Það kemur engum á óvart sem fylgst hefur með í vetur að stuðningsmenn Buffalo Bills skuli toppa þennan lista. Bills-mafían, eins og stuðningsmennirnir kalla sig, hefur verið ævintýralega drukkin í vetur.
Ótrúleg myndbönd af uppátækjum stuðningsmannanna í hinu svokallaða „Tailgate“ á bílastæðinu fyrir leik hafa vakið mikla athygli. Sjá má brot af því besta í myndbandinu hér að ofan. Atvikið í lok myndbandsins er ekkert minna en óborganlegt.
Stuðningsmenn Detroit taka silfrið í þessari vafasömu keppni en stuðningsmenn Philadelphiu verða að sætta sig við brons að þessu sinni.
Minnsta drykkjan er aftur á móti í Cincinnati.

Can't beat bills fans. Unreal. pic.twitter.com/8KaxcYSnGo
— Jimbo (@RowleyJimmy) September 20, 2015