NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 21:20 Sparkarinn Blair Walsh brást á úrslitastundu. Vísir/Getty Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. Minnesota Vikings liðsins fékk kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í leiknum rétt fyrir leikslok en sparkarinn Blair Walsh brenndi af úr auðveldu færi. Þegar myndband að sparkinu var skoðað nánar kom í ljós að sá sem stillti boltanum upp fyrir Blair Walsh, snéri reimunum út, eins og frægt var í Ace Ventura myndinni um árið. Þetta var í annað skiptið í leiknum sem það gerðist en að þessu sinni misheppnaðist sparkið algjörlega. Blair Walsh hafði skorað þrjú vallarmörk fyrri í leiknum og komið liði Víkingana í 9-0. Nú er bara að vona hans vegna að hann komist heill í gegnum þetta mótlæti ólíkt sparkaranum ógleymanlega Ray Finkle í Ace Ventura myndinni um árið. Seattle-liðið, sem hefur komist í Súper Bowl leikinn undan farin tvö ár, skoraði tíu stig í fjórða leikhlutanum og komst yfir. Þeir höfðu hinsvegar misst frá sér forystu í fjórða leikhluta í mörgum leikjum á leiktíðinni og það stefndi í svipuð örlög. Minnesota Vikings fékk lokasóknina í leiknum og var þarna komið í frábæra stöðu til að tryggja sér sigur og sæti í næstu umferð. Hin frábæra Seattle-vörn náði ekki að stoppa sókn Minnesota sem gat stillt upp í dauðafæri fyrir Blair Walsh. Það mátti sjá á viðbrögðum allra á vellinum og þá sérstaklega leikmönnum Seattle Seahawks hversu það komið mikið á óvart að Blair Walsh náði ekki að hitta á milli súlanna. Stjörnuleikmenn Seattle, sem áttu margir slakan dag í frostinu í Minneapolis, þökkuðu líka guð og æðri máttarvöldum fyrir enda voru þeir búnir að afskrifa sigurinn eins og flestir sem urðu vitni að þessum ótrúlega leik. Seattle Seahawks mætir Carolina Panthers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en Arizona Cardinals mætir annaðhvort Washington Redskins eða Green Bay Packers sem spila seinna í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport.Það var tutttugu stiga frost á meðan leiknum stóð.Vísir/Getty NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. Minnesota Vikings liðsins fékk kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í leiknum rétt fyrir leikslok en sparkarinn Blair Walsh brenndi af úr auðveldu færi. Þegar myndband að sparkinu var skoðað nánar kom í ljós að sá sem stillti boltanum upp fyrir Blair Walsh, snéri reimunum út, eins og frægt var í Ace Ventura myndinni um árið. Þetta var í annað skiptið í leiknum sem það gerðist en að þessu sinni misheppnaðist sparkið algjörlega. Blair Walsh hafði skorað þrjú vallarmörk fyrri í leiknum og komið liði Víkingana í 9-0. Nú er bara að vona hans vegna að hann komist heill í gegnum þetta mótlæti ólíkt sparkaranum ógleymanlega Ray Finkle í Ace Ventura myndinni um árið. Seattle-liðið, sem hefur komist í Súper Bowl leikinn undan farin tvö ár, skoraði tíu stig í fjórða leikhlutanum og komst yfir. Þeir höfðu hinsvegar misst frá sér forystu í fjórða leikhluta í mörgum leikjum á leiktíðinni og það stefndi í svipuð örlög. Minnesota Vikings fékk lokasóknina í leiknum og var þarna komið í frábæra stöðu til að tryggja sér sigur og sæti í næstu umferð. Hin frábæra Seattle-vörn náði ekki að stoppa sókn Minnesota sem gat stillt upp í dauðafæri fyrir Blair Walsh. Það mátti sjá á viðbrögðum allra á vellinum og þá sérstaklega leikmönnum Seattle Seahawks hversu það komið mikið á óvart að Blair Walsh náði ekki að hitta á milli súlanna. Stjörnuleikmenn Seattle, sem áttu margir slakan dag í frostinu í Minneapolis, þökkuðu líka guð og æðri máttarvöldum fyrir enda voru þeir búnir að afskrifa sigurinn eins og flestir sem urðu vitni að þessum ótrúlega leik. Seattle Seahawks mætir Carolina Panthers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en Arizona Cardinals mætir annaðhvort Washington Redskins eða Green Bay Packers sem spila seinna í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport.Það var tutttugu stiga frost á meðan leiknum stóð.Vísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45
NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18