Toyota toppar Volkswagen í sölu ársins 2015 Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 09:12 Toyota Hilux. Á fyrri helmingi síðasta árs náði Volkswagen að selja fleiri bíla en Toyota á heimsvísu, en það hefur aftur snúist við og alla síðustu 6 mánuði ársins var sala Toyota meiri en Volkswagen. Að nóvember mánuði liðnum hafði Toyota selt 9,21 milljón bíla á árinu en Volkswagen 9,10 milljón bíla. Í nóvember féll til að mynda sala Volkswagen um 2,2% og salan var einnig minni í október en í sama mánuði árið 2014. Toyota hefur til nóvemberloka náð að selja 1,0% fleiri bíla en árið 2014, en Volkswagen 1,7% færri bíla. Því eru allar líkur til þess að söluhæsti bílaframleiðandi heims í fyrra sé Toyota, þó afar litlu muni á fyrirtækjunum tveimur. Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent
Á fyrri helmingi síðasta árs náði Volkswagen að selja fleiri bíla en Toyota á heimsvísu, en það hefur aftur snúist við og alla síðustu 6 mánuði ársins var sala Toyota meiri en Volkswagen. Að nóvember mánuði liðnum hafði Toyota selt 9,21 milljón bíla á árinu en Volkswagen 9,10 milljón bíla. Í nóvember féll til að mynda sala Volkswagen um 2,2% og salan var einnig minni í október en í sama mánuði árið 2014. Toyota hefur til nóvemberloka náð að selja 1,0% fleiri bíla en árið 2014, en Volkswagen 1,7% færri bíla. Því eru allar líkur til þess að söluhæsti bílaframleiðandi heims í fyrra sé Toyota, þó afar litlu muni á fyrirtækjunum tveimur.
Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent