Umsátursástandi lokið í höfuðborg Búrkína Fasó Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 10:45 Franskt herlið aðstoðaði heimamenn í Búrkína Fasó. Vísir/AFP 126 gíslar hafa frelsaðir eftir að búrkínskar og franskar hersveitir réðust til atlögu gegn byssumönnum sem í gærkvöldi réðust inn á Splendid-hótelið, vinsælt hótel í Ouagadogou, höfuðborg Búrkína Fasó. Talið er að minnst 22 hafi látist í umsátursástandinu sem skapaðist, þar af þrír af byssumönnunum. Frönsk hersveit kom frá nágrannaríkinu Malí til þess að aðstoða heimamenn. Hersveitirnar réðust inn á hótelið í morgun og hófust miklir skotbardagar í kjölfarið. Í fyrstu tilraun tókst að frelsa um 60 gísla en hersveitirnar börðust gegn byssumönnunum á hverri hæð á hinu fimm hæða hóteli þangað til yfir lauk. Minnnst 33 eru særðir en ekki er vitað hversu margir voru í eða við hótelið þegar árásirnar voru gerðar. Splendid hótelið er vinsælt hótel, yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Talið er að sami hryðjuverkahópur og framdi þá árás hafi staðið að baki árásinni á Splendid-hótelið í gærkvöldi. Hópurinn er tengdur hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og gengur undir nafninu AQIM eða al-Qaida in the Islamic Maghreb. Búrkína Fasó Tengdar fréttir Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00 Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
126 gíslar hafa frelsaðir eftir að búrkínskar og franskar hersveitir réðust til atlögu gegn byssumönnum sem í gærkvöldi réðust inn á Splendid-hótelið, vinsælt hótel í Ouagadogou, höfuðborg Búrkína Fasó. Talið er að minnst 22 hafi látist í umsátursástandinu sem skapaðist, þar af þrír af byssumönnunum. Frönsk hersveit kom frá nágrannaríkinu Malí til þess að aðstoða heimamenn. Hersveitirnar réðust inn á hótelið í morgun og hófust miklir skotbardagar í kjölfarið. Í fyrstu tilraun tókst að frelsa um 60 gísla en hersveitirnar börðust gegn byssumönnunum á hverri hæð á hinu fimm hæða hóteli þangað til yfir lauk. Minnnst 33 eru særðir en ekki er vitað hversu margir voru í eða við hótelið þegar árásirnar voru gerðar. Splendid hótelið er vinsælt hótel, yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Talið er að sami hryðjuverkahópur og framdi þá árás hafi staðið að baki árásinni á Splendid-hótelið í gærkvöldi. Hópurinn er tengdur hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og gengur undir nafninu AQIM eða al-Qaida in the Islamic Maghreb.
Búrkína Fasó Tengdar fréttir Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00 Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00
Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05