Áfangasigur í umhverfismálum Þorvaldur Gylfason skrifar 7. janúar 2016 07:00 Samkomulagið sem náðist í París meðal 195 þjóða fyrir jól um aðgerðir til að stemma stigu fyrir frekari hlýnun loftslags sætir tíðindum. Samkomulagið er sögulegt m.a. vegna þess að ríkir hagsmunir eru bundnir við óbreytt ástand. Hagsmunir olíufélaga og annarra sem vilja fá að halda áfram að menga andrúmsloftið í friði, eyða skógum og brenna kol virðast t.d. ráða málflutningi repúblikana á Bandaríkjaþingi. Allir frambjóðendur repúblikana í forsetakjörinu þar vestra næsta haust halda áfram að þræta fyrir óhrekjanlega staðreynd eða a.m.k. yfirgnæfandi líkur sem enginn umtalsverður ágreiningur er lengur um meðal vísindamanna, þ.e. að losun koltvísýrings af mannavöldum og annarra gastegunda út í andrúmsloftið heldur áfram að leiða af sér hitnandi loftslag, bráðnandi jökla og hækkandi sjávarborð. Tilvist margra eyríkja á Indlandshafi og Kyrrahafi er ógnað. Flóttamannastrauminn frá Norður-Afríku til Evrópu má að nokkru leyti rekja til þess að Chad-vatn sem var stærsta stöðuvatn Afríku og mikilvægasta vatnsból milljóna manna er nú nær horfið vegna hita og þurrka. Fyrri tilraunir til samkomulags um aðgerðir gegn hlýnun loftslags fóru út um þúfur m.a. vegna þess að erindrekar olíufélaga og annarra sem vilja helzt fá að halda uppteknum hætti stóðu í veginum. Þeir hæddust að Al Gore fv. varaforseta Bandaríkjanna sem tók forustu á stjórnmálavettvangi í baráttunni fyrir aðgerðum gegn hlýnun loftslags og gerði m.a. fræga kvikmynd um málið, An Inconvenient Truth (2006). Gore var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels 2007 fyrir þá verðmætu en vanþakklátu baráttu.Viljayfirlýsing Samkomulagið í París um daginn er þó aðeins áfangasigur á langri leið, en enginn fullnaðarsigur. Samkomulagið er bindandi viljayfirlýsing. Það kveður hvorki á um hvernig samkomulaginu skuli framfylgt né um viðurlög við brotum gegn því. Samkomulagið tilgreinir ekki heldur þær aðgerðir sem þarf til að ná markmiði þess. Hugsunin er sú að þjóðirnar 195 sem standa að samkomulaginu – engin þjóð skarst úr leik – muni sjá sóma sinn í að standa við samninginn og velja greiðar leiðir að settu marki.Mengunargjöld og veiðigjöld Forstjórar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lýstu þeirri skoðun fyrir ráðstefnuna í París að nauðsyn bæri til að hemja losun koltvísýrings út í andrúmsloftið með gjaldheimtu, þ.e. með því að gera þeim sem vilja menga andrúmsloftið skylt að greiða fyrir mengunarréttinn. Greiða hverjum? Spurningin svarar sér sjálf. Loftið sem við öndum að okkur er sameign. Réttur eigandi andrúmsloftsins er fólkið sem andar því að sér. Ríkið þarf því að innheimta mengunargjöld fyrir hönd almennings. Málið er samt ekki einfalt því andrúmsloftið virðir ekki landamæri. Þess vegna þarf alþjóðasamkomulag til að draga að gagni úr loftmengun. Gjaldheimta er lausnin sem hagfræðingar hafa lagt til umhverfisverndarmála frá öndverðu. OECD byrjaði að mæla með þessari lausn 1972. Þetta var um sama leyti og veiðigjaldstillögur fengu vind í seglin í tengslum við fiskveiðistjórn hér heima undir forustu hagfræðinganna Bjarna Braga Jónssonar, Gunnars Tómassonar og Gylfa Þ. Gíslasonar auk stærðfræðingsins Þorkels Helgasonar. Það er ekki tilviljun að hvort tveggja skyldi gerast um svipað leyti. Ofveiði og loftmengun eru náskyld fyrirbæri og kalla því á sömu viðbrögð. Vandinn í báðum dæmum er sá að sameignarauðlind er ógnað með ónærgætinni umgengni. Almannahagur kallar því á skerðingu réttarins til veiða og til að menga andrúmsloftið. Hagkvæmasta lausnin og jafnframt hin réttlátasta að flestra dómi felst í verðlagningu sameignarauðlindarinnar sem um er að tefla. Verðlagningin vísar á gjaldtöku fyrir réttinn til að veiða og menga. ESB tók mengunargjöld upp í stefnuskrá sína 1987, en ekki veiðigjöld þótt vandinn sé hinn sami í báðum dæmum. Þessi ósamkvæmni af hálfu ESB stafar af því að sjávarútvegur skiptir ESB svo litlu máli á heildina litið að þar þykir borga sig að láta undan sérhagsmunum og bera heldur skaðann sem óhagkvæmnin hefur í för með sér enda þótt fiskstofnum og staðbundnum fiskimannasamfélögum stafi hætta af.Heim til þín, Ísland Íslendingar tóku upp veiðigjöld að nafninu til 2002. Í því fólst viðurkenning stjórnvalda á málflutningi veiðigjaldsmanna frá því 30 árum fyrr og æ síðan. AGS tók líkt og OECD undir tillögur um veiðigjald við og við, en þó aðeins í hálfum hljóðum, að því er virðist af tillitssemi við stjórnvöld sem héldu skýrslum AGS leyndum fyrir almenningi þar til sjóðurinn tók upp þann sið fyrir nokkrum árum að birta allar slíkar skýrslur á vefsetri sínu nema sérstakar aðstæður kalli á leynd. Hagfræðingar AGS máttu vita frá byrjun að rökin fyrir mengunargjöldum í ESB og fyrir veiðigjöldum á Íslandi eru hliðstæð. AGS mælti opinberlega gegn lækkun veiðigjalda 2013. Íslendingar munu ásamt öðrum geta þótt vel til forustu fallnir í loftslagsmálum á heimsvísu þegar nýja stjórnarskráin gengur í gildi með auðlindaákvæðinu sem kveður á um fullt gjald fyrir veiðiréttinn og 83% kjósenda samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Auðlindaákvæðið er í samræmi við umhverfisstefnu ESB frá 1987 og anda Parísarsáttmálans um loftslagsmál frá 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Samkomulagið sem náðist í París meðal 195 þjóða fyrir jól um aðgerðir til að stemma stigu fyrir frekari hlýnun loftslags sætir tíðindum. Samkomulagið er sögulegt m.a. vegna þess að ríkir hagsmunir eru bundnir við óbreytt ástand. Hagsmunir olíufélaga og annarra sem vilja fá að halda áfram að menga andrúmsloftið í friði, eyða skógum og brenna kol virðast t.d. ráða málflutningi repúblikana á Bandaríkjaþingi. Allir frambjóðendur repúblikana í forsetakjörinu þar vestra næsta haust halda áfram að þræta fyrir óhrekjanlega staðreynd eða a.m.k. yfirgnæfandi líkur sem enginn umtalsverður ágreiningur er lengur um meðal vísindamanna, þ.e. að losun koltvísýrings af mannavöldum og annarra gastegunda út í andrúmsloftið heldur áfram að leiða af sér hitnandi loftslag, bráðnandi jökla og hækkandi sjávarborð. Tilvist margra eyríkja á Indlandshafi og Kyrrahafi er ógnað. Flóttamannastrauminn frá Norður-Afríku til Evrópu má að nokkru leyti rekja til þess að Chad-vatn sem var stærsta stöðuvatn Afríku og mikilvægasta vatnsból milljóna manna er nú nær horfið vegna hita og þurrka. Fyrri tilraunir til samkomulags um aðgerðir gegn hlýnun loftslags fóru út um þúfur m.a. vegna þess að erindrekar olíufélaga og annarra sem vilja helzt fá að halda uppteknum hætti stóðu í veginum. Þeir hæddust að Al Gore fv. varaforseta Bandaríkjanna sem tók forustu á stjórnmálavettvangi í baráttunni fyrir aðgerðum gegn hlýnun loftslags og gerði m.a. fræga kvikmynd um málið, An Inconvenient Truth (2006). Gore var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels 2007 fyrir þá verðmætu en vanþakklátu baráttu.Viljayfirlýsing Samkomulagið í París um daginn er þó aðeins áfangasigur á langri leið, en enginn fullnaðarsigur. Samkomulagið er bindandi viljayfirlýsing. Það kveður hvorki á um hvernig samkomulaginu skuli framfylgt né um viðurlög við brotum gegn því. Samkomulagið tilgreinir ekki heldur þær aðgerðir sem þarf til að ná markmiði þess. Hugsunin er sú að þjóðirnar 195 sem standa að samkomulaginu – engin þjóð skarst úr leik – muni sjá sóma sinn í að standa við samninginn og velja greiðar leiðir að settu marki.Mengunargjöld og veiðigjöld Forstjórar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lýstu þeirri skoðun fyrir ráðstefnuna í París að nauðsyn bæri til að hemja losun koltvísýrings út í andrúmsloftið með gjaldheimtu, þ.e. með því að gera þeim sem vilja menga andrúmsloftið skylt að greiða fyrir mengunarréttinn. Greiða hverjum? Spurningin svarar sér sjálf. Loftið sem við öndum að okkur er sameign. Réttur eigandi andrúmsloftsins er fólkið sem andar því að sér. Ríkið þarf því að innheimta mengunargjöld fyrir hönd almennings. Málið er samt ekki einfalt því andrúmsloftið virðir ekki landamæri. Þess vegna þarf alþjóðasamkomulag til að draga að gagni úr loftmengun. Gjaldheimta er lausnin sem hagfræðingar hafa lagt til umhverfisverndarmála frá öndverðu. OECD byrjaði að mæla með þessari lausn 1972. Þetta var um sama leyti og veiðigjaldstillögur fengu vind í seglin í tengslum við fiskveiðistjórn hér heima undir forustu hagfræðinganna Bjarna Braga Jónssonar, Gunnars Tómassonar og Gylfa Þ. Gíslasonar auk stærðfræðingsins Þorkels Helgasonar. Það er ekki tilviljun að hvort tveggja skyldi gerast um svipað leyti. Ofveiði og loftmengun eru náskyld fyrirbæri og kalla því á sömu viðbrögð. Vandinn í báðum dæmum er sá að sameignarauðlind er ógnað með ónærgætinni umgengni. Almannahagur kallar því á skerðingu réttarins til veiða og til að menga andrúmsloftið. Hagkvæmasta lausnin og jafnframt hin réttlátasta að flestra dómi felst í verðlagningu sameignarauðlindarinnar sem um er að tefla. Verðlagningin vísar á gjaldtöku fyrir réttinn til að veiða og menga. ESB tók mengunargjöld upp í stefnuskrá sína 1987, en ekki veiðigjöld þótt vandinn sé hinn sami í báðum dæmum. Þessi ósamkvæmni af hálfu ESB stafar af því að sjávarútvegur skiptir ESB svo litlu máli á heildina litið að þar þykir borga sig að láta undan sérhagsmunum og bera heldur skaðann sem óhagkvæmnin hefur í för með sér enda þótt fiskstofnum og staðbundnum fiskimannasamfélögum stafi hætta af.Heim til þín, Ísland Íslendingar tóku upp veiðigjöld að nafninu til 2002. Í því fólst viðurkenning stjórnvalda á málflutningi veiðigjaldsmanna frá því 30 árum fyrr og æ síðan. AGS tók líkt og OECD undir tillögur um veiðigjald við og við, en þó aðeins í hálfum hljóðum, að því er virðist af tillitssemi við stjórnvöld sem héldu skýrslum AGS leyndum fyrir almenningi þar til sjóðurinn tók upp þann sið fyrir nokkrum árum að birta allar slíkar skýrslur á vefsetri sínu nema sérstakar aðstæður kalli á leynd. Hagfræðingar AGS máttu vita frá byrjun að rökin fyrir mengunargjöldum í ESB og fyrir veiðigjöldum á Íslandi eru hliðstæð. AGS mælti opinberlega gegn lækkun veiðigjalda 2013. Íslendingar munu ásamt öðrum geta þótt vel til forustu fallnir í loftslagsmálum á heimsvísu þegar nýja stjórnarskráin gengur í gildi með auðlindaákvæðinu sem kveður á um fullt gjald fyrir veiðiréttinn og 83% kjósenda samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Auðlindaákvæðið er í samræmi við umhverfisstefnu ESB frá 1987 og anda Parísarsáttmálans um loftslagsmál frá 2015.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun