Tölfræðingurinn úr Moneyball kominn í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 13:00 Paul DePodesta. Vísir/Getty NFL-liðið Cleveland Browns ætlar að leita á óhefðbundnar slóðir til að koma liðinu sínu aftur á beinu brautina en félagið hefur ráðið Paul DePodesta til félagsins. DePodesta á langan feril að baki sem starfsmaður hafnaboltaliða en hann er fyrst og fremst þekktur sem tölfræðingurinn sem kynnti nýjar aðferðir til að meta hafnaboltaleikmenn í kvikmyndinni Moneyball. Jonah Hill lék persónu í kvikmyndinni sem var að hluta byggður á DePodesta og notkun hans á ítarlegri tölfræðigreiningu til að finna leikmenn og greina þá. Myndin kom út árið 2011 og byggir á samnefndri bók sem kom út árið 2003. Cleveland hefur gengið illa undanfarin ár og lét á dögunum þjálfarann Mike Pettine fara eftir að liðið vann aðeins þrjá af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili. Cleveland komst vitanlega ekki í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.Brad Pitt og Jonah Hill léku aðalhlutverkin í Moneyball.Vísir/GettyÞrettán ár eru liðin síðan að Cleveland komst í úrslitakeppnina og hefur undanfarin ár fengið að velja snemma í nýliðivalinu hvert ár vegna lélegs árangurs tímabilið á undan. Engu að síður hafa þeir leikmenn sem liðið hefur valið sér skilað litlu og má áætla að leitað verði til Depodesta, sem fær það hlutverk að móta stefnu félagsins, að koma þeim málum í betri farveg. Liðið skortir þó sárlega leikstjórnanda en fyrir tveimur árum valdi liðið Johnny Manziel í nýliðavalinu sem átti að verða nýr leiðtogi liðsins inni á vellinum. Hann hefur þó ítrekað komið sér í vandræði fyrir hegðun sína utan vallar og er nú efast um að hann eigi sér framtíð hjá Cleveland Browns.Sjá einnig: Djammaði í Vegas með hárkollu og gerviskegg Tölfræði í amerískum fótbolta er ekki jafn ítarleg og í hafnabolta og hefur frekar verið stuðst við líkamlega burði og auga njósnara fyrir hæfileikaríkum leikmönnum þegar lið velja sér leikmenn. Innkoma DePodesta í NFL-deildina gæti breytt þeirri nálgun. NFL Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Sjá meira
NFL-liðið Cleveland Browns ætlar að leita á óhefðbundnar slóðir til að koma liðinu sínu aftur á beinu brautina en félagið hefur ráðið Paul DePodesta til félagsins. DePodesta á langan feril að baki sem starfsmaður hafnaboltaliða en hann er fyrst og fremst þekktur sem tölfræðingurinn sem kynnti nýjar aðferðir til að meta hafnaboltaleikmenn í kvikmyndinni Moneyball. Jonah Hill lék persónu í kvikmyndinni sem var að hluta byggður á DePodesta og notkun hans á ítarlegri tölfræðigreiningu til að finna leikmenn og greina þá. Myndin kom út árið 2011 og byggir á samnefndri bók sem kom út árið 2003. Cleveland hefur gengið illa undanfarin ár og lét á dögunum þjálfarann Mike Pettine fara eftir að liðið vann aðeins þrjá af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili. Cleveland komst vitanlega ekki í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.Brad Pitt og Jonah Hill léku aðalhlutverkin í Moneyball.Vísir/GettyÞrettán ár eru liðin síðan að Cleveland komst í úrslitakeppnina og hefur undanfarin ár fengið að velja snemma í nýliðivalinu hvert ár vegna lélegs árangurs tímabilið á undan. Engu að síður hafa þeir leikmenn sem liðið hefur valið sér skilað litlu og má áætla að leitað verði til Depodesta, sem fær það hlutverk að móta stefnu félagsins, að koma þeim málum í betri farveg. Liðið skortir þó sárlega leikstjórnanda en fyrir tveimur árum valdi liðið Johnny Manziel í nýliðavalinu sem átti að verða nýr leiðtogi liðsins inni á vellinum. Hann hefur þó ítrekað komið sér í vandræði fyrir hegðun sína utan vallar og er nú efast um að hann eigi sér framtíð hjá Cleveland Browns.Sjá einnig: Djammaði í Vegas með hárkollu og gerviskegg Tölfræði í amerískum fótbolta er ekki jafn ítarleg og í hafnabolta og hefur frekar verið stuðst við líkamlega burði og auga njósnara fyrir hæfileikaríkum leikmönnum þegar lið velja sér leikmenn. Innkoma DePodesta í NFL-deildina gæti breytt þeirri nálgun.
NFL Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Sjá meira