Skotsýning hjá Helenu Sverrisdóttur í Hveragerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2016 20:47 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Stefán Helena Sverrisdóttir hélt upp á útnefningu sína sem besti leikmaður fyrri hluta Domino´s deildar kvenna í körfubolta með því að eiga stóraleik í Hveragerði í kvöld. Haukakonur héldu stöðu sinni á toppnum með 43 stiga sigri á Hamar, 90-48. Helena var með 28 stig á 22 mínútum og hitti úr 11 af 14 skotum sínum. Helena nýtti meðal annars öllum fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum. Helena lét sér ekki nægja að skora öll þessi stig því hún var einnig með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. María Lind Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir bætti við 14 stigum en níu þeirra komu í fyrsta leikhlutanum. Hamarsliðið rak bandaríska leikmann sinn um jólin og mætti kanalaust til leiks á móti toppliðinu. Hamarsstelpur máttu sín því lítils á móti Haukum þótt Hafnarfjarðarliðið sé ekki með bandarískan leikmann í sínum röðum. Ali Ford kemur í staðinn fyrir Suriya McGuire en hún gat ekki náð leiknum á móti Haukum í kvöld. Botnlið deildarinnar mátti alls ekki við þessu og átti aldrei möguleika í leiknum. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti flottan leik fyrir Hamar í kvöld og endaði með 21 stig og 12 fráköst. Haukaliðið komst í 5-0, 15-1 og 23-9 en var síðan tuttugu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 31-11. Hamarskonur héldu í við Haukaliðið í öðrum leikhlutanum sem endaði 15-14 fyrir Hamarsliðið. Haukaliðið var því nítján stigum yfir í hálfleik, 45-26. Helena var komin með 15 stig í hálfleik en hún skoraði 13 stig í þriðja leikhlutanum sem Haukaliðið vann 24-17. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði.Hamar-Haukar 48-90 (11-31, 15-14, 17-24, 5-21)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir 2.Haukar: Helena Sverrisdóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Helena Sverrisdóttir hélt upp á útnefningu sína sem besti leikmaður fyrri hluta Domino´s deildar kvenna í körfubolta með því að eiga stóraleik í Hveragerði í kvöld. Haukakonur héldu stöðu sinni á toppnum með 43 stiga sigri á Hamar, 90-48. Helena var með 28 stig á 22 mínútum og hitti úr 11 af 14 skotum sínum. Helena nýtti meðal annars öllum fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum. Helena lét sér ekki nægja að skora öll þessi stig því hún var einnig með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. María Lind Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir bætti við 14 stigum en níu þeirra komu í fyrsta leikhlutanum. Hamarsliðið rak bandaríska leikmann sinn um jólin og mætti kanalaust til leiks á móti toppliðinu. Hamarsstelpur máttu sín því lítils á móti Haukum þótt Hafnarfjarðarliðið sé ekki með bandarískan leikmann í sínum röðum. Ali Ford kemur í staðinn fyrir Suriya McGuire en hún gat ekki náð leiknum á móti Haukum í kvöld. Botnlið deildarinnar mátti alls ekki við þessu og átti aldrei möguleika í leiknum. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti flottan leik fyrir Hamar í kvöld og endaði með 21 stig og 12 fráköst. Haukaliðið komst í 5-0, 15-1 og 23-9 en var síðan tuttugu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 31-11. Hamarskonur héldu í við Haukaliðið í öðrum leikhlutanum sem endaði 15-14 fyrir Hamarsliðið. Haukaliðið var því nítján stigum yfir í hálfleik, 45-26. Helena var komin með 15 stig í hálfleik en hún skoraði 13 stig í þriðja leikhlutanum sem Haukaliðið vann 24-17. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði.Hamar-Haukar 48-90 (11-31, 15-14, 17-24, 5-21)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir 2.Haukar: Helena Sverrisdóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira