Umsátursástandi lokið í höfuðborg Búrkína Fasó Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 10:45 Franskt herlið aðstoðaði heimamenn í Búrkína Fasó. Vísir/AFP 126 gíslar hafa frelsaðir eftir að búrkínskar og franskar hersveitir réðust til atlögu gegn byssumönnum sem í gærkvöldi réðust inn á Splendid-hótelið, vinsælt hótel í Ouagadogou, höfuðborg Búrkína Fasó. Talið er að minnst 22 hafi látist í umsátursástandinu sem skapaðist, þar af þrír af byssumönnunum. Frönsk hersveit kom frá nágrannaríkinu Malí til þess að aðstoða heimamenn. Hersveitirnar réðust inn á hótelið í morgun og hófust miklir skotbardagar í kjölfarið. Í fyrstu tilraun tókst að frelsa um 60 gísla en hersveitirnar börðust gegn byssumönnunum á hverri hæð á hinu fimm hæða hóteli þangað til yfir lauk. Minnnst 33 eru særðir en ekki er vitað hversu margir voru í eða við hótelið þegar árásirnar voru gerðar. Splendid hótelið er vinsælt hótel, yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Talið er að sami hryðjuverkahópur og framdi þá árás hafi staðið að baki árásinni á Splendid-hótelið í gærkvöldi. Hópurinn er tengdur hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og gengur undir nafninu AQIM eða al-Qaida in the Islamic Maghreb. Búrkína Fasó Tengdar fréttir Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00 Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
126 gíslar hafa frelsaðir eftir að búrkínskar og franskar hersveitir réðust til atlögu gegn byssumönnum sem í gærkvöldi réðust inn á Splendid-hótelið, vinsælt hótel í Ouagadogou, höfuðborg Búrkína Fasó. Talið er að minnst 22 hafi látist í umsátursástandinu sem skapaðist, þar af þrír af byssumönnunum. Frönsk hersveit kom frá nágrannaríkinu Malí til þess að aðstoða heimamenn. Hersveitirnar réðust inn á hótelið í morgun og hófust miklir skotbardagar í kjölfarið. Í fyrstu tilraun tókst að frelsa um 60 gísla en hersveitirnar börðust gegn byssumönnunum á hverri hæð á hinu fimm hæða hóteli þangað til yfir lauk. Minnnst 33 eru særðir en ekki er vitað hversu margir voru í eða við hótelið þegar árásirnar voru gerðar. Splendid hótelið er vinsælt hótel, yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Talið er að sami hryðjuverkahópur og framdi þá árás hafi staðið að baki árásinni á Splendid-hótelið í gærkvöldi. Hópurinn er tengdur hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og gengur undir nafninu AQIM eða al-Qaida in the Islamic Maghreb.
Búrkína Fasó Tengdar fréttir Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00 Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00
Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05