Raunhæft að fara í úrslit í Ríó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2016 06:00 Anton Sveinn kom til Íslands í verðskuldað jólafrí en stundar nám við Alabama-háskólann í Bandaríkjunum. fréttablaðið/ernir Þegar Anton Sveinn McKee fór til Bandaríkjanna til að hefja nám á sundstyrk við Alabama-háskólann haustið 2013 hafði hann fyrst og fremst skapað sér nafn sem langsundsmaður í bringusundi (800 og 1.500 m) og í 400 m fjórsundi. Í dag er hann í hópi fremstu bringusundmanna heims, líkt og árangur hans á heimsmeistaramótinu í Kazan síðastliðið sumar sýndi en þar endaði hann í 13. sæti í 200 m bringusundi. „Þetta var mjög gaman og góð reynsla að hafa komist í undanúrslit. Það er eitthvað sem ég er ekki vanur en þarf að venjast. Vonandi fæ ég enn frekari reynslu af því á EM næsta sumar – sem upphitun fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Anton Sveinn við Fréttablaðið á dögunum, en hann var þá staddur hér á landi í jólafríi.Sjá einnig: Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Hann segir að það hafi staðið upp úr á síðasta ári að hafa náð Ólympíulágmarkinu, en einnig að hafa náð að koma til baka eftir þriggja mánaða fjarveru eftir að hafa viðbeinsbrotnað sumarið 2014. „Ég náði sjálfstraustinu aftur upp og meiðslin hafa ekkert verið að hrjá mig. Ég æfði svo mjög vel síðasta sumar en allar mínar áætlanir miðuðu við að ná Ólympíulágmarkinu, fremur en að ná besta mögulega árangrinum. Það var allt miðað við að ná topptímum og hámarksárangri árið 2016.“Góður bakgrunnur Anton Sveinn hélt áfram að æfa langsundin þegar hann kom fyrst til Bandaríkjanna en það entist í aðeins tvær vikur. „Svo kom mánuður þar sem við æfðum báðar greinar en eftir að við sáum árangurinn á fyrstu mótunum var ákveðið að ég myndi einbeita mér alfarið að bringusundinu,“ segir Anton sem reiknar með því að hann hefði hvort eð er breytt um aðalgrein, hvort sem hann hefði farið til Bandaríkjanna eða ekki. „Ég hefði hvort sem er aldrei náð þeim árangri sem ég hef náð fyrr en nú. Ég lít fremur jákvætt á að ég eigi þennan bakgrunn því það hefur skilað sér í því að ég er í betra formi og betur settur fyrir 200 m bringusundið,“ segir Anton en það er hans sterkasta grein í dag. Hann er þó einnig sterkur í 100 m bringusundinu. „Ég verð kominn með þrjú ár í bringusundinu þegar ég keppi í Ríó og þá verð ég búinn að fínpússa alla tækni og búinn að ná góðum tökum á greininni. Ég held að ég verði ekki verr settur en aðrir sem hafa æft bringusundið lengur.“Viðbeinsbrotnaði sumarið 2014 Anton Sveinn segist setja sér það markmið að fara eins langt og hann getur og hann telur að það sé raunhæft að stefna á átta manna úrslit á Ólympíuleikunum. „Miðað við hvernig mér gekk síðastliðið sumar og hvernig ég býst við að mér gangi í sumar þá held ég að það sé raunhæft, allavega í 200 m bringusundi. Ég náði 13. sæti á HM þrátt fyrir að ég missti út þrjá mánuði vegna meiðsla,“ segir Anton en leggur þó áherslu á að hann ætli sér ekki um of. „Ég tel að það sé ekki gott að leggja of mikið á mann og gæta streitunnar. Fyrst og fremst ætla ég mér að æfa eins vel og ég get.“Ísland á sundkortið Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa tryggt sér keppnisrétt á leikunum í Ríó og þá stefnir Sundsambandið að því að koma boðsundsveit kvenna að á leikunum.Sjá einnig: Eygló Ósk íþróttamaður ársins 2015 „Það er frábært að Ísland eigi svo marga sundmenn sem eru að standa sig vel. Það er gaman að sjá að Ísland er að komast á kortið sem sundþjóð,“ segir Anton Sveinn. „Liðsandinn er sterkur í hópnum og við njótum þess að veita hvert öðru stuðning og hvatningu.“ eirikur@frettabladid.is Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Þegar Anton Sveinn McKee fór til Bandaríkjanna til að hefja nám á sundstyrk við Alabama-háskólann haustið 2013 hafði hann fyrst og fremst skapað sér nafn sem langsundsmaður í bringusundi (800 og 1.500 m) og í 400 m fjórsundi. Í dag er hann í hópi fremstu bringusundmanna heims, líkt og árangur hans á heimsmeistaramótinu í Kazan síðastliðið sumar sýndi en þar endaði hann í 13. sæti í 200 m bringusundi. „Þetta var mjög gaman og góð reynsla að hafa komist í undanúrslit. Það er eitthvað sem ég er ekki vanur en þarf að venjast. Vonandi fæ ég enn frekari reynslu af því á EM næsta sumar – sem upphitun fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Anton Sveinn við Fréttablaðið á dögunum, en hann var þá staddur hér á landi í jólafríi.Sjá einnig: Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Hann segir að það hafi staðið upp úr á síðasta ári að hafa náð Ólympíulágmarkinu, en einnig að hafa náð að koma til baka eftir þriggja mánaða fjarveru eftir að hafa viðbeinsbrotnað sumarið 2014. „Ég náði sjálfstraustinu aftur upp og meiðslin hafa ekkert verið að hrjá mig. Ég æfði svo mjög vel síðasta sumar en allar mínar áætlanir miðuðu við að ná Ólympíulágmarkinu, fremur en að ná besta mögulega árangrinum. Það var allt miðað við að ná topptímum og hámarksárangri árið 2016.“Góður bakgrunnur Anton Sveinn hélt áfram að æfa langsundin þegar hann kom fyrst til Bandaríkjanna en það entist í aðeins tvær vikur. „Svo kom mánuður þar sem við æfðum báðar greinar en eftir að við sáum árangurinn á fyrstu mótunum var ákveðið að ég myndi einbeita mér alfarið að bringusundinu,“ segir Anton sem reiknar með því að hann hefði hvort eð er breytt um aðalgrein, hvort sem hann hefði farið til Bandaríkjanna eða ekki. „Ég hefði hvort sem er aldrei náð þeim árangri sem ég hef náð fyrr en nú. Ég lít fremur jákvætt á að ég eigi þennan bakgrunn því það hefur skilað sér í því að ég er í betra formi og betur settur fyrir 200 m bringusundið,“ segir Anton en það er hans sterkasta grein í dag. Hann er þó einnig sterkur í 100 m bringusundinu. „Ég verð kominn með þrjú ár í bringusundinu þegar ég keppi í Ríó og þá verð ég búinn að fínpússa alla tækni og búinn að ná góðum tökum á greininni. Ég held að ég verði ekki verr settur en aðrir sem hafa æft bringusundið lengur.“Viðbeinsbrotnaði sumarið 2014 Anton Sveinn segist setja sér það markmið að fara eins langt og hann getur og hann telur að það sé raunhæft að stefna á átta manna úrslit á Ólympíuleikunum. „Miðað við hvernig mér gekk síðastliðið sumar og hvernig ég býst við að mér gangi í sumar þá held ég að það sé raunhæft, allavega í 200 m bringusundi. Ég náði 13. sæti á HM þrátt fyrir að ég missti út þrjá mánuði vegna meiðsla,“ segir Anton en leggur þó áherslu á að hann ætli sér ekki um of. „Ég tel að það sé ekki gott að leggja of mikið á mann og gæta streitunnar. Fyrst og fremst ætla ég mér að æfa eins vel og ég get.“Ísland á sundkortið Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa tryggt sér keppnisrétt á leikunum í Ríó og þá stefnir Sundsambandið að því að koma boðsundsveit kvenna að á leikunum.Sjá einnig: Eygló Ósk íþróttamaður ársins 2015 „Það er frábært að Ísland eigi svo marga sundmenn sem eru að standa sig vel. Það er gaman að sjá að Ísland er að komast á kortið sem sundþjóð,“ segir Anton Sveinn. „Liðsandinn er sterkur í hópnum og við njótum þess að veita hvert öðru stuðning og hvatningu.“ eirikur@frettabladid.is
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira