Beckham: Zidane besti maðurinn í starfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2016 08:30 Zinedine Zidane og David Beckham með Florentinu Peréz, forseta Real Madrid. vísir/getty David Beckham, fyrrverandi samherji Zinedine Zidane hjá Real Madrid, er vægast sagt ánægður með ráðningu Frakkans sem þjálfara Real, en hann var kynntur til sögunnar í gær sem eftirmaður Rafaels Benítez. Zidane, sem hefur þjálfað B-lið Real Madrid undanfarin misseri, var samherji Beckhams hjá Real Madrid í þrjú ár frá 2004-2006. „Gæti þetta orðið betra? Maður sem var bestur í íþróttinni sem við öll elskum er að taka við félagi sem ég og mun fleiri elska,“ segir Beckham á Instagram-reikningi sínum þar sem hann setur inn gamla mynd af þeim félögunum að fagna. „Maður með drifkraft, ástríðu og tekur mistök ekki til greina tekur við af þjálfara sem hefur mikla reynslu og virðingu í leiknum. Þetta er staða sem hann mun hafa yndi af. Þetta er besti maðurinn í starfið,“ segir David Beckham. Zidane, sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina með Real tekur við liðinu í þriðja sæti deildarinnar, en það er fjórum stigum á eftir Atlético Madríd. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir. Þetta er mikilvægur og tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig. Hann er tilfinningaþrungnari en þegar ég varð leikmaður félagsins. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið,“ sagði Zinedine Zidane á blaðamannafundinum í gær. Spænski boltinn Tengdar fréttir Brottrekstur Benítez gæti hjálpað United að landa Bale Velski framherjinn sagður ósáttur með að Benítez var látinn fara í gærkvöldi. 5. janúar 2016 07:30 Zidane mætti með alla fjölskylduna | Myndir Zinedine Zidane var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid en hann mun taka við liðinu af Rafael Benitez sem var rekinn eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 4. janúar 2016 19:56 Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09 Zidane vildi fá Casillas aftur til Real Madrid Spænskir miðlar hafa slegið því upp í dag að Real Madrid hafi ákveðið að reka Rafael Benitez og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez heldur blaðamannafund klukkan 18.30 þar sem hann mun væntanlega staðfesta þær fréttir. 4. janúar 2016 17:56 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
David Beckham, fyrrverandi samherji Zinedine Zidane hjá Real Madrid, er vægast sagt ánægður með ráðningu Frakkans sem þjálfara Real, en hann var kynntur til sögunnar í gær sem eftirmaður Rafaels Benítez. Zidane, sem hefur þjálfað B-lið Real Madrid undanfarin misseri, var samherji Beckhams hjá Real Madrid í þrjú ár frá 2004-2006. „Gæti þetta orðið betra? Maður sem var bestur í íþróttinni sem við öll elskum er að taka við félagi sem ég og mun fleiri elska,“ segir Beckham á Instagram-reikningi sínum þar sem hann setur inn gamla mynd af þeim félögunum að fagna. „Maður með drifkraft, ástríðu og tekur mistök ekki til greina tekur við af þjálfara sem hefur mikla reynslu og virðingu í leiknum. Þetta er staða sem hann mun hafa yndi af. Þetta er besti maðurinn í starfið,“ segir David Beckham. Zidane, sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina með Real tekur við liðinu í þriðja sæti deildarinnar, en það er fjórum stigum á eftir Atlético Madríd. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir. Þetta er mikilvægur og tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig. Hann er tilfinningaþrungnari en þegar ég varð leikmaður félagsins. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið,“ sagði Zinedine Zidane á blaðamannafundinum í gær.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Brottrekstur Benítez gæti hjálpað United að landa Bale Velski framherjinn sagður ósáttur með að Benítez var látinn fara í gærkvöldi. 5. janúar 2016 07:30 Zidane mætti með alla fjölskylduna | Myndir Zinedine Zidane var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid en hann mun taka við liðinu af Rafael Benitez sem var rekinn eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 4. janúar 2016 19:56 Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09 Zidane vildi fá Casillas aftur til Real Madrid Spænskir miðlar hafa slegið því upp í dag að Real Madrid hafi ákveðið að reka Rafael Benitez og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez heldur blaðamannafund klukkan 18.30 þar sem hann mun væntanlega staðfesta þær fréttir. 4. janúar 2016 17:56 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Brottrekstur Benítez gæti hjálpað United að landa Bale Velski framherjinn sagður ósáttur með að Benítez var látinn fara í gærkvöldi. 5. janúar 2016 07:30
Zidane mætti með alla fjölskylduna | Myndir Zinedine Zidane var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid en hann mun taka við liðinu af Rafael Benitez sem var rekinn eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 4. janúar 2016 19:56
Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09
Zidane vildi fá Casillas aftur til Real Madrid Spænskir miðlar hafa slegið því upp í dag að Real Madrid hafi ákveðið að reka Rafael Benitez og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez heldur blaðamannafund klukkan 18.30 þar sem hann mun væntanlega staðfesta þær fréttir. 4. janúar 2016 17:56