Þetta er engin sólbaðsferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2015 08:00 Stjörnustelpur fagna. vísir/andri Harpa Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni spila á sunnudaginn hreinan úrslitaleik á móti Apollon frá Kýpur en í boði er sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði lið hafa unnið örugga sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum en það er mikill hiti og mikill raki á Kýpur. „Það er mjög heitt hérna og mjög mikil molla. Þetta er allt annað en þegar maður er á Spáni eða eitthvað. Þessar aðstæður eru því svolítið þrúgandi þótt leikirnir séu spilaðir á kvöldin. Það er mikið vökvatap þannig að við erum eiginlega mest inn á hóteli,“ segir Harpa og bætir við: „Við erum skynsamar. Þetta er klárlega engin sólbaðsferð,“ segir Harpa. Stjörnustelpurnar sáu liðsmenn Apollon vinna 8-0 sigur á liði frá Möltu í fyrrakvöld. „Þær eru mjög kvikar á boltann og láta hann ganga hratt. Þær virka ekki líkamlega sterkar og ég held að við höfum forskot þar,“ segir Harpa. „Þær eru ekki vanar að mæta jafn sterku liði og við erum. Ég held að það skili okkur forskoti fyrir þennan leik að við erum búnar að spila fleiri erfiða leiki í sumar,“ segir Harpa og Stjörnustelpur ætla að gefa tóninn strax í byrjun leiks. „Ég held að við leggjum upp með að keyra svolítið yfir þær í byrjun leiks. Það er ekkert leyndarmál að hitinn tekur svolítið frá okkur. Jafntefli dugar þeim þannig að við verðum að setja mörk á þær,“ segir Harpa, sem skoraði tvö mörk í síðasta leik. „Við setjum mikla pressu á okkur sjálfar að komast upp úr þessum riðli og allt annað væru mikil vonbrigði,“ segir Harpa. Hún er spennt fyrir samvinnunni við hina nýju brasilísku leikmenn liðsins þær Francielle og Poliönu. „Það er mjög gaman að spila með þessum brasilísku og þær eru mjög flinkar í fótbolta. Ég held að þær eigi heilmikið inni og það kemur fram þegar við kynnumst hver annarri betur. Ég vonast eftir því að þær komi með einhver töfrabrögð á móti þessu Apollon-liði,“ segir Harpa að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni spila á sunnudaginn hreinan úrslitaleik á móti Apollon frá Kýpur en í boði er sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði lið hafa unnið örugga sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum en það er mikill hiti og mikill raki á Kýpur. „Það er mjög heitt hérna og mjög mikil molla. Þetta er allt annað en þegar maður er á Spáni eða eitthvað. Þessar aðstæður eru því svolítið þrúgandi þótt leikirnir séu spilaðir á kvöldin. Það er mikið vökvatap þannig að við erum eiginlega mest inn á hóteli,“ segir Harpa og bætir við: „Við erum skynsamar. Þetta er klárlega engin sólbaðsferð,“ segir Harpa. Stjörnustelpurnar sáu liðsmenn Apollon vinna 8-0 sigur á liði frá Möltu í fyrrakvöld. „Þær eru mjög kvikar á boltann og láta hann ganga hratt. Þær virka ekki líkamlega sterkar og ég held að við höfum forskot þar,“ segir Harpa. „Þær eru ekki vanar að mæta jafn sterku liði og við erum. Ég held að það skili okkur forskoti fyrir þennan leik að við erum búnar að spila fleiri erfiða leiki í sumar,“ segir Harpa og Stjörnustelpur ætla að gefa tóninn strax í byrjun leiks. „Ég held að við leggjum upp með að keyra svolítið yfir þær í byrjun leiks. Það er ekkert leyndarmál að hitinn tekur svolítið frá okkur. Jafntefli dugar þeim þannig að við verðum að setja mörk á þær,“ segir Harpa, sem skoraði tvö mörk í síðasta leik. „Við setjum mikla pressu á okkur sjálfar að komast upp úr þessum riðli og allt annað væru mikil vonbrigði,“ segir Harpa. Hún er spennt fyrir samvinnunni við hina nýju brasilísku leikmenn liðsins þær Francielle og Poliönu. „Það er mjög gaman að spila með þessum brasilísku og þær eru mjög flinkar í fótbolta. Ég held að þær eigi heilmikið inni og það kemur fram þegar við kynnumst hver annarri betur. Ég vonast eftir því að þær komi með einhver töfrabrögð á móti þessu Apollon-liði,“ segir Harpa að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann