Yfir tvö hundruð mál bíða óafgreidd í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. janúar 2016 11:16 Þingið kemur saman eftir jólafrí á morgun og þar bíður þingmönnum haugur af málum. Vísir/Ernir Þingið kemur saman á ný á morgun eftir jólafrí og bíða nokkur stór mál afgreiðslu. Þar á meðal húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra, væntanlegar umræður um afnám verðtryggingar og fleira. Afköst stjórnarinnar voru gagnrýnd af stjórnarþingmönnum fyrir áramót en þó eru tugir mála sem liggja fyrir þinginu og bíða afgreiðslu.Yfir hundrað frumvörp bíða Samkvæmt yfirliti frá Alþingi eru sextíu og átta frumvörp bíða enn fyrstu umræðu. Tuttugu og níu sitja í nefnd en þrjú bíða annarrar umræðu og eitt eftir þriðju og síðustu umræðu. Það mál sem næst er því að klárast, sem snýst um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, er á dagskrá næsta fundar. Átta mál bíða afgreiðslu sem tengjast beinum hætti EES-samningnum; mál sem varða innleiðingu EES-reglna. Þar á meðal er mál fjármála- og efnhaagsráðherra um að heimila gengistryggð lán sem lagt er fram í kjölfar þess að Eftirlitsstofnun EFTA lagði fram rökstutt álit um málið. Tuttugu og tvö frumvörp hafa verið samþykkt á yfirstandandi þingi.Þingsályktanir bætast við Til viðbótar við lagafrumvörpin eru svo yfir eitt hundrað þingsályktunartillögur sem hafa ekki verið afgreiddar. Samkvæmt samskonar yfirliti frá þinginu eru níutíu og tvær þingsályktunartillögur sem bíða fyrri eða einnar umræðu og ellefu sem sitja í nefndum. Fimm þingsályktunartillögur tengjast með beinum hætti EES-samningnum. Er þar um að ræða ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingar á viðaukum EES-samningsins. Þar eru þó einnig að finna tillögur á borð við styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og siðareglur fyrir alþingismenn. Níu þingsályktanir hafa verið samþykktar á yfirstandandi þingi. Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þingið kemur saman á ný á morgun eftir jólafrí og bíða nokkur stór mál afgreiðslu. Þar á meðal húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra, væntanlegar umræður um afnám verðtryggingar og fleira. Afköst stjórnarinnar voru gagnrýnd af stjórnarþingmönnum fyrir áramót en þó eru tugir mála sem liggja fyrir þinginu og bíða afgreiðslu.Yfir hundrað frumvörp bíða Samkvæmt yfirliti frá Alþingi eru sextíu og átta frumvörp bíða enn fyrstu umræðu. Tuttugu og níu sitja í nefnd en þrjú bíða annarrar umræðu og eitt eftir þriðju og síðustu umræðu. Það mál sem næst er því að klárast, sem snýst um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, er á dagskrá næsta fundar. Átta mál bíða afgreiðslu sem tengjast beinum hætti EES-samningnum; mál sem varða innleiðingu EES-reglna. Þar á meðal er mál fjármála- og efnhaagsráðherra um að heimila gengistryggð lán sem lagt er fram í kjölfar þess að Eftirlitsstofnun EFTA lagði fram rökstutt álit um málið. Tuttugu og tvö frumvörp hafa verið samþykkt á yfirstandandi þingi.Þingsályktanir bætast við Til viðbótar við lagafrumvörpin eru svo yfir eitt hundrað þingsályktunartillögur sem hafa ekki verið afgreiddar. Samkvæmt samskonar yfirliti frá þinginu eru níutíu og tvær þingsályktunartillögur sem bíða fyrri eða einnar umræðu og ellefu sem sitja í nefndum. Fimm þingsályktunartillögur tengjast með beinum hætti EES-samningnum. Er þar um að ræða ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingar á viðaukum EES-samningsins. Þar eru þó einnig að finna tillögur á borð við styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og siðareglur fyrir alþingismenn. Níu þingsályktanir hafa verið samþykktar á yfirstandandi þingi.
Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira