Þjálfari Grindavíkur reiður: Þetta er íþróttahús en ekki „menningarhús“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2016 09:45 Jóhann Þór Ólafsson hefur engan húmor fyrir þrettándagleði degi fyrir leik hjá sér. vísir/stefán Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, ritar mikinn reiðipistil á Grindavík.net í dag þar sem hann skammast yfir notkun á Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Jóhann er ósáttur við að geta ekki æft á réttum tíma á miðvikudaginn, daginn fyrir fyrsta leik Grindvíkinga í Dominos-deildinni á nýju ári en þeir mæta FSu á fimmtudaginn. Þannig er mál með vexti að þrettándagleði fer fram í Röstinni á miðvikudaginn þegar Grindvíkingar eiga að æfa og vill Jóhann að þessi hátíð verði færð svo hún trufli ekki íþróttastarfið hjá Grindavík. „Samkvæmt okkar stundartöflu æfum við kl. 19.30 á þriðjudag en það er kvennaleikur í húsinu kl 19.15 og æfum við eftir hann ef að samkomulag næst við aðra flokka um tímann eftir leikinn,“ segir Jóhann um aðstöðuleysið.Jóhann messar yfir sínum mönnum gegn Stjörnunni fyrr í vetur.vísir/ernirEr þetta bara sjálfsagt? „Svo er æfing kl 18.00 á miðvikudag. En nú er búið að setja á þrettándagleði í húsið sem að hefst kl. 18.00. Þetta þýðir að við getum ekki hafið æfingu fyrr en eftir þessa gleði sem að verður aldrei fyrr en 20.30.“ „Hinsvegar á kvennaliðið æfingu á þessum tíma og þurfum við þjálfararnir að semja um salinn á þessum frábæra tíma. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og í raun fáranlegt,“ segir Jóhann. Jóhann spyr sig hvers vegna það sé sjálfsagt að íþróttaæfingar víki fyrir þreéttándagleði þegar verið er að reyna að halda úti metnaðarfullu starfi. Hann bendir á að hægt sé að halda þrettándagleðina í sölum víðsvegar um Grindavíkurbæ. „Er það bara sjálfsagt mál hjá þeim sem þetta ákveða að við lúffum bara fyrir þessu? Það er s.s flott mál að hægt sé að nota íþróttahúsið í annað en bara þessar inni íþróttir en eiga íþróttirnar ekki að vera í forgang?“ segir hann. „Þetta er íþróttahús númer 1,2 og 3 og „menningarhús“ númer 4,5 og 6. Eða það er allavega mitt mat. Það er nóg stapp eins og áður sagði um tíma þó að það þurfi ekki að vera að bæta þessu ofan á líka,“ segir Jóhann Þór Ólafsson.Jón Axel Guðmundsson er sonur Guðmundar og stjarna í Grindavíkurliðinu.vísir/stefánGoðsögn sammála Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður og Íslandsmeistari með Grindavík, tekur undir með Jóhanni sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni framan af vetri. Guðmundur deilir pistlinum á Facebook-síðu sinni og segir: „Ótrúlegt að stjórnendur hjá Grindavíkurbær ákveði að þrettándagleðin sé í íþróttahúsinu daginn fyrir leik hjá meistaraflokk, án þess að athuga hvað er í gangi í húsinu.“ „Íþróttaatburðir og mikilvægar æfingar dag fyrir leik eiga að hafa forgang í íþróttahúsinu. Nema það sé kannski orðið aukahlutverk þessa mannvirkis? Það er ágæt veðurspá á miðvikudaginn. Svona viðburðir eiga að vera utandyra en færa hugsanlega inn í sal ef stefnir í vitlaust veður,“ segir Guðmundur Bragason. Dominos-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, ritar mikinn reiðipistil á Grindavík.net í dag þar sem hann skammast yfir notkun á Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Jóhann er ósáttur við að geta ekki æft á réttum tíma á miðvikudaginn, daginn fyrir fyrsta leik Grindvíkinga í Dominos-deildinni á nýju ári en þeir mæta FSu á fimmtudaginn. Þannig er mál með vexti að þrettándagleði fer fram í Röstinni á miðvikudaginn þegar Grindvíkingar eiga að æfa og vill Jóhann að þessi hátíð verði færð svo hún trufli ekki íþróttastarfið hjá Grindavík. „Samkvæmt okkar stundartöflu æfum við kl. 19.30 á þriðjudag en það er kvennaleikur í húsinu kl 19.15 og æfum við eftir hann ef að samkomulag næst við aðra flokka um tímann eftir leikinn,“ segir Jóhann um aðstöðuleysið.Jóhann messar yfir sínum mönnum gegn Stjörnunni fyrr í vetur.vísir/ernirEr þetta bara sjálfsagt? „Svo er æfing kl 18.00 á miðvikudag. En nú er búið að setja á þrettándagleði í húsið sem að hefst kl. 18.00. Þetta þýðir að við getum ekki hafið æfingu fyrr en eftir þessa gleði sem að verður aldrei fyrr en 20.30.“ „Hinsvegar á kvennaliðið æfingu á þessum tíma og þurfum við þjálfararnir að semja um salinn á þessum frábæra tíma. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og í raun fáranlegt,“ segir Jóhann. Jóhann spyr sig hvers vegna það sé sjálfsagt að íþróttaæfingar víki fyrir þreéttándagleði þegar verið er að reyna að halda úti metnaðarfullu starfi. Hann bendir á að hægt sé að halda þrettándagleðina í sölum víðsvegar um Grindavíkurbæ. „Er það bara sjálfsagt mál hjá þeim sem þetta ákveða að við lúffum bara fyrir þessu? Það er s.s flott mál að hægt sé að nota íþróttahúsið í annað en bara þessar inni íþróttir en eiga íþróttirnar ekki að vera í forgang?“ segir hann. „Þetta er íþróttahús númer 1,2 og 3 og „menningarhús“ númer 4,5 og 6. Eða það er allavega mitt mat. Það er nóg stapp eins og áður sagði um tíma þó að það þurfi ekki að vera að bæta þessu ofan á líka,“ segir Jóhann Þór Ólafsson.Jón Axel Guðmundsson er sonur Guðmundar og stjarna í Grindavíkurliðinu.vísir/stefánGoðsögn sammála Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður og Íslandsmeistari með Grindavík, tekur undir með Jóhanni sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni framan af vetri. Guðmundur deilir pistlinum á Facebook-síðu sinni og segir: „Ótrúlegt að stjórnendur hjá Grindavíkurbær ákveði að þrettándagleðin sé í íþróttahúsinu daginn fyrir leik hjá meistaraflokk, án þess að athuga hvað er í gangi í húsinu.“ „Íþróttaatburðir og mikilvægar æfingar dag fyrir leik eiga að hafa forgang í íþróttahúsinu. Nema það sé kannski orðið aukahlutverk þessa mannvirkis? Það er ágæt veðurspá á miðvikudaginn. Svona viðburðir eiga að vera utandyra en færa hugsanlega inn í sal ef stefnir í vitlaust veður,“ segir Guðmundur Bragason.
Dominos-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira