins. Þetta var þó ekki eintóm gleði hjá liði Kansas City Chiefs því liðið missti sinn besta útherja, Jeremy Maclin, meiddan af velli en hann meiddist á hné. Óttast er að Maclin spili ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni sem er mikið áfall. Kansas City Chiefs mætir ríkjandi NFL-meisturum New England Patriots í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. NFL Tengdar fréttir Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30 Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira
Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Kansas City Chiefs vann ekki aðeins fyrsta sigurinn í úrslitakeppninni í ár heldur vann liðið einnig fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni frá árinu 1994 eða í 22 ár. Liðið var líka að spila á heimavelli Houston Texans sem gerðu þessi úrslit enn vandræðalegri fyrir Texasbúana. Kansas City Chiefs vann Houston Oilers 16. janúar 1994 en hafði frá þeim tíma tapað sjö leikjum í röð í úrslitakeppni. Svipmyndir frá leiknum. Kansas City Chiefs byrjaði tímabilið illa og tapaði 5 af fyrstu 6 leikjum sínum. Liðið snéri hinsvegar við blaðinu, vann tíu síðustu leiki sína í deildarkeppninni og bætti ellefta sigrinum í röð við í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Brian Hoyer, leikstjórnandi Houston-liðsins, átti skelfilegan dag, tapaði fjórum boltum í fyrri hálfleiknum og einum til viðbótar í þeim síðar. Það sem meira er sóknin hans skoraði ekki eitt stig allan leikinn. Kansas City fékk algjöra draumabyrjun þegar Knile Davis skilaði upphafssparki Houston Texans alla leið og var búinn að skora snertimark eftir aðeins ellefu sekúndna leik. Sóknin hjá Kansas City skoraði ekki snertimark í fyrri hálfleiknum en var engu að síður 13-0 yfir þökk sé tveimur vallarmörkum. Í seinni hálfleiknum fór sóknin að skila snertimörkum líka en á sama tíma stoppaði vörnin allar tilraunir Houston-liðsins. Þetta var þó ekki eintóm gleði hjá liði Kansas City Chiefs því liðið missti sinn besta útherja, Jeremy Maclin, meiddan af velli en hann meiddist á hné. Óttast er að Maclin spili ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni sem er mikið áfall. Kansas City Chiefs mætir ríkjandi NFL-meisturum New England Patriots í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.
NFL Tengdar fréttir Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30 Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira
Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30
Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30
Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00
Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18