Enn vefst stjórnarskráin fyrir þingmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 19:30 Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort það væri stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðunni að kenna að ekki hefur náðst sátt um tillögur á breytingum á stjórnarskránni. Forsætisráðherra segir það vera sameiginlegt verkefni flokkanna að afgreiða málið. Fá mál hafa þvælst eins fyrir alþingismönnum og tilraunir til breytinga á stjórnarskránni þótt í orði að minnsta kosti hafi allir flokkar lýst því yfir að þeir vilji einhvers konar breytingar á henni. Stjórnarskráin reyndist síðustu ríkisstjórn mjög erfið og hún ætlar einnig að þvælast fyrir fótunum á núverandi ríkisstjórn. Dregist hefur að nefnd allra flokka skili af sér tillögum um breytingar á stjórnarskránni, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í nefndina sumarið 2013. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að beðið væri eftir að stjórnarflokkarnir skýrðu stöðu sína. „Ég minni sérstaklega á að hæstvirtur forsætisráðherra hefur sjálfur lofað því að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindir .... og hæstvirtur forsætisráðherra er nú duglegur við að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Meðal annars mál sem hann er búinn að lofa að leggja fyrir Alþingi en hefur heykst á að leggja fyrir Alþingi. Er ekki nær að veita þjóðinni sjálfri réttinn til þess að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagðist sammála því að þjóðin hefði sem mest tækifæri til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá held ég að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarmeirihlutans bjóði. Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla. Niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist vilja sjá breytingar á stjórnarskránni og það væri fyrir atbeina Árna Páls sem möguleiki væri á því á þessu kjörtímabili. En Alþingi samþykkti breytingarákvæði við stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili þannig að hægt yrði að breyta henni á þessu kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga. Árni Páll minnti á að tíminn væri naumur í þessum efnum. „Ef nýta á breytingaákvæðið þarf þjóðaratkvæðagreiðsla að getað farið fram áður en þing hefst næsta haust. Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri,“ sagði Árni Páll. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata innti forsætisráðherra eftir því hvenær hann sæi fyrir sér að þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám verðtryggingar, sem hann hefði boðað, gæti farið fram og hvenær hann ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi. Alþingi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort það væri stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðunni að kenna að ekki hefur náðst sátt um tillögur á breytingum á stjórnarskránni. Forsætisráðherra segir það vera sameiginlegt verkefni flokkanna að afgreiða málið. Fá mál hafa þvælst eins fyrir alþingismönnum og tilraunir til breytinga á stjórnarskránni þótt í orði að minnsta kosti hafi allir flokkar lýst því yfir að þeir vilji einhvers konar breytingar á henni. Stjórnarskráin reyndist síðustu ríkisstjórn mjög erfið og hún ætlar einnig að þvælast fyrir fótunum á núverandi ríkisstjórn. Dregist hefur að nefnd allra flokka skili af sér tillögum um breytingar á stjórnarskránni, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í nefndina sumarið 2013. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að beðið væri eftir að stjórnarflokkarnir skýrðu stöðu sína. „Ég minni sérstaklega á að hæstvirtur forsætisráðherra hefur sjálfur lofað því að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindir .... og hæstvirtur forsætisráðherra er nú duglegur við að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Meðal annars mál sem hann er búinn að lofa að leggja fyrir Alþingi en hefur heykst á að leggja fyrir Alþingi. Er ekki nær að veita þjóðinni sjálfri réttinn til þess að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagðist sammála því að þjóðin hefði sem mest tækifæri til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá held ég að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarmeirihlutans bjóði. Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla. Niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist vilja sjá breytingar á stjórnarskránni og það væri fyrir atbeina Árna Páls sem möguleiki væri á því á þessu kjörtímabili. En Alþingi samþykkti breytingarákvæði við stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili þannig að hægt yrði að breyta henni á þessu kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga. Árni Páll minnti á að tíminn væri naumur í þessum efnum. „Ef nýta á breytingaákvæðið þarf þjóðaratkvæðagreiðsla að getað farið fram áður en þing hefst næsta haust. Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri,“ sagði Árni Páll. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata innti forsætisráðherra eftir því hvenær hann sæi fyrir sér að þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám verðtryggingar, sem hann hefði boðað, gæti farið fram og hvenær hann ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.
Alþingi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira