„Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 15:04 Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. Vísir/GVA Rio Tinto Alcan í Straumsvík vinnur nú að því að skoða hvaða áhrif launafrysting sem stjórnendur Rio Tinto kynntu starfsmönnum fyrirtækisins í gær hafa á launadeilu á milli starfsmanna og stjórnenda í Straumsvík. „Við erum bara að meta svona hvaða áhrif þessi ákvörðun hjá Rio Tinto hefur á kjaraviðræðurnar. það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. „En það er alla vega ljóst að ákvörðunin gildir um þá stjórnendur og sérfræðinga sem starfa samkvæmt einstaklingsbundnum sérsamningum og svo er bara verið að meta hvernig hún sneri kjarasamningana við aðra starfsmenn.“ Ólafur Teitur hafnar því sem Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag um að enginn samningsvilji væri hjá fyrirtækinu. „Við vorum að bjóða hér fyrir áramót tímasett tilboð sem fól í sér mjög miklar launahækkanir og meiri heldur en samið var um á almennum markaði í fyrra,“ segir Ólafur Teitur. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu.“ „Fyrirtækið er að greiða hærri laun en gengur og gerist en er samt að bjóða meiri hækkanir en gengur og gerist. Það er mjög langsótt að túlka það sem svo að það sé ekki samningsvilji,“ segir hann. Ólafur Teitur segir að Rio Tinto hafi einnig slakað á kröfum sínum í viðræðunum í þeirri von um að ná samkomulagi fyrir áramót. „Við slökuðum svo sannarlega á okkar kröfum, þannig að það er algjörlega kristaltært að báðir aðilar gáfu eftir. Við gáfum líka eftir í okkar kröfum til þess að reyna til þrautar að ná samningum áður en okkar góða tilboð rynni út.“Rio Tinto gaf ekki eftir kröfu sína um að fá að bjóða út hluta starfseminnar en það hefur verið helsta deilumálið í samningaviðræðunum. „Ágreiningurinn snerist áfram um það að verkalýðshreyfingin meinar álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Þannig að málið stendur enn á sama stað og það hefur í raun alltaf gert? „Já.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Rio Tinto Alcan í Straumsvík vinnur nú að því að skoða hvaða áhrif launafrysting sem stjórnendur Rio Tinto kynntu starfsmönnum fyrirtækisins í gær hafa á launadeilu á milli starfsmanna og stjórnenda í Straumsvík. „Við erum bara að meta svona hvaða áhrif þessi ákvörðun hjá Rio Tinto hefur á kjaraviðræðurnar. það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. „En það er alla vega ljóst að ákvörðunin gildir um þá stjórnendur og sérfræðinga sem starfa samkvæmt einstaklingsbundnum sérsamningum og svo er bara verið að meta hvernig hún sneri kjarasamningana við aðra starfsmenn.“ Ólafur Teitur hafnar því sem Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag um að enginn samningsvilji væri hjá fyrirtækinu. „Við vorum að bjóða hér fyrir áramót tímasett tilboð sem fól í sér mjög miklar launahækkanir og meiri heldur en samið var um á almennum markaði í fyrra,“ segir Ólafur Teitur. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu.“ „Fyrirtækið er að greiða hærri laun en gengur og gerist en er samt að bjóða meiri hækkanir en gengur og gerist. Það er mjög langsótt að túlka það sem svo að það sé ekki samningsvilji,“ segir hann. Ólafur Teitur segir að Rio Tinto hafi einnig slakað á kröfum sínum í viðræðunum í þeirri von um að ná samkomulagi fyrir áramót. „Við slökuðum svo sannarlega á okkar kröfum, þannig að það er algjörlega kristaltært að báðir aðilar gáfu eftir. Við gáfum líka eftir í okkar kröfum til þess að reyna til þrautar að ná samningum áður en okkar góða tilboð rynni út.“Rio Tinto gaf ekki eftir kröfu sína um að fá að bjóða út hluta starfseminnar en það hefur verið helsta deilumálið í samningaviðræðunum. „Ágreiningurinn snerist áfram um það að verkalýðshreyfingin meinar álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Þannig að málið stendur enn á sama stað og það hefur í raun alltaf gert? „Já.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43