Guðni um ákvörðun forseta: "Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2016 14:19 „Þetta var glæsileg kveðjuræða hjá forsetanum. Hann er að taka rétta ákvörðun fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu og er búinn að þjóna þessari þjóð vel og lengi. Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Guðni hefur um árabil verið einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars og segist sjálfur alveg eins hafa átt von á þessari ákvörðun. Hann telur að Ólafs Ragnars verði í sögubókum minnst af virðingu og þakklæti. „Hann ávann sér mikið traust og hefur verið góður málsvari og breytt forsetaembættinu. Menn gera því miklar kröfur til næsta forseta eins og þeir hafa reyndar gert til allra forseta. Þær miðast þó dálítið við þau verk að vera þessi öryggisventill sem getur kallað þjóðina til og vera málsvari hennar í erfiðum málum á erlendum vettvangi, eins og hann var í Icesave-málinu og hryðjuverkalögunum. Ég held að það leiki góðir vindar um Ólaf Ragnar Grímsson og að hann muni njóta vaxandi virðingar. Ég spái því reyndar að hann sé alls ekki hættur að láta til sín taka – að hann muni vinna að hinum stóru verkefnum sem hann hefur verið að sinna, eins og norðurslóðum og fleiru,“ segir Guðni. Hann segist þó ekki hafa neinn sérstakan í huga þegar hann er spurður um hvern hann myndi vilja sjá taka við embættinu af Ólafi. „Þetta er algjörlega óráðið. Ég heyri engan sem enn hefur nefndur verið sem hefur náð neinni sveiflu. Þú þarf þjóðin að hugsa djúpt og þeir einstaklingar sem treysta sig í þetta verkefni. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Þetta var glæsileg kveðjuræða hjá forsetanum. Hann er að taka rétta ákvörðun fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu og er búinn að þjóna þessari þjóð vel og lengi. Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Guðni hefur um árabil verið einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars og segist sjálfur alveg eins hafa átt von á þessari ákvörðun. Hann telur að Ólafs Ragnars verði í sögubókum minnst af virðingu og þakklæti. „Hann ávann sér mikið traust og hefur verið góður málsvari og breytt forsetaembættinu. Menn gera því miklar kröfur til næsta forseta eins og þeir hafa reyndar gert til allra forseta. Þær miðast þó dálítið við þau verk að vera þessi öryggisventill sem getur kallað þjóðina til og vera málsvari hennar í erfiðum málum á erlendum vettvangi, eins og hann var í Icesave-málinu og hryðjuverkalögunum. Ég held að það leiki góðir vindar um Ólaf Ragnar Grímsson og að hann muni njóta vaxandi virðingar. Ég spái því reyndar að hann sé alls ekki hættur að láta til sín taka – að hann muni vinna að hinum stóru verkefnum sem hann hefur verið að sinna, eins og norðurslóðum og fleiru,“ segir Guðni. Hann segist þó ekki hafa neinn sérstakan í huga þegar hann er spurður um hvern hann myndi vilja sjá taka við embættinu af Ólafi. „Þetta er algjörlega óráðið. Ég heyri engan sem enn hefur nefndur verið sem hefur náð neinni sveiflu. Þú þarf þjóðin að hugsa djúpt og þeir einstaklingar sem treysta sig í þetta verkefni. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15