Frestunarárátta eða lausnir? Teitur Guðmundsson skrifar 18. janúar 2016 09:51 Það dylst engum sem fylgist með fréttum frá degi til dags að það eru mörg vandamálin í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Síðasta ár hefur verið hlaðið fregnum af þeim, vinnudeilur, kjör, aðstaða og aðbúnaður hafa verið býsna oft í umræðunni og oftar en ekki verið að fjalla um flaggskipið Landspítala. Öryggi sjúklinga þar og möguleika spítalans á að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hefur verið tíðrætt. Ég man ekki hversu oft við erum alveg að fara fram af hinni margumtöluðu bjargbrún, en einhvern veginn komumst við ætíð hjá því með undraverðum hætti. Þá má ekki gleyma þeim umkvörtunum sem koma frá öðrum stofnunum sem glíma við fjárskort og skort á mannafla líkt og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi og vanda hennar að rækja sitt hlutverk. Nú hafa bæst við háværar raddir um vanda eldri borgara með heimaþjónustu, dvalar- og hjúkrunarrými og mikinn rekstrarvanda þessara heimila sem og þjónustu við þennan hóp samfélagsins sem skapaði það sem við í dag þekkjum sem Ísland. Uppnám er sem stendur varðandi nýliðun sérfræðinga á samningi við Sjúkratryggingar sem var lokað um áramótin og ekki sér fyrir endann á og þá bíða heimilislæknar eftir útspili um uppbyggingu í heilsugæslu og möguleikum á fjölbreyttari rekstrarformum. Biðlistar eru að lengjast og óljóst er hvernig verður brugðist við rétti sjúklinga til að sækja sér þjónustu annars staðar þar sem hún er veitt. Ofan á allt þetta er kerfið í heild sinni háð því að góðgerðarfélög, fyrirtæki og aðrir viðlíka aðilar gefi tæki, tól og fjármuni svo hjólin haldi áfram að snúast. Það getur ekki verið eðlilegt, né líklegt til að halda áfram í óbreyttri mynd. Ég er eflaust að gleyma einhverju en nóg er nú samt, það skortir einhverja framtíðarsýn á það hvernig á að leysa málin og er ráðherra ekki í öfundsverðri stöðu með alla þá sem krefjast meiri fjármuna og þjóðar sem að sjálfsögðu krefst þess að hún fái þá þjónustu sem hún telur sig eiga skilið.Forgangsröðun og framtíðarsýn Það eru aldrei til peningar, sama hvernig árar, í það minnsta ekki nógir peningar til að gera það sem allir ætlast til. Forgangsröðun er fallegt orð sem er mikið notað, en oftsinnis er það býsna óljóst hvernig sú röðun fer fram og hver raðar. Hagur ríkisins fer batnandi sem er vel og vonandi náum við að snúa ofan af þessu með tímanum, en það gerist ekki nógu hratt. Við verðum líka að hafa kjark og taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa þá hnúta sem festast meir og meir. Tíðrætt er um fráflæðivanda Landspítala, hann er vissulega til staðar, sjúklingar geta ekki útskrifast í úrræði sem henta betur vegna skorts á rýmum utan hans. Landspítalinn gæti þá ræktað sitt hlutverk enn frekar. Það má líka horfa á vandann með þeim augum að spítalinn glími til viðbótar við aðflæðivanda vegna undirmönnunar í heilsugæslunni og ónógrar heimaþjónustu. Þarna þarf öflugt átak og myndarlegt ef leysa á vandann og við bíðum frétta af slíku. Tímasetta langtímaáætlun þarf í þessum efnum sem tekur á þeim grunnvanda sem kerfið býr við. Auk þess að gera sér af alvöru grein fyrir þeirri breyttu aldurssamsetningu þjóðarinnar sem við sjáum á næstu áratugum, auknum kostnaði vegna nýrra lyfja, meðferðarmöguleika og mönnunarþarfar. Kjark til að forgangsraða og innleiða nýja hugsun með nýrri tækni og möguleikum hennar varðandi fjarþjónustu svo dæmi sé tekið. Það hefur engum enn tekist að leika á elli kerlingu og okkur mun ekki takast það heldur, við þurfum að fagna henni og vinna með henni eins og mögulegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það dylst engum sem fylgist með fréttum frá degi til dags að það eru mörg vandamálin í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Síðasta ár hefur verið hlaðið fregnum af þeim, vinnudeilur, kjör, aðstaða og aðbúnaður hafa verið býsna oft í umræðunni og oftar en ekki verið að fjalla um flaggskipið Landspítala. Öryggi sjúklinga þar og möguleika spítalans á að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hefur verið tíðrætt. Ég man ekki hversu oft við erum alveg að fara fram af hinni margumtöluðu bjargbrún, en einhvern veginn komumst við ætíð hjá því með undraverðum hætti. Þá má ekki gleyma þeim umkvörtunum sem koma frá öðrum stofnunum sem glíma við fjárskort og skort á mannafla líkt og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi og vanda hennar að rækja sitt hlutverk. Nú hafa bæst við háværar raddir um vanda eldri borgara með heimaþjónustu, dvalar- og hjúkrunarrými og mikinn rekstrarvanda þessara heimila sem og þjónustu við þennan hóp samfélagsins sem skapaði það sem við í dag þekkjum sem Ísland. Uppnám er sem stendur varðandi nýliðun sérfræðinga á samningi við Sjúkratryggingar sem var lokað um áramótin og ekki sér fyrir endann á og þá bíða heimilislæknar eftir útspili um uppbyggingu í heilsugæslu og möguleikum á fjölbreyttari rekstrarformum. Biðlistar eru að lengjast og óljóst er hvernig verður brugðist við rétti sjúklinga til að sækja sér þjónustu annars staðar þar sem hún er veitt. Ofan á allt þetta er kerfið í heild sinni háð því að góðgerðarfélög, fyrirtæki og aðrir viðlíka aðilar gefi tæki, tól og fjármuni svo hjólin haldi áfram að snúast. Það getur ekki verið eðlilegt, né líklegt til að halda áfram í óbreyttri mynd. Ég er eflaust að gleyma einhverju en nóg er nú samt, það skortir einhverja framtíðarsýn á það hvernig á að leysa málin og er ráðherra ekki í öfundsverðri stöðu með alla þá sem krefjast meiri fjármuna og þjóðar sem að sjálfsögðu krefst þess að hún fái þá þjónustu sem hún telur sig eiga skilið.Forgangsröðun og framtíðarsýn Það eru aldrei til peningar, sama hvernig árar, í það minnsta ekki nógir peningar til að gera það sem allir ætlast til. Forgangsröðun er fallegt orð sem er mikið notað, en oftsinnis er það býsna óljóst hvernig sú röðun fer fram og hver raðar. Hagur ríkisins fer batnandi sem er vel og vonandi náum við að snúa ofan af þessu með tímanum, en það gerist ekki nógu hratt. Við verðum líka að hafa kjark og taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa þá hnúta sem festast meir og meir. Tíðrætt er um fráflæðivanda Landspítala, hann er vissulega til staðar, sjúklingar geta ekki útskrifast í úrræði sem henta betur vegna skorts á rýmum utan hans. Landspítalinn gæti þá ræktað sitt hlutverk enn frekar. Það má líka horfa á vandann með þeim augum að spítalinn glími til viðbótar við aðflæðivanda vegna undirmönnunar í heilsugæslunni og ónógrar heimaþjónustu. Þarna þarf öflugt átak og myndarlegt ef leysa á vandann og við bíðum frétta af slíku. Tímasetta langtímaáætlun þarf í þessum efnum sem tekur á þeim grunnvanda sem kerfið býr við. Auk þess að gera sér af alvöru grein fyrir þeirri breyttu aldurssamsetningu þjóðarinnar sem við sjáum á næstu áratugum, auknum kostnaði vegna nýrra lyfja, meðferðarmöguleika og mönnunarþarfar. Kjark til að forgangsraða og innleiða nýja hugsun með nýrri tækni og möguleikum hennar varðandi fjarþjónustu svo dæmi sé tekið. Það hefur engum enn tekist að leika á elli kerlingu og okkur mun ekki takast það heldur, við þurfum að fagna henni og vinna með henni eins og mögulegt er.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun