Stóra samsærið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. janúar 2016 07:00 Fréttamaður Stöðvar 2 fór á dögunum að Kvíabryggju og tók viðtal við þrjá menn sem allir eru í afplánun vegna Al Thani-málsins. Fréttamaðurinn hefur síðan þurft að heyra að greinilegt sé að nú sé í gangi „þaulskipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga“ þar sem miðlar 365 séu þungamiðjan. Starfsbróðir hans á öðrum fjölmiðli telur að viðtalið hafi verið liður í mikilli herferð þeirra sem hafa verið til rannsóknar í hrunmálum. Þessi herferð birtist skipulega í tveimur af stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins. Þessum fjölmiðlum stýri fólk sem hafi lýst því yfir að rannsóknir á efnahagsbrotum séu óþarfar. Vangaveltur á sama grunni mátti svo heyra í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær. Það eru alvarlegar ásakanir að ætla fjölmiðlum að standa í einhvers konar herferð. Sú er svo sannarlega ekki raunin á okkar fréttastofu, þótt á þessum vettvangi hafi stundum birst greinar þar sem varað er við stemningu sem ríkir gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópi. Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rannsaka lögbrot, heldur ábendingar um að stigið skuli varlega til jarðar og hvergi gefinn afsláttur af reglum réttarríkisins. Væntanlega getum við verið sammála um að það sé nauðsynlegt í öllum sakamálum, sem geta haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir frelsi þeirra sem í hlut eiga, fjölskyldur þeirra og vini. Ásakanir um herferð gera lítið úr fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann er raunar þeirrar gerðar að hann tekur slíkt ekki inn á sig – enda standa verk hans fyrir sínu. Engu að síður er rétt að undirstrika, að hvorki hann, né aðrir fréttamenn 365, leggjast svo lágt að gerast peð í herferð manna utan úr bæ. Fréttastofa 365 sannar það á hverjum einasta degi, þótt fólk sjái náttúrulega draug ef það vill sjá draug. Það er gömul saga og ný að fólk ætli þeim á annað hundrað blaðamönnum sem starfa hér á landi að vera viljalaus verkfæri þessa eða hins. Einhverjir hafa nefnt að aðrir fangar séu ekki í þeirri stöðu að geta kallað til fjölmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það er ekki rétt. Alla jafna hefur það þótt afar áhugavert fréttaefni að taka viðtöl til að gefa innsýn í daglegt líf fanga. Dæmin eru mýmörg. Fyrir stuttu birti Stöð 2 viðtal við konu sem hlotið hafði dóm í fíkniefnamáli. Þá, líkt og nú, var það okkar mat að viðtalið væri fréttnæmt. Þá, líkt og nú, réð eðlilegt fréttamat ferðinni. Nú var tilefnið raunar stærra, því umboðsmaður Alþingis hafði brugðist við kvörtunum fanganna þriggja, sem töldu að brotið hefði verið á rétti sínum í fangelsinu. Ætlar einhver annars að halda því fram að viðtal innan úr fangelsi við menn sem eru vanir allt annars konar umhverfi sé ekki áhugavert? Nú er spurningin, hver sér samsæri í hverju horni? Ljóst er að minnsta kosti að kenningin um stóra samsærið veitir hentugt skjól til að loka augum og eyrum fyrir öllu sem ekki hentar fyrirframgefinni afstöðu til stórra og flókinna mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 fór á dögunum að Kvíabryggju og tók viðtal við þrjá menn sem allir eru í afplánun vegna Al Thani-málsins. Fréttamaðurinn hefur síðan þurft að heyra að greinilegt sé að nú sé í gangi „þaulskipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga“ þar sem miðlar 365 séu þungamiðjan. Starfsbróðir hans á öðrum fjölmiðli telur að viðtalið hafi verið liður í mikilli herferð þeirra sem hafa verið til rannsóknar í hrunmálum. Þessi herferð birtist skipulega í tveimur af stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins. Þessum fjölmiðlum stýri fólk sem hafi lýst því yfir að rannsóknir á efnahagsbrotum séu óþarfar. Vangaveltur á sama grunni mátti svo heyra í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær. Það eru alvarlegar ásakanir að ætla fjölmiðlum að standa í einhvers konar herferð. Sú er svo sannarlega ekki raunin á okkar fréttastofu, þótt á þessum vettvangi hafi stundum birst greinar þar sem varað er við stemningu sem ríkir gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópi. Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rannsaka lögbrot, heldur ábendingar um að stigið skuli varlega til jarðar og hvergi gefinn afsláttur af reglum réttarríkisins. Væntanlega getum við verið sammála um að það sé nauðsynlegt í öllum sakamálum, sem geta haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir frelsi þeirra sem í hlut eiga, fjölskyldur þeirra og vini. Ásakanir um herferð gera lítið úr fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann er raunar þeirrar gerðar að hann tekur slíkt ekki inn á sig – enda standa verk hans fyrir sínu. Engu að síður er rétt að undirstrika, að hvorki hann, né aðrir fréttamenn 365, leggjast svo lágt að gerast peð í herferð manna utan úr bæ. Fréttastofa 365 sannar það á hverjum einasta degi, þótt fólk sjái náttúrulega draug ef það vill sjá draug. Það er gömul saga og ný að fólk ætli þeim á annað hundrað blaðamönnum sem starfa hér á landi að vera viljalaus verkfæri þessa eða hins. Einhverjir hafa nefnt að aðrir fangar séu ekki í þeirri stöðu að geta kallað til fjölmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það er ekki rétt. Alla jafna hefur það þótt afar áhugavert fréttaefni að taka viðtöl til að gefa innsýn í daglegt líf fanga. Dæmin eru mýmörg. Fyrir stuttu birti Stöð 2 viðtal við konu sem hlotið hafði dóm í fíkniefnamáli. Þá, líkt og nú, var það okkar mat að viðtalið væri fréttnæmt. Þá, líkt og nú, réð eðlilegt fréttamat ferðinni. Nú var tilefnið raunar stærra, því umboðsmaður Alþingis hafði brugðist við kvörtunum fanganna þriggja, sem töldu að brotið hefði verið á rétti sínum í fangelsinu. Ætlar einhver annars að halda því fram að viðtal innan úr fangelsi við menn sem eru vanir allt annars konar umhverfi sé ekki áhugavert? Nú er spurningin, hver sér samsæri í hverju horni? Ljóst er að minnsta kosti að kenningin um stóra samsærið veitir hentugt skjól til að loka augum og eyrum fyrir öllu sem ekki hentar fyrirframgefinni afstöðu til stórra og flókinna mála.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun