Loeb nær forystunni aftur í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 13:02 Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu í gær. Sebastian Loeb sem tók forystuna á fyrstu dögum Dakar þolakstursins í S-Ameríku missti forystu til Stephane Peterhansel eftir fjórðu dagleið, en náði nú á laugardaginn aftur forystu í keppninni. Hann er nú með samtals 2:22 mínútna forystu á Peterhansel. Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu á laugardaginn og í gær var hlé á keppninni. Þó svo að Loeb hafi náð heildarforystunni á laugardaginn var það lisfélagi hans á Peugeot bílum, Carlos Saintz, sem vann dagleiðina með 38 sekúndna forskoti á Loeb. Saintz er nú í þriðja sæti í heildina, 4:50 mínútum á eftir Loeb. Í fjórða sæti er svo Nasser Al-Attiyah, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann er 17:36 mínútum á eftir Loeb og í fimmta sætinu er Finninn Mikko Hirvonen heilum 32:53 mínútum á eftir fyrsta manni. Nú eiga þrír Peugeot bílar efstu sætin í keppninni og mun það koma mikið á óvart ef einhver þeirra stendur ekki uppi sem sigurvegari í ár og er Loeb líklega þeirra sigurstranglegastur. Nasser Al-Attiyah og Mikko Hirvonen aka Mini bílum en í sætum 6 til 9 eru svo Toyota bílar og Renault bíll í því tíunda. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent
Sebastian Loeb sem tók forystuna á fyrstu dögum Dakar þolakstursins í S-Ameríku missti forystu til Stephane Peterhansel eftir fjórðu dagleið, en náði nú á laugardaginn aftur forystu í keppninni. Hann er nú með samtals 2:22 mínútna forystu á Peterhansel. Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu á laugardaginn og í gær var hlé á keppninni. Þó svo að Loeb hafi náð heildarforystunni á laugardaginn var það lisfélagi hans á Peugeot bílum, Carlos Saintz, sem vann dagleiðina með 38 sekúndna forskoti á Loeb. Saintz er nú í þriðja sæti í heildina, 4:50 mínútum á eftir Loeb. Í fjórða sæti er svo Nasser Al-Attiyah, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann er 17:36 mínútum á eftir Loeb og í fimmta sætinu er Finninn Mikko Hirvonen heilum 32:53 mínútum á eftir fyrsta manni. Nú eiga þrír Peugeot bílar efstu sætin í keppninni og mun það koma mikið á óvart ef einhver þeirra stendur ekki uppi sem sigurvegari í ár og er Loeb líklega þeirra sigurstranglegastur. Nasser Al-Attiyah og Mikko Hirvonen aka Mini bílum en í sætum 6 til 9 eru svo Toyota bílar og Renault bíll í því tíunda.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent