Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2016 11:00 Gunnar Nelson er íþróttamaður ársins að mati lesenda Vísis annað árið í röð. vísir/getty Eins og kom fram í morgun var bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson kosinn íþróttamaður ársins 2015 af lesendum Vísis með yfirburðum annað árið í röð. Gunnar barðist tvisvar á síðasta ári, en hann byrjaði á því að pakka Bandaríkjamanninum Brandon Thatch saman í júlí en var svo sjálfur tekinn nokkuð illa af Demian Maia í byrjun desember.Sjá einnig:Sjáðu bardagann í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Þessi hógværi og vinsæli íþróttamaður er mjög ánægður með útnefninguna og segist finna fyrir stuðningnum sem hann fær frá sínu fólki og Íslendingum almennt. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar í viðtali við Vísi. „Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar.Gunnar Nelson ætlar sér alla leið.vísir/gettyEkki dans á rósum Gunnar tók sér frí eftir bardagann gegn Maia og naut jólanna með vinum og fjölskyldu. „Ég er búinn að hafa það mjög fínt,“ segir Gunnar kátur, en hann fer svo aftur á fullt seinna í þessum mánuði. „Ég er aldrei þannig séð alveg í fríi. Maður er náttúrlega háður því að gera eitthvað og ég verð alltaf að æfa létt. En ég byrja aftur í tækniæfingum og tek þetta að fullu um miðjan janúar.“ Gunnar ætlaði sér auðvitað sigur í báðum bardögum ársins en tækifærið gegn Demian Maia var stórt enda öll augu á þessu ótrúlega bardagakvöldi í Las Vegas þar sem barist var meðal annars um tvo heimsmeistaratitla.Sjá einnig:Maia sló Gunnar 193 sinnum „Þetta var fínt ár en auðvitað hefði maður vilja að það hefði gengið aðeins betur. En þetta er bara hluti af þessu. Maður leggur sig fram og gefur allt í hlutina. Þegar maður er að keppa á þessum grundvelli kemur svona fyrir. Þetta er bara hluti af minni ferð. Maður tekur þessu bara, heldur áfram og lærir,“ segir Gunnar. „Ég hef aldrei haldið því fram að þetta verði eitthvað auðvelt hjá mér og bara dans á rósum. Eins og ég hef sagt áður þá er ég bara rétt að byrja og ég hlakka til að halda áfram. Mér líður þannig að það sé eitthvað sem býr inn í mér sem er óstöðvandi og það hefur engin áhrif á mig þó ég tapi og að á móti blási úr hinum og þessum áttum.“Conor og Gunnar saman eftir æfingu í Vegas.Instagram-síða GunnarsGaman að vera með Conor Gunnar dvaldi mikið í Las Vegas á árinu og fékk að berjast með vini sínum Conor McGregor á tveimur stærstu bardagakvöldum í sögu UFC. Fyrst þegar Conor átti að mæta Jose Aldo í júlí og svo aftur í byrjun desember þar sem Írinn varð heimsmeistari eftir að leggja Brasilíumanninn að velli.Sjá einnig:Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia „Þetta var stærsta árið þó ekki hafi gengið eins og maður bjóst við eða eins og ég undirbjó mig fyrir. Þetta var samt hrikalega skemmtilegt ár og ég er þakklátur fyirr það,“ segir Gunnar. „Það er búið að ganga vel hjá okkur og sérstaklega hjá Conor. Við erum góðir vinir og því er gaman að fá að deila þessari ferð með honum,“ segir Gunnar, en margir bardagamenn bjuggu saman í glæsivillu í Vegas sem Conor leigði. „Það er bara svo gaman að finna fyrir andanum í liðinu hjá okkur. Síðasta ár var alveg glæsilegt og maður á að vera þakklátur fyrir það.“Demian Maia hafði mikla yfirburði gegn Gunnari.vísir/gettyÆtlar að verða heimsmeistari Stór hluti íslensku þjóðarinnar var skilinn eftir í sárum þegar Gunnar tapaði fyrir Maia í byrjun desember á síðasta ári. Það var ekki bara að Gunnar tapaði öðrum bardaganum af síðustu þremur heldur átti hann ekki möguleika á móti Brasilíumanninum sterka. Gunnar viðurkennir að það tók hann smá tíma að komast yfir tapið en eins og búast mátti við dvelur hann ekki of lengi við það neikvæða.Sjá einnig:Gunnar Nelson missti mátt af ókunnum ástæðum eftir tvær mínútur „Maður á ekki alltaf góðan dag og þetta var bara hans kvöld en ekki mitt. Ég læti af þessu og mér líður bara eins og ég sé rétt að byrja. Ég á svo mikið eftir inn í mér og ég veit bara að ég mun fara alla leið. Ég hef alltaf vitað það. Ég á svo mikið af orku eftir og er enn þá svo spenntur fyrir þessu öllu saman,“ segir Gunnar. „Ég hef ekkert það miklar áhyggjur. Vissulega tók mann smá tíma að komast yfir þetta en mér finnst gott að finna fyrir stuðningi hjá fólkinu. Ég veit að ef ég held áfram að gera það sem ég er að gera kem ég mér alla leið á toppinn. Ég ætla mér að ná í þennan heimsmeistaratitil en það er samt bara eitt skref á minni ferð. Fólki er alveg óhætt að halda áfram að fylgjast með,“ segir Gunnar.Gunnar fagnaði nýju ári með syni sínum og horfir bjartur fram á nýtt ár.Instagram-síða GunnarsBerst oftar 2016 Vísir fékk undir lok síðasta árs þrjá sérfræðinga ; Dóra DNA, Guttorm Árna Árælsson og Pétur Marinó Jónsson, til að leggja upp árið 2016 fyrir Gunnar Nelson. Allir voru þeir sammála um að Gunnar ætti að berjast oftar á næsta ári og sú verður líklega raunin. „Ég sé fyrir mér að ég berjist nokkuð oft á þessu ári. Persónulega væri ég til í að berjast fjórum sinnum til að koma mér almennilega í gírinn aftur,“ segir Gunnar við Vísi. Hann er þó ekki byrjaður að leggja upp árið formlega og á eftir að hafa samband við forsvarsmenn UFC um næstu skref. „Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum eða vikum. Það er eitt kvöld í London í febrúar sem ég veit ekki hvort sé búið að manna en við sjáum til,“ segir Gunnar Nelson. Fréttir ársins 2015 MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson átti eina af tíu bestu hengingum ársins í UFC | Myndband Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn Brandon Thatch með stæl og komst á árslista UFC. 27. desember 2015 19:30 Pabbinn Guðjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi Fréttir af Gunnari Nelson, Conor McGregor og Rondu Rousey voru mjög vinsælar á Vísi á síðasta ári. 5. janúar 2016 10:30 Gunnar: Mætti halda að jólasveinninn byggi heima hjá mömmu Gunnar Nelson borðaði rjúpu á jólunum en gat ekki sagt frá því hvað fuglinn heitir á ensku. 29. desember 2015 17:39 Gunnar fellur um eitt sæti hjá UFC Nýr styrkleikalisti er kominn út hjá UFC og Gunnar Nelson er við það að detta út af lista hjá sambandinu. 5. janúar 2016 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Eins og kom fram í morgun var bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson kosinn íþróttamaður ársins 2015 af lesendum Vísis með yfirburðum annað árið í röð. Gunnar barðist tvisvar á síðasta ári, en hann byrjaði á því að pakka Bandaríkjamanninum Brandon Thatch saman í júlí en var svo sjálfur tekinn nokkuð illa af Demian Maia í byrjun desember.Sjá einnig:Sjáðu bardagann í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Þessi hógværi og vinsæli íþróttamaður er mjög ánægður með útnefninguna og segist finna fyrir stuðningnum sem hann fær frá sínu fólki og Íslendingum almennt. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar í viðtali við Vísi. „Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar.Gunnar Nelson ætlar sér alla leið.vísir/gettyEkki dans á rósum Gunnar tók sér frí eftir bardagann gegn Maia og naut jólanna með vinum og fjölskyldu. „Ég er búinn að hafa það mjög fínt,“ segir Gunnar kátur, en hann fer svo aftur á fullt seinna í þessum mánuði. „Ég er aldrei þannig séð alveg í fríi. Maður er náttúrlega háður því að gera eitthvað og ég verð alltaf að æfa létt. En ég byrja aftur í tækniæfingum og tek þetta að fullu um miðjan janúar.“ Gunnar ætlaði sér auðvitað sigur í báðum bardögum ársins en tækifærið gegn Demian Maia var stórt enda öll augu á þessu ótrúlega bardagakvöldi í Las Vegas þar sem barist var meðal annars um tvo heimsmeistaratitla.Sjá einnig:Maia sló Gunnar 193 sinnum „Þetta var fínt ár en auðvitað hefði maður vilja að það hefði gengið aðeins betur. En þetta er bara hluti af þessu. Maður leggur sig fram og gefur allt í hlutina. Þegar maður er að keppa á þessum grundvelli kemur svona fyrir. Þetta er bara hluti af minni ferð. Maður tekur þessu bara, heldur áfram og lærir,“ segir Gunnar. „Ég hef aldrei haldið því fram að þetta verði eitthvað auðvelt hjá mér og bara dans á rósum. Eins og ég hef sagt áður þá er ég bara rétt að byrja og ég hlakka til að halda áfram. Mér líður þannig að það sé eitthvað sem býr inn í mér sem er óstöðvandi og það hefur engin áhrif á mig þó ég tapi og að á móti blási úr hinum og þessum áttum.“Conor og Gunnar saman eftir æfingu í Vegas.Instagram-síða GunnarsGaman að vera með Conor Gunnar dvaldi mikið í Las Vegas á árinu og fékk að berjast með vini sínum Conor McGregor á tveimur stærstu bardagakvöldum í sögu UFC. Fyrst þegar Conor átti að mæta Jose Aldo í júlí og svo aftur í byrjun desember þar sem Írinn varð heimsmeistari eftir að leggja Brasilíumanninn að velli.Sjá einnig:Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia „Þetta var stærsta árið þó ekki hafi gengið eins og maður bjóst við eða eins og ég undirbjó mig fyrir. Þetta var samt hrikalega skemmtilegt ár og ég er þakklátur fyirr það,“ segir Gunnar. „Það er búið að ganga vel hjá okkur og sérstaklega hjá Conor. Við erum góðir vinir og því er gaman að fá að deila þessari ferð með honum,“ segir Gunnar, en margir bardagamenn bjuggu saman í glæsivillu í Vegas sem Conor leigði. „Það er bara svo gaman að finna fyrir andanum í liðinu hjá okkur. Síðasta ár var alveg glæsilegt og maður á að vera þakklátur fyrir það.“Demian Maia hafði mikla yfirburði gegn Gunnari.vísir/gettyÆtlar að verða heimsmeistari Stór hluti íslensku þjóðarinnar var skilinn eftir í sárum þegar Gunnar tapaði fyrir Maia í byrjun desember á síðasta ári. Það var ekki bara að Gunnar tapaði öðrum bardaganum af síðustu þremur heldur átti hann ekki möguleika á móti Brasilíumanninum sterka. Gunnar viðurkennir að það tók hann smá tíma að komast yfir tapið en eins og búast mátti við dvelur hann ekki of lengi við það neikvæða.Sjá einnig:Gunnar Nelson missti mátt af ókunnum ástæðum eftir tvær mínútur „Maður á ekki alltaf góðan dag og þetta var bara hans kvöld en ekki mitt. Ég læti af þessu og mér líður bara eins og ég sé rétt að byrja. Ég á svo mikið eftir inn í mér og ég veit bara að ég mun fara alla leið. Ég hef alltaf vitað það. Ég á svo mikið af orku eftir og er enn þá svo spenntur fyrir þessu öllu saman,“ segir Gunnar. „Ég hef ekkert það miklar áhyggjur. Vissulega tók mann smá tíma að komast yfir þetta en mér finnst gott að finna fyrir stuðningi hjá fólkinu. Ég veit að ef ég held áfram að gera það sem ég er að gera kem ég mér alla leið á toppinn. Ég ætla mér að ná í þennan heimsmeistaratitil en það er samt bara eitt skref á minni ferð. Fólki er alveg óhætt að halda áfram að fylgjast með,“ segir Gunnar.Gunnar fagnaði nýju ári með syni sínum og horfir bjartur fram á nýtt ár.Instagram-síða GunnarsBerst oftar 2016 Vísir fékk undir lok síðasta árs þrjá sérfræðinga ; Dóra DNA, Guttorm Árna Árælsson og Pétur Marinó Jónsson, til að leggja upp árið 2016 fyrir Gunnar Nelson. Allir voru þeir sammála um að Gunnar ætti að berjast oftar á næsta ári og sú verður líklega raunin. „Ég sé fyrir mér að ég berjist nokkuð oft á þessu ári. Persónulega væri ég til í að berjast fjórum sinnum til að koma mér almennilega í gírinn aftur,“ segir Gunnar við Vísi. Hann er þó ekki byrjaður að leggja upp árið formlega og á eftir að hafa samband við forsvarsmenn UFC um næstu skref. „Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum eða vikum. Það er eitt kvöld í London í febrúar sem ég veit ekki hvort sé búið að manna en við sjáum til,“ segir Gunnar Nelson.
Fréttir ársins 2015 MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson átti eina af tíu bestu hengingum ársins í UFC | Myndband Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn Brandon Thatch með stæl og komst á árslista UFC. 27. desember 2015 19:30 Pabbinn Guðjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi Fréttir af Gunnari Nelson, Conor McGregor og Rondu Rousey voru mjög vinsælar á Vísi á síðasta ári. 5. janúar 2016 10:30 Gunnar: Mætti halda að jólasveinninn byggi heima hjá mömmu Gunnar Nelson borðaði rjúpu á jólunum en gat ekki sagt frá því hvað fuglinn heitir á ensku. 29. desember 2015 17:39 Gunnar fellur um eitt sæti hjá UFC Nýr styrkleikalisti er kominn út hjá UFC og Gunnar Nelson er við það að detta út af lista hjá sambandinu. 5. janúar 2016 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Gunnar Nelson átti eina af tíu bestu hengingum ársins í UFC | Myndband Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn Brandon Thatch með stæl og komst á árslista UFC. 27. desember 2015 19:30
Pabbinn Guðjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi Fréttir af Gunnari Nelson, Conor McGregor og Rondu Rousey voru mjög vinsælar á Vísi á síðasta ári. 5. janúar 2016 10:30
Gunnar: Mætti halda að jólasveinninn byggi heima hjá mömmu Gunnar Nelson borðaði rjúpu á jólunum en gat ekki sagt frá því hvað fuglinn heitir á ensku. 29. desember 2015 17:39
Gunnar fellur um eitt sæti hjá UFC Nýr styrkleikalisti er kominn út hjá UFC og Gunnar Nelson er við það að detta út af lista hjá sambandinu. 5. janúar 2016 13:15