Meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2016 19:08 Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir prófessor í sagnfræði sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum. Ólafur hefur gengt embætti forseta Íslands í tuttugu ár, lengur en nokkur annar forseti. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að Ólafur hafi í sinni valdatíð gjörbreytt forsetaembættinu og að næstu kosningar muni að miklu leyti snúast um hans arfleifð og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. „Það hefur alltaf verið bundið við forsetakosningar að þá eru menn að máta sig við þann forseta sem var næst á undan. Núna eru tuttugu ár síðan við höfðum annan forseta og margir sem hreinlega muna ekki eftir öðrum en Ólafi. Auðvitað verður Ólafur þessi andi sem svífur yfir vötnunum. Annað hvort ætla menn að fara í hans skó og fylgja hans stefnu eða þá snúa til baka,“ segir Guðmundur. Hann segir hins vegar að það verði erfitt fyrir komandi forseta að vinda ofan af þeirri stefnu sem Ólafur hefur markað í sinni embættistíð. Í raun ríki því meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. „Forsetaembættið var ekki fullmótað þegar það var stofnað. Ólafur dró það fram með aðgerðum sínum að þetta er ekki fullmótað embætti. Stjórnskipuleg staða forseta er ekki alveg ljós. Völd hans eru gríðarlega mikil ef hann kýs að beita þeim en menn höfðu bara gengið út frá því að hann gerði það ekki,“ segir Guðmundur. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Sjá meira
Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir prófessor í sagnfræði sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum. Ólafur hefur gengt embætti forseta Íslands í tuttugu ár, lengur en nokkur annar forseti. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að Ólafur hafi í sinni valdatíð gjörbreytt forsetaembættinu og að næstu kosningar muni að miklu leyti snúast um hans arfleifð og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. „Það hefur alltaf verið bundið við forsetakosningar að þá eru menn að máta sig við þann forseta sem var næst á undan. Núna eru tuttugu ár síðan við höfðum annan forseta og margir sem hreinlega muna ekki eftir öðrum en Ólafi. Auðvitað verður Ólafur þessi andi sem svífur yfir vötnunum. Annað hvort ætla menn að fara í hans skó og fylgja hans stefnu eða þá snúa til baka,“ segir Guðmundur. Hann segir hins vegar að það verði erfitt fyrir komandi forseta að vinda ofan af þeirri stefnu sem Ólafur hefur markað í sinni embættistíð. Í raun ríki því meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. „Forsetaembættið var ekki fullmótað þegar það var stofnað. Ólafur dró það fram með aðgerðum sínum að þetta er ekki fullmótað embætti. Stjórnskipuleg staða forseta er ekki alveg ljós. Völd hans eru gríðarlega mikil ef hann kýs að beita þeim en menn höfðu bara gengið út frá því að hann gerði það ekki,“ segir Guðmundur.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Sjá meira