Enn tapar GM í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 16:29 Opel Astra verðlaunuð. Þrátt fyrir að General Motors hafi skilað góðum hagnaði á heimsvísu á síðustu árum hefur ávallt verið tap af rekstrinum í Evrópu og það breyttist ekki á árinu sem var að líða. GM stefnir þó að því að skila hagnaði á rekstri sínum í Evrópu í ár, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Starfsemi General Motors í Evrópu samanstendur að mestu í sölu Opel og Vauxhall bíla og þar gengur nú betur og betur þrátt fyrir að Opel hafi hætt sölu í Rússlandi í kjölfar efnahagserfiðleika. GM hætti reyndar einnig sölu á Chevrolet bílum í Rússlandi og lokaði verksmiðju sinni í Pétursborg í fyrra. Tekist hefur að skera verulega niður kostnað og sala Opel og Vauxhall bíla gekk vel á nýliðnu ári í álfunni. Hagnaður af hverjum seldum bíl hefur líka hækkað. General Motors tapaði 200 milljón dollurum í þriðja ársfjórðungi í fyrra í Evrópu og minnkaði tapið um helming frá fyrra ári, en reksturinn var rétt um núllið á öðrum ársfjórðungi. Sala Opel og Vauxhall bíla jókst um 3,3% í fyrra, aðeins meira en markaðurinn í heild í Evrópu og var heildarsalan 1,1 milljón bílar. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent
Þrátt fyrir að General Motors hafi skilað góðum hagnaði á heimsvísu á síðustu árum hefur ávallt verið tap af rekstrinum í Evrópu og það breyttist ekki á árinu sem var að líða. GM stefnir þó að því að skila hagnaði á rekstri sínum í Evrópu í ár, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Starfsemi General Motors í Evrópu samanstendur að mestu í sölu Opel og Vauxhall bíla og þar gengur nú betur og betur þrátt fyrir að Opel hafi hætt sölu í Rússlandi í kjölfar efnahagserfiðleika. GM hætti reyndar einnig sölu á Chevrolet bílum í Rússlandi og lokaði verksmiðju sinni í Pétursborg í fyrra. Tekist hefur að skera verulega niður kostnað og sala Opel og Vauxhall bíla gekk vel á nýliðnu ári í álfunni. Hagnaður af hverjum seldum bíl hefur líka hækkað. General Motors tapaði 200 milljón dollurum í þriðja ársfjórðungi í fyrra í Evrópu og minnkaði tapið um helming frá fyrra ári, en reksturinn var rétt um núllið á öðrum ársfjórðungi. Sala Opel og Vauxhall bíla jókst um 3,3% í fyrra, aðeins meira en markaðurinn í heild í Evrópu og var heildarsalan 1,1 milljón bílar.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent