Stórasta hátíðin í öllum heiminum Magnús Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú á tilfinningaþrungnu augnabliki í lífi lítillar þjóðar. Karlalandsliðið í handbolta var nýbúið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna og það er ekki lítið afrek fyrir litla þjóð. Þessi ummæli vöktu mikla gleði í stóru hjarta lítillar þjóðar. Ekki vegna þess að þau væru mælt á örlítið bjagaðri íslensku heldur fremur vegna þess að Dorrit sagði að við værum stór. Fátt gleður smáþjóðina meira en að vera stór. Íslenska þjóðin hefur líka haft ófá tækifærin í gegnum tíðina til þess að gleðjast yfir afrekum sínum á alþjóðlegum vettvangi íþrótta, lista og menningar. Það er eitthvað sem við megum með sönnu vera stolt af í alla staði. En einmitt vegna þess að við erum smáþjóð. Engu að síður virðumst við endalaust finna hjá okkur þörf til þess að reyna að hafa alla hluti sem stærsta og mesta. Við viljum t.d. halda eins stórar hátíðir og veislur og mögulegt er með það að meginmarkmiði að gefa þeim nú ekkert eftir, þessum veislum úti í hinum stóra heimi. Menningarnótt í Reykjavík er ágætis dæmi um þetta. Menningarnótt í Reykjavík er um margt vel heppnuð hátíð. Uppfull af alls konar skemmtilegum list- og menningarviðburðum þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En hún er líka ágætis dæmi um það hvernig það sem er stórt og fyrirferðarmikið tekur yfir það sem er lítið og skemmtilegt. Fyrstu árin einkenndist Menningarnótt af því að borgarbúar, sem og aðrir gestir, gátu lagt leið sína í miðbæinn til þess að njóta fjölda smárra en skemmtilegra listviðburða. En smátt og smátt virðist blessuð minnimáttarkenndin hafa náð í skottið á okkur og í seinni tíð virðist vera aukin áhersla á risatónleika sem ríkisstofnun stendur fyrir af einhverjum ókunnum ástæðum. Að ógleymdri flugeldasýningu sem er kannski í boði stórfyrirtækis. Það er dálítil synd hvað okkur gengur illa að halda í fegurðina og gleðina sem býr í hinu smáa og sjálfsprottna. Í þessu smáa og sjálfsprottna felast nefnilega verðmæti sem vert er að hlúa að. Tónleikar í bakgarði og myndlistasýning á miðri götu eru nefnilega frábær vettvangur fyrir fjölskylduna til þess að njóta samveru og eiga góðar stundir. Vettvangur sem hefur heilmargt fram yfir fyrirferðarmikla tónleika á Arnarhóli þar sem allt er keyrt í botn, foreldrar ríghalda í börnin í mannþrönginni og unglingarnir eru fyrir löngu farnir fyrir framan sviðið að reyna að ná soga í sig síðustu útihátíðartóna sumarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú á tilfinningaþrungnu augnabliki í lífi lítillar þjóðar. Karlalandsliðið í handbolta var nýbúið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna og það er ekki lítið afrek fyrir litla þjóð. Þessi ummæli vöktu mikla gleði í stóru hjarta lítillar þjóðar. Ekki vegna þess að þau væru mælt á örlítið bjagaðri íslensku heldur fremur vegna þess að Dorrit sagði að við værum stór. Fátt gleður smáþjóðina meira en að vera stór. Íslenska þjóðin hefur líka haft ófá tækifærin í gegnum tíðina til þess að gleðjast yfir afrekum sínum á alþjóðlegum vettvangi íþrótta, lista og menningar. Það er eitthvað sem við megum með sönnu vera stolt af í alla staði. En einmitt vegna þess að við erum smáþjóð. Engu að síður virðumst við endalaust finna hjá okkur þörf til þess að reyna að hafa alla hluti sem stærsta og mesta. Við viljum t.d. halda eins stórar hátíðir og veislur og mögulegt er með það að meginmarkmiði að gefa þeim nú ekkert eftir, þessum veislum úti í hinum stóra heimi. Menningarnótt í Reykjavík er ágætis dæmi um þetta. Menningarnótt í Reykjavík er um margt vel heppnuð hátíð. Uppfull af alls konar skemmtilegum list- og menningarviðburðum þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En hún er líka ágætis dæmi um það hvernig það sem er stórt og fyrirferðarmikið tekur yfir það sem er lítið og skemmtilegt. Fyrstu árin einkenndist Menningarnótt af því að borgarbúar, sem og aðrir gestir, gátu lagt leið sína í miðbæinn til þess að njóta fjölda smárra en skemmtilegra listviðburða. En smátt og smátt virðist blessuð minnimáttarkenndin hafa náð í skottið á okkur og í seinni tíð virðist vera aukin áhersla á risatónleika sem ríkisstofnun stendur fyrir af einhverjum ókunnum ástæðum. Að ógleymdri flugeldasýningu sem er kannski í boði stórfyrirtækis. Það er dálítil synd hvað okkur gengur illa að halda í fegurðina og gleðina sem býr í hinu smáa og sjálfsprottna. Í þessu smáa og sjálfsprottna felast nefnilega verðmæti sem vert er að hlúa að. Tónleikar í bakgarði og myndlistasýning á miðri götu eru nefnilega frábær vettvangur fyrir fjölskylduna til þess að njóta samveru og eiga góðar stundir. Vettvangur sem hefur heilmargt fram yfir fyrirferðarmikla tónleika á Arnarhóli þar sem allt er keyrt í botn, foreldrar ríghalda í börnin í mannþrönginni og unglingarnir eru fyrir löngu farnir fyrir framan sviðið að reyna að ná soga í sig síðustu útihátíðartóna sumarsins.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun