Gömul og ný brot Eygló Harðardóttir skrifar 8. janúar 2016 07:00 Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga. Á síðasta ári tók ég ákvörðun um að auka aðstoð við þolendur ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna nýjar stöður sálfræðinga sem veita þolendum eldri brota ráðgjöf og meðferð. Við mótun verkefnisins var byggt á áratuga reynslu Neyðarmóttökunnar, en hún aðstoðar þolendur nýlegra brota. Til hennar leita árlega um 130 einstaklingar vegna kynferðisofbeldis. Konur eru 97% brotaþola og um 78% þeirra eru 25 ára eða yngri. Öllum sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðin sálfræðiþjónusta. Í fyrstu viðtölunum er lögð áhersla á áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Ef áfallastreituröskun greinist er boðið upp á sérhæfða, áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum í anda einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Brottfall úr þjónustu er hátt og er það í samræmi við erlendar rannsóknir og reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Erlendis hefur meðferð í gegnum netið verið reynd til að draga úr brottfalli og hefur komið í ljós góður árangur, ekki hvað síst gagnvart ungum þolendum. Þessi leið gæti einnig verið áhugaverð til að auðvelda aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu. Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík fengu aukið framlag hafa þau unnið að því að byggja upp góða meðferð fyrir þolendur eldri brota. Þegar hafa tugir einstaklinga notið þjónustu þeirra. Áskoranir eru margvíslegar enda þyngd mála mikil og áfallasaga oft flókin, jafnvel þannig að einstaklingarnir hafa búið við alvarlegt ofbeldi til fjölda ára eða orðið fyrir mörgum sjálfstæðum áföllum. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi samhliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með afleiðingum ofbeldisins án meðferðar. Þarna kemur líka í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af einkennum áfallastreituröskunar að forðast allt sem minnir á áfallið. Að mínu mati er þörfin fyrir ofangreint verkefni skýr. Búið er að tryggja áframhaldandi fjármögnun þess á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga. Á síðasta ári tók ég ákvörðun um að auka aðstoð við þolendur ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna nýjar stöður sálfræðinga sem veita þolendum eldri brota ráðgjöf og meðferð. Við mótun verkefnisins var byggt á áratuga reynslu Neyðarmóttökunnar, en hún aðstoðar þolendur nýlegra brota. Til hennar leita árlega um 130 einstaklingar vegna kynferðisofbeldis. Konur eru 97% brotaþola og um 78% þeirra eru 25 ára eða yngri. Öllum sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðin sálfræðiþjónusta. Í fyrstu viðtölunum er lögð áhersla á áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Ef áfallastreituröskun greinist er boðið upp á sérhæfða, áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum í anda einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Brottfall úr þjónustu er hátt og er það í samræmi við erlendar rannsóknir og reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Erlendis hefur meðferð í gegnum netið verið reynd til að draga úr brottfalli og hefur komið í ljós góður árangur, ekki hvað síst gagnvart ungum þolendum. Þessi leið gæti einnig verið áhugaverð til að auðvelda aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu. Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík fengu aukið framlag hafa þau unnið að því að byggja upp góða meðferð fyrir þolendur eldri brota. Þegar hafa tugir einstaklinga notið þjónustu þeirra. Áskoranir eru margvíslegar enda þyngd mála mikil og áfallasaga oft flókin, jafnvel þannig að einstaklingarnir hafa búið við alvarlegt ofbeldi til fjölda ára eða orðið fyrir mörgum sjálfstæðum áföllum. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi samhliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með afleiðingum ofbeldisins án meðferðar. Þarna kemur líka í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af einkennum áfallastreituröskunar að forðast allt sem minnir á áfallið. Að mínu mati er þörfin fyrir ofangreint verkefni skýr. Búið er að tryggja áframhaldandi fjármögnun þess á nýju ári.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun