Ekkert verður af U21 árs landsleik Íslands og Katar sem átti að fara fram á miðvikudaginn í Antalya í Tyrklandi.
Þetta kemur fram á vefsíðu KSÍ, en knattspyrnusamband Katar bauð íslensku strákunum til Tyrklands og áttu liðin að mætast í vináttuleik á miðvikudaginn.
Fulltrúum KSÍ bárust svo þær upplýsingar í gær að katarska liðið er á heimleið vegna veðurs og aðstæðna í Antalya. Því verður ekkert af leiknum.
Hann átti að vera undirbúningur íslenska liðsins fyrir leik gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í mars en Ísland er á toppi síns riðils.
KSÍ hefur kallað eftir skýringum frá knattspyrnusambandi Katar, en íslenska liðið mun áfram dvelja í Katar og æfa þar fram yfir áætlaðan leikdag.
Katar hættir við að spila við íslensku strákana og heldur heim á leið
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti