Peterhansel vann fjórðu dagleið Dakar Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2016 10:16 Sebastian Loeb á fullu gazi í gær. worldcarfans Fyrsta dagleið Dakar rallsins sem ekki vannst af Sebastian Loeb tók hinn reyndi ökumaður Stephane Peterhansel sem unnið hefur Dakar rallið áður 11 sinnum, bæði á mótorhjóli og bíl. Hann skar þó ekki mikið af forystu Loeb, sem var rúmar 5 mínútur, en er nú 4:48. Þessi sigur Peterhansel í gær var hans 66. sigur á dagleið í Dakar rallinu og hans 33. sigur á bíl. Í öðru sæti í gær var liðsfélagi Loeb á Peugeot bíl, Carlos Sainz og var hann aðeins 11 sekúndum á eftir Peterhansel og 16 sekúndum á undan Loeb. Peterhansel var fyrstur á fyrstu þremur tímatökum gærdagsins en á seinni hluta dagleiðarinnar skáru bæði Sainz og Loeb á forystu hans. Við sigur Peterhansel í gær færðist hann úr þriðja í annað sætið í keppninni. Giniel de Villiers tapaði heilum 8 mínútum á forystumennina og féll niður í sjötta sætið samanlagt fyrir vikið. Röð efstu manna er því þessi nú: Loeb, Peterhansel, Al-Attiyah, Paulter, Sainz, de Villiers, Hirvonen, Despres, Brinke og í tíunda sæti er rússinn Vasilyev. Tveir efstu menn aka Peugeot bílum, sem og Saintz í 5. sæti og Depres í 8. sæti. Mini á 3. og 7. sætið og Toyota 4., 6., 9. og 10. sætið. Því eru aðeins þrír bílaframleiðendur sem eiga fremstu 10 bíla. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Fyrsta dagleið Dakar rallsins sem ekki vannst af Sebastian Loeb tók hinn reyndi ökumaður Stephane Peterhansel sem unnið hefur Dakar rallið áður 11 sinnum, bæði á mótorhjóli og bíl. Hann skar þó ekki mikið af forystu Loeb, sem var rúmar 5 mínútur, en er nú 4:48. Þessi sigur Peterhansel í gær var hans 66. sigur á dagleið í Dakar rallinu og hans 33. sigur á bíl. Í öðru sæti í gær var liðsfélagi Loeb á Peugeot bíl, Carlos Sainz og var hann aðeins 11 sekúndum á eftir Peterhansel og 16 sekúndum á undan Loeb. Peterhansel var fyrstur á fyrstu þremur tímatökum gærdagsins en á seinni hluta dagleiðarinnar skáru bæði Sainz og Loeb á forystu hans. Við sigur Peterhansel í gær færðist hann úr þriðja í annað sætið í keppninni. Giniel de Villiers tapaði heilum 8 mínútum á forystumennina og féll niður í sjötta sætið samanlagt fyrir vikið. Röð efstu manna er því þessi nú: Loeb, Peterhansel, Al-Attiyah, Paulter, Sainz, de Villiers, Hirvonen, Despres, Brinke og í tíunda sæti er rússinn Vasilyev. Tveir efstu menn aka Peugeot bílum, sem og Saintz í 5. sæti og Depres í 8. sæti. Mini á 3. og 7. sætið og Toyota 4., 6., 9. og 10. sætið. Því eru aðeins þrír bílaframleiðendur sem eiga fremstu 10 bíla.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent