Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. janúar 2016 10:04 Þorgrímur Þráinsson ræðir hér við konur á konukvöldi Blómavals. Visir/anton Forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 á dögunum. Sjálfur segir hann gagnrýnina vera sorglega. Þar greindi hann frá reynslu konu sem sinnir ungbarnaeftirliti og viðraði áhyggjur hennar af tilfinningarofi milli barns á brjósti og móður þess því hún notar tímann við brjóstagjöfina til að vera á Facebook. Það geri hún í stað þess að horfa í augu barnsins. „Þannig að þessi tilfinningatengsl sem við þekkjum bara, að halda á barni í fanginu og vera ekki að horfa í augun á því samtímis, það rofnar eitthvað. Ég hef engar rannsóknarniðurstöður á bakvið þetta en þetta er mér sagt af manneskju sem er í ungbarnaeftirliti,“ sagði Þorgrímur í Morgunútgáfunni. Fjölmargir hafa gagnrýnt þessi ummæli Þorgríms á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem segir það „full langt yfir strikið“ að ætla að ráðskast með hvort konur horfa meðan þær sinna brjóstagjöf. „Þar sem ÞÞ hefur ekki verið með barn á brjósti sjálfur þarf kannski að minna hann á að mörg börn eru með lokuð augun á meðan á þessu ferli stendur. Varla þurfum við vökustaura á börnin til að tryggja „órofna tengingu,“ skrifar Þórdís og bætir við. „Þá þurfa hvítvoðungar að fá brjóst á u.þ.b. tveggja tíma fresti fyrsta skeið ævi sinnar. Mæðrum er innrætt að barnið eigi heimtingu á óskiptri athygli þeirra, bæði líkamlega og tilfinningalega. Þetta er erfitt ferli sem útheimtir oft blóð, svita og tár allan sólarhringinn. Mæður þurfa allra síst á því að halda að vera guilt-trippaðar með svona hrútskýringum. Takk, en nei takk.“Eflaust gengur Þorgrími Þráinssyni gott eitt til og margir foreldrar mega líta oftar upp frá símum og spjaldtölvum. En a...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Sunday, 3 January 2016„Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar“ Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gerir sér að sama skapi mat úr ummælunum. Hún skrifar á Facebook: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.“ „Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar þínar, Toggi. Gott að þú skulir vera hérna til að hafa vit fyrir okkur. Af því að „við“ þurfum greinilega að vanda okkur betur. Gott að þú skulir vera tilbúinn að kenna konum að það skipti ungabörn máli í hvaða átt mæður þeirra horfa á meðan þau næra sig. Bara rosalega margar þakkir. Og bíttu í þig.“ Við færslu Hildar skrifar Ingibjörg Axelma Axelsdóttir ummæli, sem vakið hafa töluverða lukku. „Eigandi þrjú börn, og verandi þónokkuð sjóuð í brjóstagjöfum, þá get ég sagt að mér þótti hún hundleiðinleg. Ég las, hlustaði á tónlist, horfði á sjónvarp, talaði í símann, leysti krossgátur, svaf, eða skoðaði facebook á meðan á brjóstagjöf stóð! Hringið á barnavernd!“ skrifar hún hæðin og bætir við að hún hefði annars orðið geðveik af leiðindum. „Var hellings annar tími til þess að koma í veg fyrir "tilfinngarof", eins og restin af helvítis sólarhringnum sem fór í að sinna afsprengjunum mínum.“ Ekki náðist í Þorgrím við gerð þessarar fréttar.Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.Þorgrímur Þráinsson vitnaði á Morgunvaktinni til reynslu...Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Sunday, 3 January 2016„Sorglegt“Þorgrímur tjáði sig um gagnrýnina á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann að sorglegt væri að það skipti gagnrýnendur engu máli að vitnað væri til fagaðila. Færslu hans má sjá hér að neðan en ekki hefur náðist í Þorgrím í dag vegna málsins. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 á dögunum. Sjálfur segir hann gagnrýnina vera sorglega. Þar greindi hann frá reynslu konu sem sinnir ungbarnaeftirliti og viðraði áhyggjur hennar af tilfinningarofi milli barns á brjósti og móður þess því hún notar tímann við brjóstagjöfina til að vera á Facebook. Það geri hún í stað þess að horfa í augu barnsins. „Þannig að þessi tilfinningatengsl sem við þekkjum bara, að halda á barni í fanginu og vera ekki að horfa í augun á því samtímis, það rofnar eitthvað. Ég hef engar rannsóknarniðurstöður á bakvið þetta en þetta er mér sagt af manneskju sem er í ungbarnaeftirliti,“ sagði Þorgrímur í Morgunútgáfunni. Fjölmargir hafa gagnrýnt þessi ummæli Þorgríms á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem segir það „full langt yfir strikið“ að ætla að ráðskast með hvort konur horfa meðan þær sinna brjóstagjöf. „Þar sem ÞÞ hefur ekki verið með barn á brjósti sjálfur þarf kannski að minna hann á að mörg börn eru með lokuð augun á meðan á þessu ferli stendur. Varla þurfum við vökustaura á börnin til að tryggja „órofna tengingu,“ skrifar Þórdís og bætir við. „Þá þurfa hvítvoðungar að fá brjóst á u.þ.b. tveggja tíma fresti fyrsta skeið ævi sinnar. Mæðrum er innrætt að barnið eigi heimtingu á óskiptri athygli þeirra, bæði líkamlega og tilfinningalega. Þetta er erfitt ferli sem útheimtir oft blóð, svita og tár allan sólarhringinn. Mæður þurfa allra síst á því að halda að vera guilt-trippaðar með svona hrútskýringum. Takk, en nei takk.“Eflaust gengur Þorgrími Þráinssyni gott eitt til og margir foreldrar mega líta oftar upp frá símum og spjaldtölvum. En a...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Sunday, 3 January 2016„Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar“ Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gerir sér að sama skapi mat úr ummælunum. Hún skrifar á Facebook: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.“ „Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar þínar, Toggi. Gott að þú skulir vera hérna til að hafa vit fyrir okkur. Af því að „við“ þurfum greinilega að vanda okkur betur. Gott að þú skulir vera tilbúinn að kenna konum að það skipti ungabörn máli í hvaða átt mæður þeirra horfa á meðan þau næra sig. Bara rosalega margar þakkir. Og bíttu í þig.“ Við færslu Hildar skrifar Ingibjörg Axelma Axelsdóttir ummæli, sem vakið hafa töluverða lukku. „Eigandi þrjú börn, og verandi þónokkuð sjóuð í brjóstagjöfum, þá get ég sagt að mér þótti hún hundleiðinleg. Ég las, hlustaði á tónlist, horfði á sjónvarp, talaði í símann, leysti krossgátur, svaf, eða skoðaði facebook á meðan á brjóstagjöf stóð! Hringið á barnavernd!“ skrifar hún hæðin og bætir við að hún hefði annars orðið geðveik af leiðindum. „Var hellings annar tími til þess að koma í veg fyrir "tilfinngarof", eins og restin af helvítis sólarhringnum sem fór í að sinna afsprengjunum mínum.“ Ekki náðist í Þorgrím við gerð þessarar fréttar.Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.Þorgrímur Þráinsson vitnaði á Morgunvaktinni til reynslu...Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Sunday, 3 January 2016„Sorglegt“Þorgrímur tjáði sig um gagnrýnina á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann að sorglegt væri að það skipti gagnrýnendur engu máli að vitnað væri til fagaðila. Færslu hans má sjá hér að neðan en ekki hefur náðist í Þorgrím í dag vegna málsins.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira