Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Una Sighvatsdóttir skrifar 2. janúar 2016 19:30 26 ára gamall íslenskur karlmaður og tvítug íslensk kona voru handtekin að kvöldi annars í jólum í Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu. Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum Pinto Martins þar sem flugtengingar til Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Á vef herlögreglunnar í Ceará ríki kemur fram að parið hafi verið handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra. Í fórum þeirra hafi fundist um fjögur kíló af kókaínu, sem falið var í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Þá kemur fram að parinu hafi verið útvegaður enskumælandi túlkur við yfirheyrslur. Alríkislögregla Brasilíu fer nú með rannsókn málsins.Refsiramminn 5-15 ár Miriam Guerra Másson er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu en en búsett á Íslandi, þar sem hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam ræddi við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um stöðu málsins. „Þau eru núna í gæsluvarðhaldi, sem er 30 dagar og dómari getur framlengt í mesta lagi í aðra 30 daga,“ segir Miriam. Samkvæmt brasilískum lögum verði saksóknari að gefa út ákæru á hendur grunuðum sakamönnum innan þess tímaramma. Miriam segir að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu sé 5-15 ár. Verði íslenska parið sakfellt geti það vænts refsilækkunnar í ljósi þess að þetta er þeirra fyrsta brot þar í landi. Þá eigi þau rétt á því að fá ráðgjöf lögmanns á kostnað brasilíska ríkisins.Ómannúðlegur aðbúnaður í brasilískum fangelsum Brasilísk fangelsi eru alræmd og hafa verið sögð einhver þau verstu í heimi. Miriam segir að í gæsluvarðhaldi sé aðbúnaður þó talsvert skárri. Í almennum fangelsum landsins sé ástandið hinsvegar ómannúðlegt. „Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki í gildi samningur um flutning dæmdra manna milli Brasilíu og Íslands. Að minnsta kosti átta Íslendingar hafa nú verið handteknir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls á undanförnum áratug. Tengdar fréttir Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
26 ára gamall íslenskur karlmaður og tvítug íslensk kona voru handtekin að kvöldi annars í jólum í Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu. Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum Pinto Martins þar sem flugtengingar til Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Á vef herlögreglunnar í Ceará ríki kemur fram að parið hafi verið handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra. Í fórum þeirra hafi fundist um fjögur kíló af kókaínu, sem falið var í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Þá kemur fram að parinu hafi verið útvegaður enskumælandi túlkur við yfirheyrslur. Alríkislögregla Brasilíu fer nú með rannsókn málsins.Refsiramminn 5-15 ár Miriam Guerra Másson er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu en en búsett á Íslandi, þar sem hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam ræddi við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um stöðu málsins. „Þau eru núna í gæsluvarðhaldi, sem er 30 dagar og dómari getur framlengt í mesta lagi í aðra 30 daga,“ segir Miriam. Samkvæmt brasilískum lögum verði saksóknari að gefa út ákæru á hendur grunuðum sakamönnum innan þess tímaramma. Miriam segir að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu sé 5-15 ár. Verði íslenska parið sakfellt geti það vænts refsilækkunnar í ljósi þess að þetta er þeirra fyrsta brot þar í landi. Þá eigi þau rétt á því að fá ráðgjöf lögmanns á kostnað brasilíska ríkisins.Ómannúðlegur aðbúnaður í brasilískum fangelsum Brasilísk fangelsi eru alræmd og hafa verið sögð einhver þau verstu í heimi. Miriam segir að í gæsluvarðhaldi sé aðbúnaður þó talsvert skárri. Í almennum fangelsum landsins sé ástandið hinsvegar ómannúðlegt. „Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki í gildi samningur um flutning dæmdra manna milli Brasilíu og Íslands. Að minnsta kosti átta Íslendingar hafa nú verið handteknir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls á undanförnum áratug.
Tengdar fréttir Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00