Viðbót, ekki bylting stjórnarmaðurinn skrifar 13. janúar 2016 08:00 Streymiþjónustan Netflix var opnuð á dögunum hér á landi. Þrátt fyrir þetta er Netflix engin nýjung á heimilum landsmanna, en gert er ráð fyrir að 20 til 30 þúsund heimili í landinu hafi áskrift eftir krókaleiðum gegnum Bandaríkin. Áhugavert verður að sjá hvort þessir áskrifendur haldi sig við bandarísku þjónustuna (sem hefur mun meira efnisúrval) eða skipti yfir í þá íslensku. Það er að mörgu leyti aðdáunarverð ákvörðun hjá Netflix að hefja löglega starfsemi á Íslandi, en félagið hefur um árabil haft talsverðar tekjur hér. Sé miðað við að bandaríska Netflix hafi að jafnaði tuttugu þúsund áskrifendur á Íslandi og að hver áskrifandi borgi átta dali á mánuði, gerir það tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala á ári eða u.þ.b. 260 milljónir íslenskra króna. Þetta er hreinn hagnaður. Ekkert starfsmannahald, enginn kostnaður af efniskaupum og enginn skattur, STEF gjöld eða annað í ríkissjóð. Má því lauslega áætla að ríkissjóður hafi orðið af tekjum upp á ríflega 100 milljónir króna á ári vegna starfsemi Netflix í landinu. Mismunandi efnisúrval hjá bandarísku og íslensku þjónustunni skýrist af því að birtingarréttur afþreyingarefnis er seldur svæðisbundið, þ.e.a.s. kaupandi á hverju markaðssvæði fyrir sig kaupir einkarétt á sínu svæði. Netflix hefur ekki keypt efni í miklu magni fyrir Ísland, auk þess sem það efni sem þeir eiga í Bandaríkjunum er oft á tíðum í eigu þeirra aðila sem fyrir eru á íslenska markaðnum. Því er mun meira úrval á bandarísku þjónustunni. Líklegt er að frekar dragi saman með úrvali í Bandaríkjunum og hér á landi, enda hafa stóru kvikmyndaverin á borð við Warner, Fox og fleiri dregið úr viðskiptum sínum við Netflix, aðrir borga betur til lengri tíma. Sumir, eins og HBO, hafa svo alfarið neitað að skipta við Netflix. Svar Netflix hefur verið aukin áhersla á eigin framleiðslu. Þar er oft á ferðinni gæðaefni, en framleiðslugeta Netflix er ekki slík að eigið efni geti komið alfarið í stað efnis frá stúdíórisunum með sína gríðarstóru efnislagera. Netflix hefur einblínt á kaup á þessu gamla efni hingað til. Styrkur Netflix liggur í þeirra eigin efni, annað er oft á tíðum í senn gamalt og sennilega á útleið. Þeir hafa truflað en alls ekki slátrað gamla viðskiptamódelinu úr bransanum. Neytendur geta fagnað tilkomu Netflix sem viðbót á markaðinn, en sjónvarpsfyrirtækin geta sennilega sofið róleg. Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Streymiþjónustan Netflix var opnuð á dögunum hér á landi. Þrátt fyrir þetta er Netflix engin nýjung á heimilum landsmanna, en gert er ráð fyrir að 20 til 30 þúsund heimili í landinu hafi áskrift eftir krókaleiðum gegnum Bandaríkin. Áhugavert verður að sjá hvort þessir áskrifendur haldi sig við bandarísku þjónustuna (sem hefur mun meira efnisúrval) eða skipti yfir í þá íslensku. Það er að mörgu leyti aðdáunarverð ákvörðun hjá Netflix að hefja löglega starfsemi á Íslandi, en félagið hefur um árabil haft talsverðar tekjur hér. Sé miðað við að bandaríska Netflix hafi að jafnaði tuttugu þúsund áskrifendur á Íslandi og að hver áskrifandi borgi átta dali á mánuði, gerir það tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala á ári eða u.þ.b. 260 milljónir íslenskra króna. Þetta er hreinn hagnaður. Ekkert starfsmannahald, enginn kostnaður af efniskaupum og enginn skattur, STEF gjöld eða annað í ríkissjóð. Má því lauslega áætla að ríkissjóður hafi orðið af tekjum upp á ríflega 100 milljónir króna á ári vegna starfsemi Netflix í landinu. Mismunandi efnisúrval hjá bandarísku og íslensku þjónustunni skýrist af því að birtingarréttur afþreyingarefnis er seldur svæðisbundið, þ.e.a.s. kaupandi á hverju markaðssvæði fyrir sig kaupir einkarétt á sínu svæði. Netflix hefur ekki keypt efni í miklu magni fyrir Ísland, auk þess sem það efni sem þeir eiga í Bandaríkjunum er oft á tíðum í eigu þeirra aðila sem fyrir eru á íslenska markaðnum. Því er mun meira úrval á bandarísku þjónustunni. Líklegt er að frekar dragi saman með úrvali í Bandaríkjunum og hér á landi, enda hafa stóru kvikmyndaverin á borð við Warner, Fox og fleiri dregið úr viðskiptum sínum við Netflix, aðrir borga betur til lengri tíma. Sumir, eins og HBO, hafa svo alfarið neitað að skipta við Netflix. Svar Netflix hefur verið aukin áhersla á eigin framleiðslu. Þar er oft á ferðinni gæðaefni, en framleiðslugeta Netflix er ekki slík að eigið efni geti komið alfarið í stað efnis frá stúdíórisunum með sína gríðarstóru efnislagera. Netflix hefur einblínt á kaup á þessu gamla efni hingað til. Styrkur Netflix liggur í þeirra eigin efni, annað er oft á tíðum í senn gamalt og sennilega á útleið. Þeir hafa truflað en alls ekki slátrað gamla viðskiptamódelinu úr bransanum. Neytendur geta fagnað tilkomu Netflix sem viðbót á markaðinn, en sjónvarpsfyrirtækin geta sennilega sofið róleg.
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent