Fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfði vetrarins í Hólminum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 14:15 Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir og Jóhann Björk Sveinsdóttir munu ekkert gefa eftir í kvöld. Vísir/Stefán Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki í beinni útsendingu frá leik í Domino´s deildunum í kvöld en þá er á dagskrá tvíhöfði í Stykkishólmi. Fyrri leikurinn er toppslagur Snæfells og Hauka í Domino´s deild kvenna en seinni leikurinn er leikur Snæfells og Hattar í Domino´s deild karla en þau lið eru bæði að berjast á hinum enda töflunnar. Þetta verður fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfðinn frá Domino´s deildunum í vetur en sýndir hafa verið leikir úr öllum umferðum á þessu tímabili, bæði hjá körlum og konum.Kvennalið Snæfells og Hauka mætast klukkan 18.00 en þetta er einn af úrslitaleikjunum um deildarmeistaratitilinn hjá konunum. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og hafa hvort um sig unnið einn innbyrðisleik í vetur. Snæfell vann tíu stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Stykkishólmi fyrir áramót en það er eini tapleikur Haukakvenna í deildinni. Haukar hafa styrkt sig síðan þá en í liðinu nú er Chelsie Alexa Schweers sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Snæfellskonur hafa unnið alla sjö heimaleiki sína á tímabilinu og eru erfiðar heima að sækja í Hólminn. Það má því búast við spennuleik í kvöld.Strax á eftir kvennaleiknum mætast síðan Snæfell og Höttur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla en sá leikur hefst klukkan 20.15. Höttur er í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Snæfelli sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Snæfell vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum á dramatískri sigurkörfu Sherrod Nigel Wright en hann skoraði hana fyrir utan þriggja stiga línuna og rétt áður en lokaflautan gall. Einn af síðustu möguleikum Hattar á að halda sér í deildinni er að vinna þennan leik. Tapi Höttur leiknum verða þeir nefnilega tíu stigum á eftir Snæfelli og alltaf með verri stöðu í innbyrðisleikjum. Höttur hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og liðið er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum til þessa. Fyrri leikur liðanna vannst eins og áður sagði á mjög dramatískan hátt og það má búast við öðrum spennuleik í kvöld. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki í beinni útsendingu frá leik í Domino´s deildunum í kvöld en þá er á dagskrá tvíhöfði í Stykkishólmi. Fyrri leikurinn er toppslagur Snæfells og Hauka í Domino´s deild kvenna en seinni leikurinn er leikur Snæfells og Hattar í Domino´s deild karla en þau lið eru bæði að berjast á hinum enda töflunnar. Þetta verður fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfðinn frá Domino´s deildunum í vetur en sýndir hafa verið leikir úr öllum umferðum á þessu tímabili, bæði hjá körlum og konum.Kvennalið Snæfells og Hauka mætast klukkan 18.00 en þetta er einn af úrslitaleikjunum um deildarmeistaratitilinn hjá konunum. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og hafa hvort um sig unnið einn innbyrðisleik í vetur. Snæfell vann tíu stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Stykkishólmi fyrir áramót en það er eini tapleikur Haukakvenna í deildinni. Haukar hafa styrkt sig síðan þá en í liðinu nú er Chelsie Alexa Schweers sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Snæfellskonur hafa unnið alla sjö heimaleiki sína á tímabilinu og eru erfiðar heima að sækja í Hólminn. Það má því búast við spennuleik í kvöld.Strax á eftir kvennaleiknum mætast síðan Snæfell og Höttur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla en sá leikur hefst klukkan 20.15. Höttur er í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Snæfelli sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Snæfell vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum á dramatískri sigurkörfu Sherrod Nigel Wright en hann skoraði hana fyrir utan þriggja stiga línuna og rétt áður en lokaflautan gall. Einn af síðustu möguleikum Hattar á að halda sér í deildinni er að vinna þennan leik. Tapi Höttur leiknum verða þeir nefnilega tíu stigum á eftir Snæfelli og alltaf með verri stöðu í innbyrðisleikjum. Höttur hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og liðið er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum til þessa. Fyrri leikur liðanna vannst eins og áður sagði á mjög dramatískan hátt og það má búast við öðrum spennuleik í kvöld.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira